Að bera fé á stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.

Ljóst er að sá siður hefur tíðkast hér á síðustu árum og hugsanlega áratugum að fyrirtæki hafa verið að kaupa sér velvild stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna með því að leggja þeim til gríðarlegt fé í prófkjörum og kosningum.

Það að bera fé á stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka í þeim tilgangi að kaupa sér velvild er kallað á Íslandi að "styrkja" stjórnmálaflokka.

Þegar þessar upphæðir eru farnar að hlaupa á milljónum og milljónatugum þá er orðið "styrkir" yfir þessi fjárframlög farið að hljóma mjög einkennilega.

Nauðsynlegt er að siðbót fari fram í íslenskum stjórnmálum og íslenskri stjórnsýslu. Sjá t.d. þessar tillögur hér.

 


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Er eðlilegt að við séum að fara kjósa okkur fulltrúa á löggjafarþingið á laugardaginn kemur og þessi mál öll í einum graut. Það er beinlínis verið að traðka á lýðræðinu.

Guðmundur St Ragnarsson, 22.4.2009 kl. 00:06

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hljómurinn er holur, --afar holur, þegar kemur að gagnrýni á stórveldin, sem dæla peningunum í valda.

Svo er verið að gera því skóna, að við ættum að treysta Bretum til að ,,hjálpa" okkur inn í ESB.

Sér er nú hver hjálparstofnunin.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.4.2009 kl. 14:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband