Miðvikudagur, 17. júní 2009
Nýja sjálfstæðisbaráttan hafin á 17. júní á Álftanesi.
Það fer vel á því að sjálfstæðisbaráttan hin nýja sem kallað var eftir í hátíðarræðu á Austurvelli í dag hefjist á Álftanesi, í sömu sveit og Forsetaembættið hefur sinn embættisbústað.
Uppreisn íbúðareigandans sem lagði hús sitt í rúst í stað þess að afhenda það bankanum gefur tónninn um það sem koma skal.
Mín spá er sú að búsáhaldabyltingin sé bara upphafið að því sem koma skal. Uppreisn almennings gegn siðblindum bankamönnum, gegnumrotnu embættismannakerfi og svikulum stjórnmálamönnum er rétt að hefjast. Stjórnmálamönnum sem hafa lofað að vernda heimilin og fyrirtækin í landinu en hafa ekki dug, döngun, kraft eða þá áræðni sem þarf til að standa við neitt af því sem þeir lofuðu.
Í því ástandi sem er að skapast þá hefur þjóðin enga þolinmæði gagnvart lýðskrumurum sem standa ekki við það sem þeir lofa fyrir kosningar og svíkja lit í öllum sínum helstu baráttumálum.
Ég spái því að samþykki Alþingi Icesave samningin og siðblindum fjárglæframönnum verður leyft að halda áfram að stjórna bönkum landsins þá munu margir fleiri bílar brenna og mörg hús fara á sama veg og þetta hér á Álftanesi.
Bankinn fékk ekki lyklana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Athugasemdir
A las Barricadas!
Kritján Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:22
Íslensk stjórnvöld gáfu óreiðamönnum (brennuvörgum) bankanna (bensínið) og þessir aðilar skilja eftir sig brunnarústir & sviðna jörð, bæði "hérlendis & erlendis........" Íslenski þrælinn er bara að sýna í verki að það geta fleiri kveikt í en "bankar & óreiðumenn" - það eru nefnilega TAKMÖRK hversu ILLA er hægt að fara með íslenska sauðinn! Okkur er fyrir LÖNGU misboðið - hingað og alls ekki lengra - VIÐ mótmælum öll því OFBELDI sem "bankar & gagnlaus ríkisstjórn ávalt beita okkur....." Við erum reið, í raun rosalega REIÐ & leið á skilningsleysi ykkar í okkar garð. Bankarnir sem "blekktu, sviku & nöruðu fólk út í fáranlegar fjárfestingar" eiga auðvitað ekki að komast upp með að axla enga ábyrgð á gjörum sínum!
EF íslenskir alþingismenn væru að hugsa um HAG almennings í landinu þá hefðum við séð lausnir sem virkuðu, en ekkert slíkt hefur sést og það sem vera er mun ekki sjást á meðan þessi auma ríkisstjórn situr. En þeir hafa svo sannarlega sýnt í verki að skjaldborg þeirra fór strax utan um bankanna og íslenski sauðurinn var enn & aftur algjör afgangsstærð í þeirra hugum. Svo eru þeir alltaf jafn HISSA á svona hlutum og hvetja okkur til að standa SAMAN og fara í gegnum þetta saman. Okkar stjórnmálafólk lifir í einhverjum blekkingarheim og ég líki ávalt þessari ríkisstjórn við "STRÚTINN" stingur endarlaust hausnum ofan í sandinn og vonar að þetta REDDIST nú einhvern veginn.....
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 17.6.2009 kl. 21:35
Heill og sæll Friðrik.
Eitt skulu menn hafa í huga reiði fólks er að magnast og nú mun þetta fara á verri veg. Ég var að funda með hópi manna í morgun, þar kom fram að hjá þessu fólki að þjóðin mun hugsanlega gera uppreisn ekki seinna enn í haust, það vera ekki 200 - 300 mans heldur þúsundir manna sem munu taka málin í sínar hendur. Taktu eftir sem ég segi, reiði manna er svo mikill ég held að alþingismenn geri sér ekki í hugalund hvernig ástandið er. Nóg er búið að ljúga að fólkinu.
Þess vegna undrast ég ekki hvernig þessi veslings maður bregst við sínum vanda. Þetta sýnir hvernig ástandið er að fara, og rétt að byrja.
Þjóðin er hætt að treysta neinum, spilling er í algleymingi enginn er tekin eða hlekkjaður við kúlu á meðan hann er rannsakaður til hlítar. Þetta er orðið bananna lýðveldi þess vegna óttast ég það versta.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 17.6.2009 kl. 22:17
Sæll Jóhann og gaman að heyra aftur í þér á þessum vettvangi.
Ég er sammála þér, ég held að ríkisstjórnin fái sína hundrað daga og ef það kemur ekkert frá þeim nema orðin tóm eins og hingað til þá muni næst vetur verða það "róstusamur" að það mun engin ríkisstjórn lifa það af.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.6.2009 kl. 23:14
Alveg sammála en því miður er ég hræddur um að næsta haust verði þetta orðið of seint,ef þessi auma landráða ríkisstjórn verður búin að gangast undir BRUSSEL verkið og ICE-SLAVE þá er of seint að mótmæla.Ef það á að taka á hlutunum þá þarf það að gerast ekki seinna en í gær en ekki í haust.....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 18.6.2009 kl. 07:14
Heill og sæll Friðrik.
Ég óttast að þjóðin taki völdin og krefjist að allir spillingarforkólfar verði bornir burtu af þjóðinni sjálfri, fólk er búið að fá nóg af þessu samtryggingar rugli.
Friðrik tek undir með þér þetta mun hugsanlega ske fyrr enn menn halda vegna gífurlegar reiði fólks.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 18.6.2009 kl. 12:32