Eitt núll fyrir íslensku Thatcheristunum í orkumálum

Eflaust hefur víða verði skálaði í kampavíni í gær þegar íslenskir Thatcheristar fögnuðu fyrsta sigri sínum í átökunum um eignarhaldið á orkuauðlindunum.

Allir þeir sem fylgst hafa með þessum málum vita að þessi barátta þeirra að koma orkuauðlindunum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar er búin að standa lengi.

113_1386En þetta eru hugsjóna menn og í þessari baráttu þeirra hefur það hjálpað að verðið sem fæst fyrir auðlindina er algjört auka atriði í þeirra huga, það er prinsippið sem skiptir öllu máli, að einkaaðili fái að njóta arðsins af nýtingu auðlindarinnar, ekki almenningur eða samfélagið.

Það sjá það allir að það er ómögulegt að svona orkuveitur sem hafa einokun á sínu svæði og geta þar með haldið orkuverði í lámarki almenningi til hagsbóta séu í eigu almennings. Það er álíka mikið rugl og að gamlir barnaskólar standi skuldlausir í eigu sveitarfélaga "engum til ánægju". Auðvita á að selja alla barnaskóla landsins fjárfestum svo einhverjir geti hagnast á að eiga þá.

Með þessa stefnu fyrir Stafni auglýsti ríkisstjórn Geirs Haarde hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til sölu og bannaði jafnframt að opinberir aðilar mættu kaupa.

Nú er málið loks í höfn, búið að tryggja að allur arður af nýtingu orkuauðlinda þeirra Suðurnesjamanna munu renna heill og óskiptur næstu 65 til 130 árin í hendur erlendra fjárfesta.

Jafnframt er þessum erlendu fjárfestum tryggð einokun á sölu á öllu rafmagni og heitu vatni á Suðurnesjunum næstu tvo mannsaldrana eða svo. Með því er þeim veittur frír og frjáls aðgangur að tína það sem þeim þóknast upp úr vösum þeirra Suðurnesjamanna fyrir rafmagn og hita.

Innrás íslenskra Thatcherista inn í orkugeirann er hafin og búið er að blása til nýrrar sóknar í kjördæmi fjármálaráðherra. Nú á að beygja allt sem hægt er að beygja og í framhaldi mun Landsvirkjun falla.

Eftir mun þjóðin sitja arðrænd þar sem allur arður af nýtingu náttúruauðlinda landsins mun renna til útlanda næstu mannsaldrana.

Þegar engar tekjur koma lengur inn af nýtingu auðlindanna og orkuverð hefur hækkað hér 5 til 10 fallt hver verður þá staða okkar Íslendinga?

Sú sama og staða fátækra sveitarfélaga hér suður með sjó sem eru nú að reyna að greiða leiguna fyrir að fá að nota barnaskólana sína, skóla sem þau áttu skuldlausa hér fyrir nokkrum árum?

Mynd: Kerlingafjöll


mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Its a terrible development, once these publicly owned companies are lost they are lost forever with terrible consequences. I grew up in Thatchers Britain, all she left was a trail of destruction. The many social problems the UK face today find their roots in Thatcherism, that is to say the appalling inequality she created. The social problems are so great they will take generations to purge from british society. Privatisation is a bankrupt policy, look to the UK the railways a disaster, water, british gas, once great employers providing a service for the public good. What do we have now, old people freezing to death every winter because they fear not being able to pay their heating energy costs. Railways with tracks so run down they are a timebomb. Water companies forbidden to cut people off by law when faced with non payment reduce the water flow to a trickle, basically enough for a mouse.

Ian (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Thank you for this Ian.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.9.2009 kl. 13:14

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég tek algjörlega  undir þín skrif.  Ég hef sjálf verið að skrifa aðeins um þessi mál.  Stórfyrirtæki eru að reyna að komast yfir Ísland, það er ég viss um og hreinsa upp allt sem hægt er að hreinsa til að græða sem mest.  Og skítt með mengunina sem fylgir þeim.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.9.2009 kl. 17:00

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir mjög góðan pistil Friðrik.

Þjóðin mun rifta þessum samningi eins og öðrum þeim sem voru gerðir á þessum hörmungarárum þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fór með öll völd í landinu.

Heimurinn er að breytast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.9.2009 kl. 21:15

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við verðum að stöðva þessa óheillaþróun.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.9.2009 kl. 01:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband