Ekkert hefur breyst á Íslandi frá bankahruni

Nú um Verslunarmannahelgina afhjúpast það fyrir almenningi að hér hefur ekkert breyst frá bankahruni. Þetta afhjúpaðist í tveim uppákomum.

Fyrst reynir Kaupþing að hylma yfir þá glæpi sem framdir voru í bankanum í aðdraganda hrunsins með því að setja lögbann á rúv. Jú, jú, bankinn dregur lögbannið til baka þegar við blasir þrot bankans þegar á annað þúsund manns hóta að flytja sín viðskipti úr bankanum verði látið reyna á lögbannið. Nú reynir bankastjórinn með hinum einkennilegustu rökum að afsaka sig og gerðir bankans.

IMG_2928Síðan birtist einstæð grein Karls Vernerssonar. Karl og félagar tæmdu m.a. tryggingasjóð Sjóvár og skildu félagið eftir gjaldþrota. Ríkið varð að leggja til á annan tug milljarða inn í félagið af skattpeningum almennings til þess að þeir sem tryggja hjá Sjóvá séu ekki með allt sitt ótryggt. Þessi Karl spyr: Knésetja menn eigin fyrirtæki af ásetningi? Þjóðin öll veit svarið, það er eitt stórt . Þetta er algengasti ósiður í Íslenskum atvinnurekstri, eigendur stela frá sínum eigin fyrirtækjum. Ótrúlegt að maður sem er nýbúinn að tæma tryggingarsjóðinn hjá Sjóvá skuli láta sér detta í hug að spyrja þjóðina þessarar spurningar.

Því miður, ekkert hefur breyst í Íslensku viðskiptalífi frá bankahruni, enginn hefur lært neitt. Siðblindir menn og veruleikafyrtir bankamenn ríða hér enn húsum.

Nú þegar við "fögnum" 10 mánaða afmæli bankahrunsins hefur ekkert réttlæti náð fram að ganga, engin verið svo mikið sem ákærður og engar hreinsanir hafa átt sér stað fyrir utan fjóra eða fimm menn. Getuleysi stjórnsýslunnar og réttarkerfisins virðist algjört.

 


mbl.is Falla frá lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

"Knésetja menn eigin fyrirtæki af ásetningi? Þjóðin öll veit svarið, það er eitt stórt JÁ."

Nákvæmlega!

Hrannar Baldursson, 4.8.2009 kl. 15:03

3 identicon

Sammála.

Ásta B (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála. Þjóðin á ekki að taka á sig neinar skuldbindingar fyrr en búið er að afhjúpa sóðaskapinn og draga menn til ábyrgðar. Hættum við vaðlaheiðagöng og tónlistarhöllina og byggjum fangelsi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Eirikur

"Þjóðin á ekki að taka á sig neinar skuldbindingar fyrr en búið er að afhjúpa sóðaskapinn og draga menn til ábyrgðar."

Do you mean all the men and women that bought caravans, jeeps, 3,5 ton american "Pall" bilar, with 2 x 4 wheel drives on  a trailer, and new houses and  big summer houses, etc etc etc.........Shame on you...You all took part in using borrowed money stolen from British  and dutch investors. Ekki bend á mig..........It is allways the same.....It is never your fault.......It is the British, the Dutch, and anybody..........Shame on you Iceland.... You are fast becoming  a hated Nation.........

Eirikur , 4.8.2009 kl. 22:05

6 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ei, er gott að vera ekki, ríkur, af vitsmunum.

Þeir sem tóku lán til að kaupa pallbíla og sumarhús, þurfa að borga það allt til baka eða vera gerðr gjaldþrota ella.

Bretar og Hollendingar sem lögðu sína peninga inn á reikninga með háum vöxtum fá allt sitt til baka með háu vöxtunum.

Evrópusambandið sem samdi reglurnar er stikk frí en þú þarft að borga af því að þú ert kjáni og kaust kjána til að stjórna þér.

