Föstudagur, 13. mars 2009
Sjálfstæðismenn, veljum nýtt fólk til forystustarfa. Gefum fyrrverandi ráðherrum frí.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ná árangri í komandi kosningum þá þurfum við stuðningsmenn flokksins að gera tvennt:
- Gefa öllum fyrrverandi ráðherrunum frí í þessu prófkjöri.
- Skipta um sem flesta í tveim efstu sætunum í öllum kjördæmum.
Nú horfir þjóðin til okkar stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og spyr hvernig við ætlum, eftir 18 ára stjórnarsetu, að axla okkar ábyrgð á þessu mesta efnahagshruni sem nokkur þjóð í Evrópu hefur mátt þola frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.
Ég skora á félaga mína í Sjálfstæðisflokknum sem ætla að kjósa í prófkjörinu nú um helgina að sýna þjóðinni að við stuðningsmennirnir ætlum að axla okkar ábyrgð með því að kalla núverandi trúnaðarmenn okkar til ábyrgðar.
Það gerum við með því að kalla nýtt fólk til forystustarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Leyfum sem flestum af núverandi þingmönnum okkar að fóta sig utan Alþingis á vinnumarkaðnum eins og hann er í dag. Leyfum þeim að finna á eigin skinni hvaða afleiðingar aðgerðir þeirra og aðgerðarleysi hafa haft.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 871
- Frá upphafi: 365426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 769
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
ert ekki að grínast...... ætlar einhver að kjósa sjálfstæðisflokkinn?
árni aðals (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 01:18
Ég vil skora á sjálfstæðismenn sem enn hafa einhverja sjón á hvar samfélagið stendur að gefa sínum flokki frí þetta kjörtímabil, þar sem hann hefur enga hugmynd um hvert skal stefna í framtíðinni og ætti lag Einars áttavillta að vera kosningalag flokksins þetta árið. Flokkurinn á stæstan þátt í því hvar við stöndum í dag með 18 ára foristu og brást við áfallinu eins og rolla sem neitar að hreyfa sig út af sveitavegi.
Málið snýst ekki um að hafa nýja, unga eða ferska einstaklinga í framboði. Það snýst um að hafa einstaklinga sem hafa KJARK til að taka ákörðun,hugrekki og ekki síst reynslu til að fylgja þeim eftir.
Erlendur Pálsson, 13.3.2009 kl. 09:02
Takk fyrir þessi varnaðarorð. held þó að alger endurnýjun væri of mikið.
Eigum marga (sennilega flesta) reynslumikla og heiðarlega þingmenn á þingi.
Annars er merkilegt hvað Sjálfstæðismenn eru latir við að blogga.
Það virðist vera það sama og með herboð Vinstri Grænna í búsáhaldabyltingunni
bara vinstri menn sem hafa hertekið bloggsíður síðustu daga
Sigurbirna Björnsd. (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:44
Hrunið er ekki af pólitískum toga. Þetta eru ekki stjórnmál, heldur glæpamál sem þarf að taka á sem slíku.
Erlendur hér að ofan segir sjálfstæðirflokkinn ekki vita hvert skal stefna.
Ég spyr á móti; Vita VG og Samfyrlkingin hvert skal halda.
Og ef þeir flokkar vita það, því hefur það ekki komið fram, og því kom stefnan ekki fram meðan Samfylkingin var í stjórn með Sjálfstæðisflokki?
Ég styð Friðrik Hansen og eina flokkinn sem hefur stefnu í þessum málum vegna þess að gölluð stefna er betri en engin stefna eða pólitískur vingilsháttur og lýðskrum eins og höfð er frammi hjá minnnihlutastjórn VG og Samfó.
Velvakandi (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:51
Mér sýnist að Samfylkinginn einn flokka viti nákvæmlega hvert skal stefna.
Hvort að sú stefna sé rétt má deila um, en þarna er ákvörðun tekin með langtíma markmiði.
Ég er sammála þessari stefnu einfaldlega vegna þess að hún er eina leiðin sem er raunhæf fyrir íslenskt atvinnu- og fjármálalíf sem vill starfa á alþjóðlegum markaði. Að læsa okkur inni í ónýtum gjaldmiðli er fásinna.
Erlendur Pálsson, 13.3.2009 kl. 10:57
Erlendur og fl.
Samfylkingin vill fara í ES og taka upp evru!!!!
Þetta er stefna Samfylkingarinnar og basta...ekkert annað.
Hún er ráðþrota eins og fl.
Og hvað svo?
Og hvernig bjargar það heimilunum akkúrat núna snemma vors?
Og hvernig bjargar það fyritækjunum og bönkunum þetta misserið?
Og hvarnig breytir það landslaginu hvað varðar okkar verðmætustu eignir, Orkuna, fiskimiðin, landbúnaðinn?
Og hvaða áhrif hefði það á tækifærin í vonarstjörnum heimsins, Kína, Indlandi,Canada o.s.frv?
