Seðlabankinn stendur vörð um þjóðargersemina

Bankarnir okkar þrír eru slík þjóðargersemi að eðlilegt er að þjóðin fórni öllu því sem hún á í þeirra þágu. Þó þjóðin skuldsetji sig og börnin sín til margra áratuga þá er það í góðu lagi ef aðeins er hægt að halda starfsemi þeirra áfram í núverandi húsnæði. Það er einfaldlega ekki hægt að gera of mikið og ekkert er það sem við eigum sem ekki má fórna í þeirri viðleitni að halda starfi þeirra áfram og tryggja störf þeirra sem þar starfa.

09072009062Þó í heilan áratug þurfi verkamaður á Íslandi að vinna í tvo klukkutíma til að eiga fyrir einum kaffibolla á Strikinu í Kaupmannahöfn þá er það vel þess virði að halda gengi Íslensku krónunnar í lægstu lægðum þann áratug ef aðeins bankarnir okkar þrír fái starfað áfram.

Með núverandi gengisskráningu þá erum við Íslendingar lægst launaða þjóð í Vestur Evrópu. Það skiptir engu máli þó svo verði næsta áratuginn ef aðeins bankarnir okkar þrír fái starfað áfram.

Þó gengið hafi lækkað um 50% og innfluttar vörur og erlend lán því hækkað um 100% á síðustu 12 mánuðum með tilheyrandi verðbólgu og hækkun vísitölutryggðra fasteignalána þá skiptir það engu máli ef aðeins bankarnir okkar þrír fái starfað áfram.

Þó öll okkar öflugustu orkufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og sveitarfélög fari í gjaldþrot og lendi í höndum erlendra lánadrottna sinna vegna gengisskráningarinnar þá skiptir það engu máli ef aðeins bankarnir okkar þrír fái starfað áfram.

Til að tryggja þetta er ekkert gjald of hátt og engin fórn of stór.

Megi bankarnir okkar blómstra sem aldrei fyrr og færa okkur auðleg, velsæld og virðingu um heim allan, hér eftir sem hingað til. 

Ekki má ekki standa á þjóðinni að færa þær fórnir sem þarf til að svo megi verða.

 

Mynd: Okvegur riðinn með Skjaldbreið í baksýn.

 


mbl.is Gjaldeyrishöft hugsanlega nokkur ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Friðrik, þú gleymir að minnast á það hversu nauðsynlegt það er að viðhalda launum yfirstjórnar bankanna einnig, það er lífsnauðsyn fyrir okkur sem berjumst fyrir því að fá að fórna öllu til svo að bankarnir megi ganga og bankastjórarnir megi vera sáttir. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.7.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er bara engu líkara en svo sé.

Arinbjörn Kúld, 15.7.2009 kl. 02:09

3 Smámynd: Andrés.si

Ertu ekki bara í banka klíkuni, starfsmaður þar eða á annan átt tengður amk einn af þremur bönkum?

Andrés.si, 15.7.2009 kl. 02:58

4 identicon

   Algjörlega sammála og má bæta við  ráðherrunum hæstvirtum

sem er ekkert heilagt þegar kemur að því að vernda stólana.

Eða eins og Steingrímur fjárglæfraráðherra segir - við verðum bara að

koma þessu ESB og Icesavemálum afturfyrir okkur svo við getum

setið áfram í friði, þið getið alveg staðið undir þessu.

Já mikill alþýðuvinu Steingrímur.

 Sveinn

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband