Siðblindir bankamenn og gegnumrotið embættismannakerfi?

04062009027Er það virkilega svo að á þessum fimm árum þegar bankakerfið okkar var allt í einkaeign þá hafi eigendur bankana valið til trúnaðarstarfa fyrir sig í æðstu stöður í bönkunum siðblinda menn? Menn sem svifust einskis, virtu hvorki lög né siðareglur og gerðu allt til þess að skara eld að eigin köku og þjóna hagsmunum eigenda sinna?

Er það virkilega svo að auðmenn Íslands og þessir siðblindu starfsmenn þeirra hafi farið hér um allt og keypt sér velvild embættis- og stjórnmálamanna með gjöfum og greiðum, laxveiðiferðum og lánum, utanlandsferðum og vildarkjörum? Sitjum við hér Íslendingar uppi með spilltustu stjórnsýslu í Evrópu?

Er það virkilega svo að við Íslendingar sitjum í dag uppi með bæði ónýtt bankakerfi og ónýtt stjórnkerfi?

Verður Ísland byggt upp á ný fyrr en búið er að moka þennan flór?

Mynd: Á Mýrunum.

 


mbl.is Fékk 70 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Undanfari 1262 sáttmálans virðist vera að endurtaka sig!  Norðmenn eru búnir að bíða lengi eftir þessu.  Innst inn trúðu þeir aldrei að Íslendinga gætu klára sig einir á þessari eyju.  Þeir virðast nú vera að fá staðfestingu á þessu.  Kaldhæðni örlaganna er auðvita að á sama tíma stendur Noregur einna best af öllum ríkjum heims.     

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.6.2009 kl. 08:54

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er ekki bara svo heldur kom einn höfundur þessarar spillingar Halldór Ásgrímsson fram í sjónvarpi í gær og sagði að það hefði ekki verið rangt að einkavæða bankanna. Þeir hefðu bara verið of fífldjarfir sem stýrðu bönkunum. Og hverjir stýrðu bönkunum? Valdaklíkur úr framsókn og vildarvinir Sjálfstæðismanna sem gerðu Landsbankann að fæðukeðju ungra upprennandi Sjálfstæðisprinsa. Svarið við fyrstu spurningunni er JÁ! Svo er spurning hvort flórinn verði mokaður eða bara velt við í nokkur skipti.

Ævar Rafn Kjartansson, 16.6.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: ThoR-E

Efnahagskerfið var lagt í rúst vegna græðgi x margra einstaklinga.

Þetta þurfum við og komandi kynslóðir að borga upp.

Þessir sömu einstaklingar búa enn í dag í höllum sínum og keyra um á lúxusbifreiðum. Þeir sinna viðskiptum sínum bæði hér heima og erlendis eins og ekkert hafi í skorist.

Þetta gera þeir í boði stjórnvalda sem gera ekkert nema að hækka skatta og gjöld.

Eva Joly var ráðin til að sýna að "eitthvað væri að gera" í þessum svikamálum.. en enginn vilji virðist vera til þess að sækja þessa glæpamenn til saka ... (Eva hefur meira að segja hótað að hætta vegna aðgerðaleysis stjórnvalda) ... enda hafa þessir menn styrkt stjórnmálaflokkana um tugmilljónir sem og einstaka frambjóðendur undanfarin ár.

Það er ekki skrítið að við höfum orðið að athlægi um allan heim og landið ("ríkasta land í heimi fyrir nokkrum mánuðum") getur ekki einusinni fengið lán nema með hjálp alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nema jú Færeyjar komu okkur til hjálpar.

Ég veit ekki hvað hægt er að segja við þessu ... nokkrir menn lögðu hér allt í rúst og skildu eftir sig sviðna jörð ... og eru síðan fluttir úr landi og lyfa í vellystingum ... 

Er þetta í lagi ???

ThoR-E, 16.6.2009 kl. 14:27

4 Smámynd: ThoR-E

lifa í vellystingum átti þetta að vera.

ThoR-E, 16.6.2009 kl. 14:29

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já við vangaveltum þínum.

Arinbjörn Kúld, 16.6.2009 kl. 23:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband