Laugardagur, 9. maí 2009
Búið að ljúga endalaust að þjóðinni.
Það er búið að ljúga svo mikið að þjóðinni á síðustu misserum að þessar lygar norðanmanna er kærkomin áminning til okkar að trúa ekki öllu því sem fjölmiðlar bera á borð.
Fyrir ári síðan fór þáverandi forsætisráherra ásamt föruneyti, seðlabankamönnum og útrásarvíkingum um alla heimsbyggðina til að fullvissa fjármálaheiminn í Evrópu og Bandaríkjunum að íslenska bankakerfið væri traust og gott. Allir þessir menn vissu þá að íslensku bankarnir stefndu beint í gjaldþrot.
Í byrjun september í fyrra fullyrðir forsætisráðherra að ríkissjóður Íslands sé skuldlaus. Ekkert minntist hann á að þjóðin var í ábyrgðum fyrir 1.000 milljörðum vegna Icesave og 600 milljörðum vegna Jöklabréfanna.
Í seinni hluta september í fyrra var forsætisráðherra spurðir að því undir miðnætti hvað væri í gangi og af hverju allir helstu forvígismenn Íslensku bankana streymu til hans í stjórnarráðið. Hann svaraði því eitthvað á þá leið að ekkert væri að gerast, hann ynni oft fram eftir á kvöldin. Hálfum mánuði seinna var allt Íslenska bankakerfið hrunið.
Þannig hefur hver lygaþvælan rekið aðra af hálfu stjórnvalda. Annað hvort er logið að okkur eða ekkert sagt og borið við bankaleynd.
Þegar vorgalsinn grípur menn í sauðburðinum á björtum vorkvöldum fyrir norðan og þeir í gáska sínum ljúga að fjölmiðlum eins og forystumenn þjóðarinnar hafa gert í allan vetur þá ætlar allt um koll að keyra.
Ef lögreglan í landinu vill gera eitthvað varðandi rangar upplýsingar sem komið er til fjölmiðla þá á lögreglan að byrja einhvers staðar annar staðar en á Oddfellow reglunni á Akureyri.
Ísbjörninn blekking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Facebook
Athugasemdir
“Sannleikurinn mun gera yður frjáls” er sagt einhvers staðar
Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 21:36
Góð áminning hjá þér.
Kolla (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:41
Gæti ekki verið meira sammála þér.
(IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 13:54
Var það ekki líka í kringum september sl. sem spillingar-Þorgerður neitaði opinberlega að bankarnir væru í nokkurrri hættu? Og kvaddi niður orð hagfræðiprofessorsins Roberts Wade sem bull og óábyrga vitleysu. Og allt kom það nú samt fram, er það ekki?
EE elle
. (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 16:05