Er skynsamlegt að læsa litla þjóð inni í bandalagi þjóða sem býr við króniskt atvinnuleysi af þeirri stærðargráðu sem við búum við núna á þessum hörmungar tímum?
Svaraðu þessu Erlendur.
Öll góð ráð eru vel þegin
Velvakandi (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:17
Friðrik er þér alveg hjartanlega sammála það þarf að stokka vel upp - ég mun leggja mitt af mörkum til þess og vonast til að fleiri geri slíkt hið sama - hvað sem kosið verður svo á kjördag í apríl, bíður betri tíma bara það að Björgvin G er efstur fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi gerir hana að óhæfum kost til að styðja. Það þarf að taka til - við erum ekki einu sinni byrjuð á því, ef við sleppum því þá eru skilaboðin til frambjóðenda skýr - hagaðu þér eins og fífl komdu þér og þínum vel fyrir á okkar kostnað - það er allt í lagi, okkur er alveg sama - má það gerast?
Gísli Foster Hjartarson, 13.3.2009 kl. 11:49
Nei, Velvakandi, ég held ekki að við ættum að læsa okkur inni í E-bandalaginu. Og það er ekki pólitísk skoðun.
EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:39
Ég er algerlega sammála með að þurfi að stokka upp í efstu röðun innan sjálfstæðisflokksins. Ég er með sjálfstæðisflokki, ég er á móti hátekjuskatti, ég er með iðnaði, ég er með virkjun (okkar dýrmætasta tekjulind), ég er með hvalveiðum, ég er á móti ES og evru og ég er á móti því að kjósa sama fólk í efstu sætin.
Við þurfum nýtt blóð í efstu sætin til að halda gildum sjálfstæðisflokksins á lofti. Það eru góð og þörf gildi sem þurfa að vera áfram við lýði.
Skiptum um efstu stöður í öllum kjördæmum og kjósum sjálfstæðisflokkin áfram í vor.
Unnur Stella Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:43
Kæri Friðrik
Mér skilst að þú hafir nú þegar tekið þátt í að stofna stjórnmálaflokk, sem þú ert í forsvari fyrir. Mér er því spurn hvort þér finnist við hæfi að tala um "þingmenn okkar", "okkur sjálfstæðismenn" og yfirleitt að láta sem þú sért enn fullgildur félagi í Sjálfstæðisflokknum.
Ekki er hægt tveimur herrum að þjóna. Með því að stofna nýjan stjórnmálaflokk en ætla á sama tíma að vera virkur í þínum gamla flokki minnir þú á karlinn sem fékk sér nýja konu en tímdi ekki að skilja við þá gömlu. Hann reyndi því að halda tvö heimili með endalausum árekstrum.
Það mætti líka spyrja hvort þér fyndist við hæfi, nú þegar Karl V. Matthíasson er genginn í Frjálslynda flokkinn, að hann yrði áfram virkur í Samfylkingunni (ekki svo að skilja að okkur báðum væri líklega slétt sama). Hefði þér fundist við hæfi að Guðjón Arnar Kristinsson hefði áfram gengt ábyrgðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann gekk til liðs við þann frjálslynda?
Persónulega vildi ég helzt að þú værir áfram virkur sjálfstæðismaður, en mér lízt ekki á að nokkur geti verið heill í starfi í tveimur stjórnmálaflokkum.
Með beztu kveðju, vinsemd og virðingu, og ósk um góða helgi
Emil
Emil Örn Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 13:48
Hafið þið spáð í, að til að mynda Landsbankinn var seldur á 12 milljarða. Eða 11. Gefum okkur að hinir bankarnir hafi farið á svipað. Þá var söluhagnaður ríkisins 30-40 milljarðar. Núna 5-6 árum síðar skuldum við yfir tvöþúsund milljarða. Sem þýðir hvað ? Að einkavæðing bankanna, sem sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur stóðu fyrir, hefur kostað þjóðina u.þ.b............
1 milljarð á dag frá einkavæðingu ! Þúsund milljónir á hverjum degi. Að einkavæða bankana með þeim hætti sem gert var, var því vægt til orða tekið pólitískt stórslys.
Við getum ekki leyft þessum flokkum að koma nálægt stjórnun landsins. Þeir hafa sýnt - á þann hátt sem við aldrei gleymum - að þeim er ekki treystandi fyrir stjórn efnahagsmála.
Anna Einarsdóttir, 13.3.2009 kl. 18:25
Þakka ábendinguna Emil.
Það er rétt ég tók þátt í því að stofna Norræna Íhaldsflokkinn, sjá hér. Vegna þess stutta tíma sem leið frá stofnun flokksins og þar til boðað var til kosninga auk þess sem einungis voru gefnir 83 dagar til undirbúnings fyrir kosningarnar þá var ekki nokkur leið fyrir nýjan flokk að bjóða fram.
Ef Norræni Íhaldsflokkurinn væri í framboði þá hefði ég sagt mig úr Sjálfstæðisflokknum. Hann er hins vegar ekki í framboði og því verðum við félagarnir í honum að vinna og starfa í því pólitíska umhverfi sem hér er og það gerir hver á sínum forsendum, hvar sem hann finnur sig best.
Í þessu sambandi er rétt að minna eftirfarandi:
Ekki er við hæfi að þjóna tveim herrum segir þú. Ég lít ekki á Sjálfstæðisflokkinn sem einhvern herra sem á að þjóna. Fyrir mér eru stjórnmálaflokkar félög. Þeir eru samtök einstaklinga sem velja að vinna saman að sameiginlegum markmiðum um uppbyggingu og rekstur samfélagsins eftir hugmyndafræði sem þeir aðhyllast. Þannig getur stjórnmálaflokkur í mínum huga aldrei orðið herra einhvers en ég skil hvað þú meinar.
Þú tekur dæmi af Karli Matthíassyni sem gengur úr Samfylkingunni yfir í Frjálslynda flokkinn. að taka það dæmi skil ég ekki því þarna er um að ræða tvo flokka sem eru báðir í framboði.
Eðlilegri samlíking er með Ómar Ragnarsson, formann Íslandshreyfingarinnar. Íslandshreyfingin ætlar ekki að bjóða fram. Ómar velur Samfylkinguna sem sinn vettvang til að hafa áhrif og reyna að vinna sínum pólitísku skoðunum fylgi innan þess félags og út í samfélagið.
Ég sé ekkert að því að vera meðlimur í hinum ýmsu félögum og klúbbum, pólitískum og ópólitískum, félögum sem ekki bjóða fram til Alþingis og vera jafnframt flokksbundinn í einum af fjórflokkunum og taka þátt í starfinu þar.
Ég er sammála þér í því að það gengur ekki að vera í tveim flokkum sem báðir eru í framboði til Alþingis.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.3.2009 kl. 19:31
Velvakandi!
Villtu segja mér hvert þjóðin á að stefna í peningamálum á næstu þremur árum, telur þú að norska krónan sé lausnin Dollarinn, Evran eða eigum við að treysta á íslensku krónuna í framtíðinni? Hvert á þjóðin að stefna í viðskiptum við aðrar þjóðir Ameríku Evrópu Færeyjar eða mestalagi Vesmannaeyjar? Hvernig á hagkerfið að vera eftir 3 ár lokað íslenskt þjóðlegt hagkerfi eða alþjóðlegt hagkerfi?
Ég legg til að þú ásamt hægri og vinstrimönnum svari þessu, þetta eru svör sem stjórnendur verða að geta svarað við að stjórna landinu út úr klúðri hægri manna.
Erlendur Pálsson, 13.3.2009 kl. 20:34
Endurnýjun er nauðsynleg en mér finnst hún verða að vera hæfileg ásamt reyndari mönnum.
Ekki get ég verið sammála um að gefa öllum fyrrverandi ráðherrum frí, ekki voru þeir allir inni í málum þegar hlutirnir gerðust frekar en þingmennirnir okkar sem lásu sömu fréttir og við í blöðunum.
Ég mun styðja Guðlaug Þór í 1. sætið. Hann stóð sig frábærlega vel sem heilbrigðisráðherra og sýndi það að hann er maður sem þorir að taka erfiðar ákvarðanir og standa við þær. Einnig, enginn þingmaðurinn sem ég veit um er í jafngóðum tengslum við félögin/grasrótina í flokknum og hann er. Virkilega duglegur.
Hann er á engan hátt brunnin gagnvart efnahagshruninu á annan hátt en að hafa verið í sömu ríkisstjórn, en það eitt og sér útilokar hann ekki.
Carl Jóhann Granz, 13.3.2009 kl. 20:38
Heyr, Carl Jóhann. Má ég benda á greinarstúf á mínu eigin vefriti þessu til áréttingar.
Emil Örn Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 20:40
Erlendur!
Ég kann ekki svörin.
Kant þú þau?
Við erum með fólk í því, Alþingismenn.
En enginn þeirra svarar, og síðastir forista Samfó
En reyndu að svara mínum spurningum, Erlendur.
Velvakandi (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:08
Velvakandi
Samfylkingin er búin að svara þessu
Það á að stefna á Evruna með inngöngu í ESB og í því ferli á að taka á vandamálum peningastefnunar og hagkerfisins eins og krafist er af ESB á afar skýran og aðgengilegan hátt.
Við eigum að treysta á krónuna þangað til að Evran tekur við.
Viðskipti við aðrar þjóðir fara fram innan Evrópusambandsins og á að vera alþjóðlegt
Ef þetta eru ekki skýr svör þá........
Erlendur Pálsson, 15.3.2009 kl. 11:34