Mánudagur, 27. júlí 2009
Afköst í ríkisbönkum og stjórnsýslunni undir öllum væntingum.
Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með framgangi áætlunar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, hér á landi. Þar eru allar tímasetningar farnar úr skorðum. Sleifarlagi stjórnsýlunnar og ríkisbankana er um að kenna. Greiðsla númer tvö úr sjóðnum átti að berast í febrúar og greiðsla númer þrjú í maí. Nú í lok júlí hefur hvorug þessara greiðslna borist. Ástæður eru tafir á því að ákveðin vinna sé unnin og ákveðin gögn liggi fyrir. Þessa vinnu og þessi gögn á stjórnsýslan og ríkisbankarnir að vinna og leggja fram.
Þeir erlendu sérfræðingar sem hingað hafa verið fengnir til aðstoðar eftir kerfishrunið þeir kvarta sáran undan því hvað öll vinna hér gengur hægt og að stjórnsýslan sé mjög svifasein. Gildir það jafnt um sænska efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, norsk/franska rannsóknardómarann sem og aðra.
Í viðtölum við Íslenska embættismenn þá kveður við allt annar tónn. Íslenskir embættismenn geta ekki hætt að hæla hver öðrum í viðtölum. Hve lánsöm þjóðin sé að samstarfsmenn þeirra séu slíkir afburða menn, harðduglegt gáfufólk sem leggi svo hart að sér í vinnu fyrir þjóðina að mörgum þeirra vöknar um augun þegar þeir minnast þessa.
Já, það er annað hvort í ökkla eða eyra þessi misserin hér á landi.
Auðvita vill ég trúa því að frábært starfsfólk sé að störfum í stjórnsýslunni og í bönkunum.
Ótrúlegt samt að allt þetta frábæra starfsfólk sem starfar í ríkisbönkunum og stjórnsýslunni skuli með sleifarlagi sínu bera ábyrgð á því að það hefur dregist í meira en hálft ár að AGS geti afgreitt lán númer tvö og lán númer þrjú er nú að dragast á þriðja mánuð.
Ótrúlegt líka að þeir erlendu sérfræðingar sem hér hafa verið fengnir til starfa skuli kvarta yfir sleifarlagi og seinagangi eins og þetta frábæra starfsfólk hafi ekki verið og sé ekki að vinna vinnuna sína.
Ég held að embættismenn ríkisins eigi að temja sér aðeins lástemmdari hól um samstarfsfólk sitt. Í það minnsta meðan þetta fólk skilar ekki á réttum tíma þeim verkefnum sem því er falið að vinna og erlendir sérfræðingar sem hér eru að störfum ganga um gólf reitandi hár sitt að reyði yfir seinagangi þessa "frábæra" starfsfólks.
Á ekkert að taka á þessu "stafsmannavandamáli"? Er virkilega ætlunin að keyra á næstu árum á sama starfsfólkinu og var við stjórnvölin í öllum helstu lykilstofnunum samfélagsins og bönkunum misserin fyrir kerfishrun? Jú, jú það er kominn nýr Seðlabankastjóri og nýr forstjóri í FME en það er líka það eina.
Verður nokkurn tíma hægt að endurreisa traust almennings á þessum stofnunum ef þetta er það eina sem á að gera og allir aðrir sitja áfram á sínum stað?
Mynd: Húseyjarkvísl.
Ísland á dagskrá stjórnar AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Athugasemdir
Æi, er þetta bara ekki lýsandi fyrir flokks- vina- og ættingjavæðinguna sem tröllriðið hefur þessu kerfi í áratugi. Það er löngu þekkt að menn og konur verða að vera flokksbundin, þekkja rétta fólkið, tengjast blóðböndum, vera skólasystkyn osvfr. til að eiga séns. Þekki það af eigin raun hvernig það er að skorta þetta allt saman auk þess að vera ættsmár og hafa rangar skoðanir. Kemur mér ekkert á óvart.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 28.7.2009 kl. 08:48
Þetta er góð og þörf ábending hjá þér Friðrik. Málið er framleiðni ræður ríkidæmi þjóða. Íslendingar reyndu að komast í álnir með lántökum og háu gengi en það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þetta snýst allt um framleiðni og skilvirkni.
Hér í Úganda þar sem ég er enn við vinnu er vandamálið ákvörðunarfælni og framleiðni er í lágmarki. Skilvirkni stjórnsýslu með því lakasta sem þekkist. En málið er að þessi mál eru alls ekki í góðum farveg á Íslandi.
Þó verð ég að segja bankafólki á Íslandi til málsbóta að vinnuaðstaða þeirra hefur verið ömurleg síðan eftir hrun. Óvissa um starf og reiði almennings í þeirra garð hefur ekki gert starfið hvetjandi. Einnig hefur óvissa yfirmanna verið alger, þar sem ráðherra ákveður allt í einu að reka skuli alla bankastjórana og auglýsa störfin upp á nýtt. Allt er þetta gert samkvæmt kröfu dómstóls götunnar. Ég get ímyndað mér að ákvörðunartaka og skilvirkni innan bankanna sé í algjöru lágmarki og því fyrr sem ríkiskrumlan losar um þá, því betra.
Gunnar Þórðarson, 28.7.2009 kl. 09:06
Gunnar,
Einhverntíman heyrði ég þá slýringu að launin væru svo lág í opinbera geiranum að það væri ekki sanngjarntað starfsmaður legði á sig mikið meiri fyrirhöfn en að mæta og sækja þetta litla kaup. Ekkert þakklæti eða hvati fylgdi því að vinna líka.+
Þú ert að lýsa því hvernig kommúnisminn virkar í þessum vel völdu orðum
"Einnig hefur óvissa yfirmanna verið alger, þar sem ráðherra ákveður allt í einu að reka skuli alla bankastjórana og auglýsa störfin upp á nýtt. Allt er þetta gert samkvæmt kröfu dómstóls götunnar. Ég get ímyndað mér að ákvörðunartaka og skilvirkni innan bankanna sé í algjöru lágmarki og því fyrr sem ríkiskrumlan losar um þá, því betra."
Þetta er mergurinn málsins, algert ofurvald Politbüro yfir þingi lélegra þingmanna, samsafni liðs sem á það eitt sameiginlegt að hafa hækkað í launum við að fara á þing..
Þetta land er á heljarþröm og það bjarmar ekkert af degi,-því miður.
Halldór Jónsson, 29.7.2009 kl. 07:52