Þriðjudagur, 2. júní 2009
Á að hleypa bönkunum á stað aftur án þess að lögin um þá séu hert?
Ég skora á stjórnvöld, nú Þegar verið er að setja bankana aftur á flot, að setja á bankana, starfsmenn þeirra og eigendur lög í líkingu við það sem víða er að finna annarstaðar.
Í lögum margra landa er að finna eftirfarandi lagaákvæði.
- Bönkum er bannað að eiga í fyrirtækjum á samkeppnismarkaði.
- Einstaklingar og fyrirtæki sem eiga meira en 1% til 2% í banka er bannað að eiga í öðrum fyrirtækum á samkeppnismarkaði.
- Bankar sem eru fyrirtæki með ríkisábyrgð í formi þess að Seðlabankinn er lánveitandi þeirra til þrautavara er bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Ef hagnaður er meiri á að minnka vaxtamun eða þjónustugjöld. Þannig er komið í veg fyrir að bankar féfletti almenning og fyrirtæki.
- Starfsmönnum banka sem gegna stjórnunarstöðum er bannað að eiga hlutabréf í fyrirtækum.
Óbreytt lagaumhverfi þar sem bönkunum er heimilt að vera sjálfir að gambla í kaupum á hótelum, byggingalóðum, fyrirtækjum og fasteignum er í raun fáránlegt.
Eins að stjórnendum bankana skuli vera heimilt að eiga fyrirtæki eða vera hluthafar í fyrirtækum sem eru í viðskiptum hjá þeim sjálfum. Að staðan skuli hafa verið þannig undanfarin ár og vera enn þannig að stjórnendur bankana hafi verið í aðstöðu til að útvega eigin fyrirtækjum eða fyrirtækjum sem þeir eiga hlut í fyrirgreiðslu og lán er fáránlegt.
Verst er þó að stórum eigendum bankana skuli vera leyft að eiga í öðrum fyrirtækum. Við sjáum hvernig það endaði. Kaupþing lánaði fyrirtækum eigenda sinna 500 milljarða. Svipaða sögu er að segja með alla hina bankana. Þetta hefur verið kallað af sumum að "ræna bankana innanfrá".
Ekki bara er núverandi ástand ávísun á sukk, spillingu og ógætilega meðhöndlun fjár heldur eru allar líkur á að núverandi ástand hindri samkeppni. Það hlýtur að vera tilhneiging hjá bönkunum, starfsmönnum og eigendum þeirra að veita ekki bara eigin fyrirtækum "sérstaka" fyrirgreiðslu úr heldur einnig setja steina í götu samkeppnisaðilanna.
Setjum ströng en réttlát lög á bankana.
Komum í veg fyrir aðra helreið í boði bankana, starfsmanna þeirra og eigenda.
Viðræður að hefjast um uppgjör bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Athugasemdir
ja þú ert aldeilis bjartsýnn ef þú hefur búist við breytingum með sama fólkið við völd og samdi núverandi lagaumhverfi...
zappa (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 16:35
Sammála þér og að auki vil ég fá mín hlutabréf í hinum nýju bönkum sem ég eignaðist með yfirtöku ríkisins á þeim gömlu og annað sel ég þau á opnum markaði eða fæ árlega hógværar arðgreiðslur. Takk fyrir það.
Arinbjörn Kúld, 3.6.2009 kl. 00:16