Sigurjón Jónsson, 4.8.2009 kl. 23:42

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Friðrik:

Frábær pistill Friðrik!

Hringdu í mig á morgun (miðvikudag).

Við þurfum að sjást!

Sigurjón:

Hverju orði sannara!

Hitt er svo annað mál að við munum aldrei komast upp með annað en að semja okkur út úr þessu Icesave máli. Svona upphrópanir eins Jakobínu og Eiríki eru mér illskiljanlegar. Við þurfum ekki á öfgamönnum og öfgaskoðunum. Nei, við þurfum á skynsömu, bjartsýnu, duglegu og baráttuglöðu fólki að halda núna, sem kemur okkur út úr þessum hildarleik.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.8.2009 kl. 23:58

8 identicon

Hjartanlega sammála.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 03:44

9 identicon

Og Guðbjörn þarf baráttuglatt, bjartsýnt og duglegt fólk innan um alla glæpina og volæðið? 

Amennur borgari (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 08:59

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Svo satt og nöturlegt. Ég er gjörsamlega komin með nóg af þessu vanhæfi og getuleysi svokallaðra stjórnvalda. Engin uppbygging getur hafist í þessu landi fyrr en þjóðin hefur fengið réttlæti sem litlar horfur eru á.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.8.2009 kl. 09:55

11 identicon

Sammála. Því miður er komið að endimörkum trúar minnar á íslenzka réttarkerfið í heild. Raunar varð trú mín á því  fyrir holundasári þegar Bónusfeðgum tókst með milljarða lögfræðikostnaði að knésetja það með dómnum um að það væru bara viðskipti að stela peningum frá almenningshlutafélagi til að kaupa það af markaði og sparka almennum hluthöfum út. Þetta er er fyrir mér ömurlegasta niðurstaða   í ísilenzku réttafarssögunni, sem var þó ekki beysin fyrir. Fái feðgarnir að halda Hagaviðskiptunum óriftuðum verður það punkturinn yfir í-ið

HALLDÓR JÓNSSON (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 12:46

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Grein Karls er vitnisburður um hugarfar og siðferði þessarra manna. Sammála þér.

Ævar Rafn Kjartansson, 5.8.2009 kl. 12:55

13 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Hinn kaldi raunverulegi sannleikur er að þessir "útrásarvíkingar" notuðu svívirðilegar "asset stripping" aðferðir sem voru þekktar og bannaðar erlendis.  Þetta gekk út á að menn ættu banka, tryggingarfélag og aðgang að lífeyrarsjóðum.  Síðan bættust við endurnýjunarsjóður Icelandair og Samvinnutryggingarsjóðurinn.  Tryggingarfélögin voru notuð sem "cash cow",  bótasjóðir sem áhættufjármagn og öllu þessu fjármagni var síðan veitt í gengum bankana sem þeir stjórnuðu, í prívat lán og fjárfestingarrugl.  Þetta vissu allir sem vildu vita.   Það er ansi furðulegt hversu margir núna virðast koma af fjöllum þegar þessar upplýsingar koma á borðið.  

Mest af þessu fjármagni er nú í höndum útspekúleraðra erlendar fjárfesta sem tókst að skjalla upp sauðsvartan útrásarvíkinginn og plata til að kaupa eitthvað rusl á tvöföldu yfirverði.  Fannst engum furðulegt allar þessar erlendu blaðagreinar um hversu frábærir íslenskir fjárfestar voru?  Þetta var allt saman "set up",  skjall til að halda tékkheftinu opnu.  Í dag skála erlendir fjárfestar sem tókst að selja ruslið til Íslendinga í kampavíni á snekkjum við Miðjarðarhafið, snekkjum sem íslenskir skattgreiðendur koma til með að borga tvöfalt fyrir.  Fyrst í peningum og síðan í skertri heilbrigðisþjónustu.

Já það er dýrt að vera heimskur og hrokafullur. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.8.2009 kl. 21:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband