Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kúgar stjórnvöld.

Þetta er hræðileg staða sem við eru í, að vera upp á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, AGS, komin. Þessi sjóður er hér í þeim eina tilgangi að tryggja stöðu eigenda sinna sem eru Seðlabankar Evrópu og Bandaríkjanna. Þessir Seðlabankar eru að tapa óhemju fé á gjaldþroti íslensku bankana. Gjaldþrot Kaupþings er þriðja stærsta gjaldþrot í heimi. Gjaldþrot Glitnis það fimmta stærsta.

113_1388Að kalla AGS hingað og fá þeim yfirstjórn efnahagsmála og setja síðan útlending yfir Seðlabankann er einhver mestu mistök sem gerð hafa verið. Enda erum við að horfa upp á samfélagið ekki brotlenda heldur hrynja. Samdráttur í verslun og þjónustu er frá 50% til 95%.

Eini tilgangur AGS hér á landi er að sjá til þess að Seðlabanki Íslands greiði fulla vexti af sínum lánum og AGS mun sjá til þess að Seðlabanki Íslands greiði að fullu upp öll sín lán og ríkissjóður standi að fullu við allar sínar skuldbindingar. Af þessum lánum er þjóðin í daga að greiða okurvexti miðað við vaxtakjör á erlendum mörkuðum. AGS er að öðru leiti nákvæmlega sama um hvað annað gerist á Íslandi.

Við sjáum hvernig AGS vinnur, komið er fram í maí og greiðslan sem þeir ætluðu að koma með í febrúar hefur ekki borist enn. Hún hefur ekki borist því AGS er ekki sátt við það sem íslensk stjórnvöld eru að gera eða réttara sagt er ekki gera. AGS er að kúga stjórnvöld til hlýðni.

Sendum þessa fulltrúa Seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna til síns heima og tökum stjórn efnahagsmála í okkar eigin hendur. Við vitum þá í það minnsta að þær ákvarðanir sem verið er að taka, þær eru teknar með hagsmuni Íslensku þjóðarinnar í huga, ekki eins og er í dag þar sem hagsmunir erlendra lánadrottna eru látnir ráða. 

 

Mynd: Í Kerlingafjöllum.

 

 


mbl.is Þumalskrúfur og vinarklær AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg sammála þér

Georg O. Well (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Flott mynd Friðrik. Ætlum við að verða AGS þrælar um ókomna framtíð eða hvað. Svo er eins og það komi okkur almúganum ekkert við hvernig AGS starfar hér á landi, hvaða skilyrði voru sett fyrir láni sjóðsins o.fl. o.fl.

Get ekki verið meira sammála þér í þínum lokaorðum. Við erum í djúpum hvort eða er. Gerum þetta sjálf!

Guðmundur St Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 21:42

3 identicon

aAlgjörlega sammála! Þetta er eg búin að segja frá þvi ákveðið var að fá AGS lán.. lýst ekkert á þetta... vil bara skila þessu láni sem við erum ekkert að fá né nota og i staðinn gera þetta okkar leið! ekki leið AGS. Its my way or the high way! ;)

Hekla (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:13

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Værum við ekki betur staddir án AGS og taka lífeyrissjóðina bara inn í Seðlabankann til ávöxtunar í staðinn?

Árni Gunnarsson, 7.5.2009 kl. 00:01

5 identicon

Hagsmunir þjóðarinnar eru greinilega á svipuðu stigi gagnvart AGS og skuldsettustu heimilin á Íslandi eru gagnvart ríkisstjórn landsins.  Þeir "fátæku" eru blóðmjólkaðir af þeim "efnuðu".

Samkvæmt viðtali við hagfræðing hjá HR þurfa ekki nema ca. 10 % af skuldsettustu heimilunum að hætta að borga lánin svo allt bankakerfið hrynji aftur, þannig að allt virðist vera í höndum "fátækra".   

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 09:49

6 Smámynd: corvus corax

Skora á alla, eða a.m.k. 10% af skuldsettustu heimilinum að hætta að borga lánin sín. Kerfið þarf að hrynja til grunna, jafnast við jörðu svo hægt sé að byrja upp á nýtt.

corvus corax, 7.5.2009 kl. 10:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband