Að veðsetja þjóð sína fyrir þúsund milljarða

Það er "hughreystandi" að vita til þess að þeir menn sem gömbluðu með þjóð sína og veðsettu fyrir þúsund milljarða á tveim árum skuli ekki vera búnir að geyma þessum "snúningi" sem þeir tóku á þjóðinni og hugur þeirra hvarfli öðru hverju að því máli þar sem þeir dvelja í útlandinu og eru að undirbúa næstu strandhögg hér heima.

Þeim verður örugglega tekið fagnandi og sjálfsagt víða heilsað að sjómannasið þegar þeir koma hingað til lands að kynna ný fjárfestingaverkefni sem þeir vilja fara í gang með hér heima.

Sjá jafnframt eftirfarandi grein:

Kærum þá sem veðsettu þjóðina fyrir Icesave reikningunum fyrir landráð.


mbl.is Hugsar daglega um Icesave-klúðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eru það ekki stjórnmálamenn sem veðsetja þjóðir? 

Væri allavega ekki rétt að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort gamblararnir höfðu umboðið áður en skrifað er undir af þeim sem eru í forsvari fyrir þjóðinni?

Magnús Sigurðsson, 23.6.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: Liberal

Björgólfur veðsetti ekki þjóðina, hann veðsetti það fyrirtæki sem hann átti.

Hún ætlar að vera lífseig, sú lygasaga sem pólitíkusarnir hafa komið á kreik, að það hafi verið einhverjir aðrir en þeir sjálfir sem komu þjóðinni á kaldan klaka.

Samfylkingin, ein og óstudd, hefur róið að því öllum árum síðan í október að koma ábyrgðinni yfir á þjóðina til að styggja ekki ESB þjóðirnar.  Bugta sig og beygja til að þóknast gömlum nýlenduþjóðum sem spila með okkur.  Það er ekki til einn einasti stjórnmálamaður með bakbein sem stendur upp fyrir rétti Íslands.

Þú trúir þessu eins og nýju neti, að það hafi verið Landsbankinn sem veðsetti þjóðina.  Staðreyndin er önnur og en ef þú kýst að trúa því að stjórnmálamenn séu almennt vel gefnir og saklausir, þá þú um það.  Þá áttu skilið þá stjórn sem nú situr. 

Liberal, 23.6.2009 kl. 13:26

3 identicon

Mikið er ég sammála þér Liberal

sibbinn (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:45

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður drengurinn hann Björgólfur, ljósálfurinn eini og sanni.

Arinbjörn Kúld, 23.6.2009 kl. 13:59

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ábyrgðina á því að Landsbankinn safnaði yfir þúsund milljörðum á tveim árum í Hollandi og Bretlandi með tilheyrandi veðsetningu þjóðarinnar liggur fyrst og fremst hjá

  1. Landsbankanum
  2. Fjármálaeftirlitinu
  3. Seðlabankanum
  4. Þeim sem sátu í ríkisstjórn og samþykktu með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi þessa veðsetningu. 

Að halda því fram að Landsbankinn og aðaleigendur og kjölfestufjárfestar hans beri enga ábyrgð á því að bankinn fór að safna innlánum í Evrópu inn á þessa Icesave reikninga og þar með þessari veðsetningu þjóðarinnar er vægast sagt út í hött.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Sammála  - ábyrgðin á því að einstaklingar gátu vaðið hér uppi og sett allt í rúst er á höndum þeirra sem settu reglurnar og lögin og fóru með eftirlitsskylduna. Einstaklingar fara eins langt (og stundum lengra) og þeim er unnt. Þess vegna setjum við lög og reglur og höfum eftirlitskerfi sem tryggja á að farið sé að lögum.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 23.6.2009 kl. 15:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband