Laugardagur, 18. apríl 2009
Hættulegasta sport á Íslandi?
Jæja, þá er það en eitt útkallið í Esjuna. Það eru alltaf að eiga sér stað óhöpp í Esjunni, misalvarleg auðvita. Með reglulegu millibili berast fregnir af útköllum þar sem björgunarsveitir eða þyrlan er kölluð út vegna slysa sem átt hafa sér stað í Esjuhlíðum. 1979 fórust tveir menn ungir menn í snjóflóði vestan við Þverfellshorn. Fyrir tveim árum lentu þrír menn í flekaflóði á svipuðum slóðum en sluppu allir lítið meiddir.
Á göngu minni upp á Esjuna á síðustu árum þá hef ég hitt fjölda manna sem hafa runnið, dottið eða lent í smá snjóskriðum í fjallinu. Sumir brotnað, aðrir sloppið með mar og skrámur.
Sé horft til þess mikla fjölda sem gengur Esjuna í viku hverri alla daga ársins þá er ekki að undra þá einhverjir misstígi sig eða detti illa. Allavega er ekki er hægt að kenna gönguleiðinni um. Vel gerður stígur teygir sig upp hlíðina og er verið að bæta hann á hverju ári. Þar eru erlendir námsmenn að verki.
Nú er að fara í hönd vinsælasti tíminn í fjallinu. Gönguhóparnir sem eru að koma sér í form fyrir ferðir sumarsins eru byrjaðir að mæta og allir hinir auðvita. Um helgar fram á haust þá mun fjallið iða af fólki. Oft er nær samfelld röð af fólki upp fjallið. Það er maður við mann frá sjó og upp á Þverfellshorn. Á sunnudögum hittir maður meira af fólki í fjallinu en á Laugaveginum.
Meiddist á Esjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tja fyrir nokkrum árum gekk hrina slysa yfir hestamenn og lömuðust margir eða létust, engum datt í hug að nefna hestaíþróttina hættulega hvað þá hættulegusta sport landsins (sem hún er vissulega). Hinsvegar virðast menn alltaf líta á þá sem fólk sem stundar útivist sem eitthvað snarklikkað fólk sem fer á fjöll í þeim eina tilgangi að fleygja sér fram af næsta kletti og því er allt voðalega hættulegt sem snertir það sport. Sem er náttúrulega bull.
Fjallamennska er flottasta íþróttin, aðrar íþróttir eru bara djók.
Gunnar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 21:35
LOL...auðvitað er það klikkun að príla upp fjöll og kletta og alls konar hæðir og hóla, þegar hættuminna er að rölta í rólegheitum í Hljómskálagarðinum.....en útivistin er okkur í blóð borin og sumir eru ævintýragjarnari en aðrir.
TARA, 19.4.2009 kl. 18:20