Af hverju að auka gjaldeyrisforðann úr 7 milljörðum í 700 milljarða?

Árið 2002 var gjaldeyrisforði okkar Íslendingar um 7 milljarðar og hafði verði af þeirri stærðargráðu og þaðan af minni frá Lýðveldisstofnum. Af hverju þarf allt í einu nú að hækka gjaldeyrisforðann úr 7 milljörðum í 700 milljarða?

Þingvellir 2009058Ég spyr, af hverju þurfum við 700 milljarða í gjaldeyrisvarasjóð þegar 7 milljarðar voru meira en nóg fyrir 7 árum?

Ég skil að þegar bankakerfið var orðið mjög umfangsmikið hér fyrir nokkrum árum þá hafi menn viljað styrkja gjaldeyrissjóðinn. En af hverju núna þegar bankarnir eru nánast eins og þeir voru 1980?

Er þetta algjört yfirskot? Hugmynd komin frá einhverjum erlendum sérfræðing sem ekki áttaði sig á að 700 milljarðar eru 50% af þjóðarframleiðslunni. Eða eru þetta ráð frá einhverjum sem vilja að ríkissjóður skuldsetji sig gríðarlega?

Nú hefur líf okkar Íslendinga síðustu misseri gengið út að að skrapa saman lánum frá nágrönnum okkar til að safna 4,5 milljörðum dollara (700 milljörðum króna) inn á reikning í USA. Þar fáum við 2% innlánsvexti. Við þurfum að borga 5,5% vexti af láninu. Vextir sem á okkur falla eru því 3,5%. Þetta lán kostar okkur því 17,5 milljarða króna á ári í vexti. Allt heilbrigðiskerfi fyrir niðurskurð kostaði okkur um 100 milljarða. 

Af því að við erum að taka að láni 700 milljarða króna þá er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, AGS, mættur hér til að gæta hagsmuna þeirra sem lána okkur þetta fé. Og takið eftir, það á ekki að nota þetta lánsfé. Það eina sem á að nota það í er að það á að liggja inni á þessum reikningi í USA og við að borga af því vexti. Þetta er varasjóður sem búið er að telja stjórnvöldum og nokkrum ráðgjöfum þeirra, hagfræðingum, trú um að sé algjör nauðsyn.

Ég viðurkenni að ég skil þetta ekki. Ef 7 milljarðar dugðu vel í öllum þeim ólgusjó sem oft hefur verið hér á landið frá 1944, í öllum þorskastríðunum og kreppunum, þá eru þessir 700 milljarðar algjört yfirskot. Og í stað þess að taka þetta lán og borga af því vexti var þá ekki nær að taka hér einhliða upp evru eða dollar?

Ég spyr. Af hverju þarf að auka gjaldeyrisforðann úr 7 milljörðum í 700 milljarða? Hverjir seldu stjórnvöldum þessa hugmynd? Hverjir hafa hag af því að þjóðin skuldsetji sig svona gríðarlega? Hverjir vildu að AGS kæmi hingað inn og færi að sýsla með ríkisfjármálin? Hverjir sjá sér hag í því? Af hverju leggja nágrannaþjóðir okkar og AGS svona mikla áherslu á að við öxlum gríðarlegar skuldbindingar vegna Icesave, skuldbindingar sem munu færa lífskjör á Íslandi aftur um áratugi?

Er það svo að nágrannar okkar hafa horft öfundaraugum til okkar og á þær auðlindir sem hér eru? Er það svo að mörg þessara landa vilji og vinni nú að því að aðstoða sín eigin fyrirtæki í að ná sér í bita af þessari köku?

Er það svo að auðugustu bankar í Evrópu og USA hafi kerfisbundið lánað Íslensku bönkunum gríðarlegt fjármagn í þeim tilgangi einum að ætla síðan að fella þá og koma þar með efnahag landsins og ríkissjóði á hnén? Vitað er að erlendir aðilar tóku stöðu gegn krónunni og ríkissjóði. Þessum aðilum græddist gríðarlegt fé. Nú þegar bankarnir eru fallnir og ríkissjóður gjaldþrota þá er hér allt falt með 90% til 95% afslætti . Erlendir aðilar eru þegar byrjaðir að kaupa orkuauðlindirnar og vilja kaupa meir, samanber kaup þeirra undanfarið í Orkuveitu Suðurnesja af nánast gjaldþrota sveitarfélögum suður með sjó.

Af hverju er verið að skuldsetja ríkissjóð svona gríðarlega? Í hvaða tilgangi er verið að gera það? Af hverju er eins og unnið sé skipulega að því að skuldsetja ríkissjóð þannig að allar líkur eru á að hann geti ekki staðið í skilum og verði í því næstu 10 til 15 árin að koma aftur og aftur til AGS og semja um framlengingar á lánum? Má búast við því að á næstu 10 til 15 árum kaupi erlendir aðilar mikið upp af eignum og auðlindum af einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkinu?

Ég held að mikillar aðgæslu sé þörf. Endurskoða á allar þær ákvarðanir sem það fólk, sem sigldi þjóðarskútunni í strand, tók á strandstað vikurnar og mánuðina eftir strand. Við eigum ekki að láta þær ákvarðanir sem það fólk tók þá binda hendur okkar nú, hvorki í Icesave málinu né varðandi það að taka þetta 700 milljarða lán.

Ég skora á stjórnvöld og þingmenn að skoða vel hvort aðrar leiðir séu ekki færar, leiðir sem ekki fela í sér jafn mikla skuldsetningu þjóðarinnar og nú stefnir í.


mbl.is Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svona fer þegar menn gera í buxurnar

Jón Ingi Cæsarsson, 29.6.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Í kjölfarið sagði Rozadowski að afnám gjaldeyrishaftanna gætu hafist í áföngum seint á þessu ári. Sagði hann að Seðlabankinn yrði að vera búinn undir skell á þeim tíma og því gæti gengið á gjaldeyrisforðann. Rozadowski varar jafnframt við lækkun stýrivaxta í þessu umhverfi þar sem með lækkun gæti skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka.

Ólafur Eiríksson, 29.6.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Páll Blöndal

Góður pistill hjá þér Friðrik

Páll Blöndal, 29.6.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þessi klausa hér að ofan er brot úr frétt af vísi.is sem óvart fór inn hjá mér áður en ég hafði klárað póstinn.

Friðrik, á síðustu árum varð offramleiðsla á krónum. Og það ekkert smáræði. Bankainnistæður eru í dag í nágrenni við 2000 milljarða króna. Á sama tíma er gjaldeyrisþurrð í landinu því að allur afgangur af viðskiptum við útlönd fer í vaxtagreiðslur og afborganir erlendra lána.

Hér inni í hagkerfinu eru enn mörg hundruð milljarðar frá erlendum aðilum sem vilja/verða/þurfa að fara úr landi. Þessar ofsalegu erlendu lántökur munu að mestu fara í að niðurgreiða gjaldeyri í flóttann eins og fulltrúi IMF rekur í greininni hér ofar. Það er því ekki rétt að þessir peningar muni liggja á vöxtum í bandaríkjunum - það er enn ein þjóðsagan.  Sagan endurtekur sig - aftur og aftur.

Ég held persónulega að við höfum ekki efni á því að reyna að lyfta upp gengi krónunnar með aðferðum af þessu tagi. Erlenda skuldastaðan er þannig að þetta er góðærislausn sem á alls ekki við fyrir ríki í okkar stöðu.  Verðum frekar að sætta okkur við að Krónuna er búið að offramleiða og því verður hún að falla í verði. Gagnvart útlöndum eins og hún hefur þegar gert, og hér innanlands í formi kraumandi verðbólgu sem sér ekki fyrir endan á.

Óþægindin af gjaldeyrishöftum, eða nauðsyn frjálsra fjármagnsflutninga eru ofmetin. Gott hjá þér að benda á þetta - þetta endurreisnarplan er svo háskalegt að það getur orðið enn ein hrollvekjan, alveg að óþörfu.

Kv.

Ólafur Eiríksson, 29.6.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Er það ekki málið Ólafur að verið er að gefa erlendum bönkum sem töpuðu miklu fé á viðskiptum við Íslendinga tækifæri til að endurheimta það til baka með því að taka stöðu gegn Íslensku krónunni þegar hún verður sett á flot?

Beðið er með að setja krónuna á flot þar til öll lánin eru komin í hús. Þegar það er komið þá verður krónan sett á flot og þessi gjaldeyrissjóður sem við eigum úti í USA hann verður tæmdur á einum degi. Þannig gildra var sett upp fyrir Argentínumenn hér á sínum tíma. AGS leyfði erlendum bönkum að tæma gjaldeyrisforða upp á 10 milljarða dollara sem AGS hafði lánað Argentínu á einum degi.

Það eru allar líkur á því að sami leikur verði leikinn hér. Það skýrir þá líka það sem ég ekki skil af hverju þarf að hækka gjaldeyrisvarasjóðinn úr 7 milljörðum í 700 milljarða og geyma hann USA þannig að Íslensk stjórnvöld geti ekki komist í peningana nema gegnum þennan samstarfsaðila AGS.

Ef þessi gjaldeyrissjóður tæmist eða það gengur verulega á hann þá lendir það á þjóðinni að endurgreiða það fé.

En erum við ekki jafn óvarin með þessa krónu okkar og áður þó við séum með sjóð upp á 4,5 milljarða dollara. Þetta eru smáaurar í öllu alþjóðlegu samhengi nema fyrir okkur. Taki sterkir aðilar stöðu gegn krónunni þá munum við aldrei ráða við að verja hana á komandi árum. Fyrst Danir lentu í erfiðleikum með að verja sína krónu fyrir nokkrum mánuðum hvaða möguleika eigum við?

Það eru því allar líkur á að við endum með þennan gjaldeyrisvarasjóð tómann og þjóðin situr uppi með skuldina.

Er það ekki eina leiðin að taka hér einhliða upp evru aða dollar? Að vera með krónuna hér áfram, er það ekki ávísun á að þessi gjaldeyrisvarasjóður muni tæmast?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 12:19

6 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Friðrik.

Ég hef skilið málið þannig að einhliða upptaka annars gjaldmiðils losi okkur ekki úr þeim vanda sem við erum í varðandi þessar upphæðir erlendra aðila sem hér liggja inni í hagkerfinu. Og í raun engar kerfislægar breytingar heldur.  Þær verður að borga út og gæta jafnræðis. Þennan gjaldeyri eigum við ekki og verðum að taka hann að láni - eða að láta eigendur þessara peninga skiptast á gjaldeyri við okkar útflytjendur á frjálsum markaði (án inngripa seðlabankans). Sem getur þýtt áfram eitthvað lækkandi gengi. Jafnvel hraustlegt gengisfall. Eftir að jafnvægi næst á ný gæti einhliða upptaka annars gjaldmiðils komið til greina, en ég held að ef við látum af ósiðum varðandi stjórnun krónunnar þá geti hún sem best plummað sig áfram.

Frá bæjardyrum IMF horfir málið þannig að íslendingar eru að missa hagkerfið á hliðina vegna verð- og gengistryggðra lána. Og við virðumst alls ekki ljá máls á því að breyta þessu og því á sjóðurinn ekki valkosti - genginu verður að ná upp aftur og verðbólgu verður að halda niðri. Þetta er skýrt tekið fram í áætlunum sjóðsins og kemur fram í máli fulltrúa hans.  Ég held að hér liggi aðal vandinn.

Akkúrat hvaðan þrýstingur um afnám gjaldeyrishaftanna kemur, skal ég ekki segja. Það eru náttúrulega ákvæði í EES samningum um frjálst flæði fjármagns, en þar eru líka undanþáguákvæði við neyðaraðstæður. Sýnist að þrýstingurinn um þetta sé frá viðskiptalífinu hér - eða trúarsetningar IMF!? Hvort heldur er þá er dæmið frá Argentínu ekki uppörvandi, ekki heldur yfirlýsingar fulltrúa IMF hér, og ekki heldur sagan sem er að gerast í t.d Lettlandi.

Kv.

Kv.

Ólafur Eiríksson, 29.6.2009 kl. 13:28

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Góð grein hjá þér og athyglisverðar pælingar. Mér sýnist að salan á hluta af Hitaveitu Suðurnesja sé  fyrsta dæmið um það sem koma skal. Allt þetta samráð milli þjóðanna sem eru að lána okkur, IMF, aðgerðir breta, stöðutökur banka og lífeyrissjóða með og á móti krónunni ofl. því tengt vekur upp margar spurningar um tilganginn og lokaniðurstöðuna.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.6.2009 kl. 16:04

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Krónan hefur verið á floti síðan 2001 og því er viðmiðið sem þú gefur þér 7Gkr. fyrir þann tíma ekki samanburðarhæft. Ekki ætla ég að leggja dóm á þessa upphæð 700Gkr. En hún miðast örugglega við að hægt verði að setja krónuna á flot aftur án þess að hægt sé að gera áhlaup á hana. Það þýðir þá fræðilega, að ef alla krónur í einkaumsjón leita út á að vera hægt að skipta þeim í dollara. Því þarf ekki bara að miða forðann við krónueign útlendinga heldur líka íslendinga og ísenskra lögaðila. Þörfin fyrir gjaldeyrisforðan endurspeglar þannig ekki bara skuldir heldur lík eignir.

Guðmundur Jónsson, 29.6.2009 kl. 19:47

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mjög góður pistill! Vextir er skattar. Ríkisjóður ætti að gera grein fyrir langtíma fjárlagaramma eins og tíðkast í EU. Gera einhverja firru út í loftið eins og manni birtist í fjölmiðlum eru vinnubrögð sem brennimerkja þá sem þannig vinna. 

Júlíus Björnsson, 29.6.2009 kl. 22:57

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður eru áhyggjur þínar réttmætar Friðrik. Það er verið að ganga endanlega frá efnahag landsins með þessum lántökum. Ef nota á þetta fjármagn til að halda uppi gengi Krónunnar, þá má reikna með að það tapist allt. Seðlabankinn var ekki lengi að glutra niður 350 milljörðum Króna í miðju bankahruninu og ég spái því að sú saga endurtaki sig.

Ef ekki er ætlunin að nota þessa 700 milljarða í gjaldeyri, þá erum við samt að greiða mismuna-vexti upp á 24,5 milljarða (ekki 17,5). Þetta er skilyrt því, að við fáum 2,0% innlánsvexti í USA, sem ekki er öruggt til frambúðar. Á sama tíma eru stýrivextir í Bretlandi 0,5%. Getur verið að AGS tali um þessi lán sem aðstoð ? Nær væri að tala um rán. Hvaða atvinnugrein getur staðið undir 5.0% raunvöxtum + vaxta-álagi ? Það væru þá heldst spilavíti, en um þau má ekki ræða á þessu skinheilaga landi.

Það sorglega er að við eigum kost á að koma upp sterkum gjaldmiðli sem kostar nær ekkert. Hagfræðingarnir 32 lugu því að Myntráð kostaði 124 milljarða Króna í erlendum gjaldmiðli. Ef allar Krónur í umferð eru keyptar inn í kerfi Myntráðsins kostar það 30 milljarða Króna. Hins vegar er þetta ekki nauðsynlegt, því að hægt er að láta alla sem vilja fá gjaldmiðil Myntráðsins kaupa sig inn og þá kostar startið og reksturinn nær ekkert.

Umræðan um Krónubréfin er enn ein blekkingin. Með sterkum nýjum gjaldmiðli er hægt að láta Krónuna sökkva og Krónubréfin verða að engu. Vandamálið er að ráðamenn vilja ekki lausnir þótt þeir tali fjálglega um að þeir sé tilbúnir að hlusta á tillögur. Svo er sagt að engar tillögur berist þótt þótt þær séu fjölmargar. Allt er þetta lyga-mylla, en spurningin er hvar standa ráðamenn ? Eru þeir bara að verja eigin stöðu, eða eru þeir á valdi spilltra ráðgjafa ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.6.2009 kl. 23:11

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Afar fróðlegt. Nöturlegt ef rétt er en margt bendir til þess að svo sé og verði. Munum við láta það viðgangast að auðlindir okkar, rafmagnið, heitavatnið, vatnið og fiskurinn verið frá okkur tekið? Munum við sætta okkur við að orkufyrirtækin verið seld til erlendra aðila? Fyrirtæki sem við höfum byggt upp í áratugi og litið á sem okkar ævarandi eign?

Arinbjörn Kúld, 30.6.2009 kl. 01:52

12 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þú spyrð í þessari góðu grein Friðrik: "Eða eru þetta ráð frá einhverjum sem vilja að ríkissjóður skuldsetji sig gríðarlega?"

Já, er svarið - og vaknið nú elsku landar mínir, því vá er mikil fyrir dyrum. Ábyrgðin á framtíðinni er okkar; oft var þörf en nú er nauðsyn - VAKNIÐ!

Þór Ludwig Stiefel TORA, 30.6.2009 kl. 09:58

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Við þurfum orðið stóran gjaldeyrissforða ef krónan á að fljóta, vegna þess að eignir og skuldir íslendinga innanlands og utan hafa vaxið fáránlega mikið undanfara áratugi en ekki vegna þess að ljótir kallar hjá IMF vilja ræna okkur. Spurnigin er því eiginlega, er það kannski ekki þess virði að setja krónuna aftur á flot að svo stöddu máli.

Ég held ekki og ég tel að við ættum að keyra á gjaldeyrishöftum áfram í það minnsta uns um hægist á heimsmarkaði og öruggur viðsnúnigur verður.

En stærð gjaldeyrisforðans er lúxus vandamál.

Guðmundur Jónsson, 30.6.2009 kl. 10:07

14 Smámynd: Hippastelpa

Ég er flestu sammála í þessari grein en velti óneitanlega fyrir mér hvort það sé bara ekki of seint að fara að vakna sem þjóð. Ég hef það á tilfinningunni að það sé búið að skorða okkur í gildruna og við eigum engrar undankomu auðið. Skuldbindinar okkar samkvæmt Icesave eru einn fjórði af þeim skuldum sem við þurfum að komast í gegnum á næstu árum. Ef við höfnum Icesave dregur AGS sig í hlé, þá getum við ekki staðið við neinar af okkar skuldbindingum og orkuveitan farin á hausinn ásamt öllu öðru hér. Ég þekki engann sem er raunverulega tilbúinn í þá leið. Við skulum líka ekki gleyma því að það er AGS sem ræður ferðinni hérna núna. Stjórnmálamennirnir okkar eru bara í vinnu við að ákveða hvar skal skera niður. Þetta er mín myrka sýn. Það er nú þegar búið að taka okkur niður!

Hippastelpa, 30.6.2009 kl. 10:23

15 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Hippastelpa, það má vel vera að "Ef við höfnum Icesave dregur AGS sig í hlé, þá getum við ekki staðið við neinar af okkar skuldbindingum og orkuveitan farin á hausinn ásamt öllu öðru hér." Spurningin er þá: Hvernig verður landslagið á Íslandi ef að við samþykkjum Icesave. Þú segist engan þekkja sem raunverulega sé tilbúin að fara þá leið - Gleður mig að kynnast þér.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 30.6.2009 kl. 10:47

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þótt öll lagaleg og siðferðileg rök hnígi í þá átt að við eigum ekki að greiða Icesave-reikningana, er hugsanlegt að við verðum neydd til þess. Við skulum samt hafa ljóst fyrir okkur, að það verða ekki útlendingar sem neyða okkur. Það verða Íslendskir einstaklingar, vegna hugleysis eða eigin hagsmuna.

Hvort sem við munum greiða eða ekki greiða er öllu mikilvægara að Alþingi hafni samþykkt samnings-draganna sem fyrir liggja. Bæði getum við fengið miklu betri kjör og eins er mikilvægt að við höldum á rétti okkar eins og uppréttir menn, en ekki eins og barðir hundar. Í Hollandi er meðferðin á Íslendingum nefnd "bitch slapped around" (Ensk þýðing). Sættum við okkur við þessa meðferð ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.6.2009 kl. 11:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband