Gjaldeyrishöftin ekki til að auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi.

IMG_1237Lögin sem sett voru til að herða gjaldeyrishöftin eru ekki beint til að auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Sömuleiðis er þessi mikli fjöldi lagabreytinga sem samþykktur hefur verið síðustu daga ekki beint fallin til þess að auðvelda mönnum að átta sig á hvert verður lagaumhverfi fyrirtækjanna í landinu þegar þessum breytingum öllum er lokið.

Ástæður þessara hertu gjaldeyrishafta eru sagðar þær að kominn var tvöfaldur markaður með íslenskar krónur. Seðlabankinn var með sitt opinbera gengi en erlendis er verið að selja krónuna á miklu lægra verði. Með því að setja hertari reglur um meðferð gjaldeyris er verið að reyna að koma í veg fyrir þetta tvöfalda gengi á íslensku krónunni.

Þessi gjaldeyrishöft eru mjög tvíeggja vopn. Íslensku krónurnar sem vilja verða að evrum munu finna sér nýjan farveg. Þegar það gerist ætla menn þá að herða enn á reglunum?

Það verður að finna aðra lausn en þessa að setja slík höft á meðferð gjaldeyris inn og út úr landinu. Það verður að leysa þetta vandamál með krónubréfin. Er ekki betra að láta krónuna taka dýfu í hálft ár eða svo meðan verið er að koma þessum fjármunum úr landi heldur en að vera hér með gjaldeyrishöft næstu árin?

Ef eitthvað fælir erlenda frjárfesta frá landinu þá eru það gjaldeyrishöft eins og þessi.

 


mbl.is Langir vinnudagar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Krónan féll um tæpt 1% í dag, með öll sín höft, verðtryggingu og vexti.  Krónan er að verða einhverskonar Frankenstein dæmi, en lík verða ekki upphituð að neinu gangi nema í skáldsögum!

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.4.2009 kl. 18:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband