Alþingi á að bjóða Bretum og Hollendingum nýjan Icesave samning fyrir vikulok.

Af hverju skilgreinir Alþingi ekki þær breytingar sem það vill gera á Icesave samningnum og lætur í framhaldi skrifa upp nýjan samning? Samning sem þingið gæti hugsað sér að samþykkja. Af hverju skipar Alþingi ekki nýja samninganefnd og sendir hana með þessi nýju drög að Icesave samningi til Bretlands og Hollands? Af hverju gefur Alþingi sér ekki viku í að semja þessi drög og gefur sér síðan aðra viku í að semja við Breta og Hollendinga og stefnir á að leggja þennan nýja samning fyrir þingið helgina eftir Verslunarmannahelgi? 

Það væri þá Breta og Hollendinga að samþykkja þessi drög eða koma með tillögur að breytingum.

184Í nýjum drögum að samningi væri hægt að taka út atriði sem fara mjög fyrir brjóstið á Íslendingum. Atriði sem virka þannig að það er eins og Bretar og Hollendingar séu sér til ánægu að traðka á Íslendingum, fullveldi okkar og nánast svívirða allt það sem Íslenkt er. Atriði sem skipta Breska og Hollenska sparifjáreigendur engu máli en fara mjög í taugarnar á Íslendingum. Atriði sem vega að okkur sem sjálfstæðri þjóð.

Í nýjum drögum að Icesave samningi væri þannig hægt að taka út ákvæði er varða hvaða lög gilda varðandi þennan samning, hvar varnarþingið er og hvar málaferli sem honum tengjast eiga að fara fram. Af hverju setja menn þennan samning ekki undir lög í óháðu landi? Svíþjóð og sænsk lög er oft notuð í þeim tilgangi.

Þá má nefna ábendingar Jóns Daníelssonar sem segir að þegar verið er að skipta upp þrotabúi þá eru aldrei greiddir vextir á þeim tíma þegar beðið er eftir að eignir þrotabúsins seljist. Hann segir að við eigum að neita að greiða vexti. Innistæðueigendurnir eins og aðrir kröfuhafar verið að bíða eftir að eignir bankans / þrotabúsins seljist og á þeim tíma greiðast engir vextir. Þetta er þörf og rétt ábending. Eins atriði er varða hvernig greitt er út úr þrotabúinu, skilgreiningu á hámarks greiðslubyrgði sem hlutfall af landsframleiðslu o.s.frv..

Þannig má áfram telja þau mörgu atriði sem gera það að verkum að þjóðin og þingið á mjög erfitt með að samþykkja óbreyttan samning.

Það liggur fyrir að það þarf nýjan samning. Alþingi á að drífa í að skrifa upp drög að nýjum samning og senda hið snarasta á Breta og Hollendinga.

Sá samningur á að vera á Íslensku.

 

 


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og við borgum ekki kostnað þeirra við að þýða samninginn.

Sif Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, af hverju ekki? Til að fá svör við þessum spurningum þá þurfum við að fá að vita hvað stendur í þessum leyniskjölum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.7.2009 kl. 22:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband