Áframhaldandi okurvextir í boðið AGS

Með AGS við stjórnvölinn og með Norðmanninn í Seðlabankanum þá er engin von til þess að vextir fari undir 12%-14% á næstu misserum.

113_1360Með þessu vaxtaokri fær Seðlabankinn fé til að borga vexti til erlendra lánadrottna bankans. Hvernig annars ætti Seðlabankinn af fá fé til að greiða vexti? Nota til þess skatttekjur ríkissjóðs?

Nei, fyrr leggur AGS og Norsarinn samfélagið í rúst en láta verða greiðslufall á greiðslu vaxta til erlendra lánadrottna, enda er AGS hér fyrst og fremst í þeim tilgangi að tryggja hagsmuni eigenda sinna sem eru Seðlabankarnir í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessum Seðlabönkum skuldar íslenska bankakerfið óhemju fé. Tap erlendra banka sem eru nú að tapa á gjaldþroti íslensku bankanna lendir með einum eða öðrum hætti á Seðlbönkum Evrópu og Bandaríkjanna.

Fulltrúi þeirra, AGS, fer með yfirstjórn allra fjármála á Íslandi. Ef stýrirvextir verða lækkaðir á Íslandi þá mun Seðlabanki Íslands ekki geta staðið í skilum við greiðslu á vöxtum til erlendra lánadrottna sinna. 

Afleiðingar þessa vaxtaokurs eru skelfilegar fyrir land og þjóð.

 

Mynd: Lind í Bjarnalækjabotnum.

 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt gott og blessað nema að myndin er úr Bjarnalækjabotnum á Gnúpverjaafrétti, en þar er að finna eitt albesta vatn í allri hinni kunnugu veröld.

Axel Árnason (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Rétt, ég leiðrétti það.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.5.2009 kl. 11:54

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sennilega einhverjir hæðstu raunvextir 15,5 % sem við höfum kynnst,þar sem verðbólga er nú um þessar mundir sáralítil.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.5.2009 kl. 16:51

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Svona er að vera í klóm handrukkara, vextirnir eru alltaf "sky high"

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.5.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Alveg rétt við erum í fjötrum  AGS, alla vega er ekkert að gerast þessa dagana. VG og S hafa nægan tíma og ekkert liggur á.

Skúli Sigurðsson, 2.5.2009 kl. 20:26

6 identicon

"Í fjötrum AGS" og "í klóm handrukkara" finnst mér lýsa þessu vel. 

EE elle

. (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 23:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband