Er Svínainflúensan þegar komin til Íslands?

Í flugvélum Icelandair eru ekki bakteríu- og veirudrepandi loftsíur í loftræstikerfinu. Það þýðir að ef einn veikur einstaklingur var í flugstöðinni í Orlando áðan þegar Icelandair vélin fór í loftið þá eru allar líkur á að a.m.k, ein veira hafi borist inn í Icelandair flugvélina með einhverjum farþeganum. Ef ein Svínaflensuveira berst inn í flugvélina þá mun hún margfaldast á þeim 6 tímum sem flugið tekur. Í því lokaða loftræstikerfi sem er í þessum flugvélum þá er alltaf verið að endurnota sama loftið. Með öðrum orðum allir í flugvélinni smitast því í loftræstikerfi flugvéla Icelandair eru engar síur og filterar sem drepa bakteríur og veirur. Það kostar jú að hafa slíkan búnað.

IMG_1428 (2)Þess vegna er það talið að það séu lággjaldaflugfélögin og flugfélög eins og Icelandair sem eru þessa stundina að dreifa þessari flensu um allan heim. Engin sýni eru heldur tekin í vélunum til að rannsaka hvort vélarnar séu sýktar.

Ef sýktir farþegar koma frá USA og skipta um vél áður en haldið er áfram til Evrópu þá skilja þeir flugstöðina í Keflavík eftir smitaða. Eins væri flugvélin smituð og hún mun smita alla þá sem inn í hana koma. Engar kerfisbundnar rannsóknir eru í gangi hér á landi til að rannsaka þennan möguleika.

Smitið hefur þegar borist frá Mexikó til Kanada og Spánar á síðustu 5 til 10 dögum. Allar líkur eru á að Svínainfúensan sé þegar komin til Íslands með þeim flugvélum sem hér fara um.

 


mbl.is Búist við að helmingur þjóðarinnar gæti sýkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Svínaflensan hefur engan áhuga á því að koma til Íslands meðan svona er ástatt.  Þetta er vissulega áhyggjuefni en sjalgæfara er að banvænar pestir taki sér bólfestu hérlendis þær eru algengari í heitum löndum þótt þær hafi vissulega náð bólfestu hér fyrir tíma flugsamgangnana. Nú er bara að vona hið besta.

Offari, 27.4.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður punktur.

Við eru illa stödd verið þetta að alheimsfaraldri. Ég var að heyra að matarbyrgðir í landinu hafa sjaldan ef aldrei verið minni vegna gjaldeyrishaftanna. þær duga í 2 til 3 vikur.

Munum það að Spænska veikin barst til landsins með sýktu skipi sem lá hér í Reykjavíkurhöfn og var í sóttkví. Það var síðan einn af þessu "besservisserum" sem samt sem áður fór út í skipið og bar með sér veikina í land. Afleiðingar voru skelfilegar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 21:05

3 identicon

Ertu alveg viss um að það séu ekki komnar bakteríusíur í flugvélar Icelandair? Hef heyrt að nýlega hafi allar innréttingar verið endurnýjaðar í þeim svo þeir hljóta nú að hafa skellt einhverjum filterum þangað án þess að ég viti eitthvað um það, bara svona ágiskun.

Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Björn Jónsson

Mér sýnist að rúmlega 50% Íslendinga séu sýktir af vírus sem jafnvel er álíka hættulegur, þe RAUÐA vírusnum..

Björn Jónsson, 27.4.2009 kl. 23:11

5 Smámynd: Ruth

Ég las að það væri ekki komið bóluefni við veirunni og skil ekki afhverju sóttvarnarlæknir talar ekki um það ?

Ruth, 27.4.2009 kl. 23:59

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það er bara hægt að loka Íslandi, ekki satt, og taka upp skriflegt stjórnmálasamband við Norður-Kóreu, eina landið sem reynst hefur okkur vel.

Er sía á þessu bloggi? Nú verður mér óglatt, er með hita. GRrffrdsszzzzzzz dunk... .. ... _________________________

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.4.2009 kl. 06:27

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Samsærið! Við deyjum! GAVÖÐ!

Þessar síur sem þú vilt hafa svo barnalega trú á hafa ekkert að gera með útbreiðslu sjúkdómsins, sama hversu mikið við viljum sannfæra okkur um það þá er einfaldlega ekki hægt að setja neinn þunga á það. Vegna þess að þótt þær væru til, kemur alltaf nýtt loft inní vélina, og þegar veiran fer af stað hefur einhver sía sem sér um út og inngöngu súrefnis í vélina ekkert með það að segja.

Það er loftræsting í öllum flugvélum, meira að segja hjá fátækra flugfélagi á við Icelandair. Þannig það er voðalega lítið um "endurnýtt loft." Það segir sig bara sjálft.

Ef sýktur maður gengur uppí flugvél, þá er hann enn sýktur á meðan hann er í flugvélinni, og líka þegar hann kemur út... Og þarna er komin ástæðan fyrir smit á milli manna.

Þannig þú sérð... sían hafði bara engin áhrif! Omigosh! 

Og hvað bóluefnið varðar. Það eru til svo margir strengir af inflúensu (og já, þetta er inflúensu faraldur, það er amk einn á hverju ári), að það er ekki hægt að hafa til reiðu bóluefni fyrir hverjum og einum sem gengur. Vegna þess að þegar einn er búinn að ganga, gengur hann ekki aftur.

Svo annað mál, það verður líka að hafa í huga að fjölmiðlar eiga það til að blása svona alveg upp úr öllu valdi. Einu dauðsföllin sem hafa orðið eru í Mexíkó. Hvergi annarsstaðar. Fólk er annaðhvort á batavegi eða hefur náð sér að fullu. Þessi 157 dauðsföll sem hafa orðið.. 20 staðfest. Og það sem maður hefur lesið og getur bara hreinlega gert sér hugarlund um með almennri skynsemi að þetta fólk hefur líklegast ekki fengið þá læknishjálp sem það þurfti á að halda.

Meira segja í Bretlandi hefur fólk verið sent heim með flensulyf!

Auðvitað er þetta alvarlegt mál ef þetta verður að heimsfaraldri. En þetta er ekki næstum því eins alvarlegt og fjölmiðlar láta uppi. Það fólk sem hefur sýkst og fengið þá aðstoð sem það þurfti, allir hressir. 

Þannig nú skulum við anda rólega, sleppa öllum samsæriskenningum um bakteríu og veirudrepandi síur í flugvélum sem gera ekki rass, landlæknisembættið og yfirvofandi hungursneyð á Íslandi, og lesa Andrés Önd.

Relaxed and groovy people! \o/

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 28.4.2009 kl. 11:05

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Ingibjörg

Ég er nú bara byggingakall og ekki sérfræðingur á þessu sviði. Hins vegar veit ég að slíkar síur eru settar og hafðar í loftræstikerfum sjúkrahúsa víða um heim til þess að forðast að smit berist um allt sjúkrahúsið með loftræstikerfi hússins.

Öll loftræstikerfi endurnota 60% til 95% af loftinu og blása því aftur um allt hús. Ef engar slíkar síur eru þá virkar loftræstikerfið eins og dreifikerfi fyrir smitsjúkdóma. Mér skilst að mjög góð sóttvörn sé í þessum síum en þær eru dýrar og þarf að endurnýja reglulega.

Eins þá er það þannig að mörg flugfélög setja slíkar síður í loftræstikerfi véla sinna. Lággjaldaflugfélögin spara sér þennan kostnað.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 11:23

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Já, svona síur eru notaðar í loftræstikerfum á sjúkrahúsum, og loftræstikerfum sem tengjast mörgum íbúðum og herbergjum í einu.

Til þess að koma í veg fyrir smit herbergja á milli.

En svaraðu mér þessu. Hvern ert þú hræddur um að smita fyrir utan flugvélina í 10.000 feta hæð? Fólkið sem er inní vélinni er ekkert betur varið þótt sía sé í loftræstikerfinu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 28.4.2009 kl. 11:34

10 identicon

Friðrik, Auðvitað er svona notað í loftræstikerfum sjúkrahúsa. En hvaða gagn helduru að þetta geri inni í flugvél sem er ekki með skiptum rýmum, sía í loftræstingu eður ei, hvern andskotann á hún að gera ef maðurinn sem situr í sætinu fyrir aftan þig er sýktur?

Ingibjörg, prófaðu svona 33.000 fet frekar en 10.000.  

Þorsteinn Guðnason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:58

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Friðrik,

Vil ekki vera að gera lítið úr óróa fólks, því veirufaraldur er vissulega kominn á gjalddaga, það hefur sóttlæknirinn sagt oft á mörgum sinnum.

Í blöðunum hér í Bresku Kolumbíu  var forsíðufyrirsögn í fyrradag um hjón sem voru nýkomin frá Mexicó, hún ófrísk og með öll flensueinkenni og hann fann fyrir einhverjum ónotum líka.  Hún var sannfærð um að svínaflensan herjaði á hana og umsvifalaust var hún talin með þeim 6 sem "höfðu smitast" í Kanada.  Í morgun var þessi frétt snarlega dregin til baka.  Flensan var ekkert skyld svínum.

Tek undir að þessar aðgerðir á Keflavíkurflugvelli hljóma skringilega.  Það var einn rottuskratti sem bar spænsku veikina til landsins 1918, en nú eru allir á ferð og flugi, menn og mýs.

Punkturinn ef það meikar einhvern sense, er sá að allir haldi ró sinni, og máli ekki skrattann á vegginn of fljótt.

Um að gera að bústa ónæmiskerfið, með lýsi og næringu, því það er það eina sem getur barist á móti þessari óveiru.

Góðar stundir.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.4.2009 kl. 03:12

12 identicon

Sæl Friðrik.  Öll höfum við okkar skoðanir á þessari vægast sagt undarlega flensuafbrigði sem lítur helst út fyrir að hafa verið ræktað á rannsóknastofu. Ekki  nenni ég að eyða miklu úðri í þá umræðu, mig langar bara að vita hvar myndin sem fylgir færslunni er tekin.

Kv. Torfi

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:47

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Torfi

Þessi mynd er tekin við Snjóölduvatn í Veiðivötnum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 23:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband