Föstudagur, 6. mars 2009
Eigendurnir "rændu" bankana og skuldsettu komandi kynslóðir um ókomin ár.
Þessar upplýsingar sem Morgunblaðið er að bera hér á borð staðfesta það sem marga hefur grunað frá því í bankahruninu í október. Eigendur bankana tæmdu þá innanfrá. Þessir eigendur og þeir starfsmenn bankana sem aðstoðuðu við þessi lán / millifærslur, þeir skilja þjóð sína eftir í botnausum skuldum sem þjóðin mun verða áratugum saman að vinna sig út úr. Það mun þurfa fleiri en eina kynslóð Íslendinga til að vinna sig út úr þessum skuldum.
Á síðustu árum hefur Íslenska þjóðin verið veðsettsett fyrir eftirfarandi:- Banki í einkaeign, Landsbankinn, safnar á tveim árum yfir 1.000 milljörðum í útlöndum inn á innlánsreikninga sem Seðlabanki Íslands ábyrgist og þjóðin er ábekkingur. Hundruð milljarða munu falla á Íslensku þjóðina vegna þessa.
- Útgefendur Jöklabréfa koma með hundruð milljarða inn í landið og setja í ríkisskuldabréf og inn á innlánsreikninga sem ríkið ábyrgist og þjóðin er ábekkingur. Bankarnir töpuðu öllu þessu fé. Hundruð milljarða eru nú að falla á Íslensku þjóðina vegna þessara Jöklabréfa þegar útlendingarnir kalla nú eftir sínu fé, fé sem var geymt í ríkisskuldabréfum eða á reikningum sem voru með ábyrgð ríkisins.
- Fiskveiðiauðlindina er búið að skuldsetja fyrir 500 - 900 milljarða. Árlegar vaxtagreiðslur eru 70 milljarðar. Aflaverðmæti upp úr sjó 2007 voru 136 milljarðar. Þessi auðlind er sameign þjóðarinnar og þjóðin er því í raun ábekkingur á þessum skuldum. Ef útgerðin og bankarnir fara í þrot en erlendir lánadrottnar eru með veð í veiðiheymildunum, þá verður þjóðin að yfirtaka og borga þær skuldir vilji hún nýta auðlindina.
Það er ótrúlegt að einakaðilum skuli hafa tekist að veðsetja þjóðina með þessum hætti.
Þeir menn sem þetta gerðu og þeir sem þetta heimiluðu eru ekki beint að reynast þjóð sinni vel. Þeir menn sem leyfðu sér að "gambla" með þjóð sína með þessum hætti eru ekkert annað en landráðamenn.
Þeir sem þetta gerðu hljóta að verða látnir axla ábyrgð.
Morgunblaðið fær Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fyrir að upplýsa þjóðina um þetta mál.
Myndin hér fyrir ofan er af ref uppi í Veiðivötnum með dauðan álftarunga.
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.3.2009 kl. 15:36 | Facebook
Athugasemdir
Sæll,
Ég skrifaði myndarlegt komment þar sem ég benti á röksemdavillur í þessu bloggi en nú er það horfið aftur og aliber.blog.is bannaður. Hefuru á móti skoðanaskiptum, eða er sannleikurinn ekki þér hliðhollur?
bestu kveðjur,
Aliber
Aliber (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 23:50
Hvað kemur til að Morgunblaðið er að upplýsa þetta mál? Allt í einu er Mogginn kominn með einhverja pappíra í hendurnar sem tengjast bankahruninu ... Er Davíð að leysa frá skjóðunni núna eftir að hann er hættur í Seðlabankanum? Hvar voru þessar upplýsingar sem Mogginn ætlar að uppýsa á morgun. Mér finnst þetta allt mjög furðulegt, þó ekki sé meira sagt. Og ég get ekki lýst því hvað ég er reið inní mér út af þessu djö. bankahruni sem nokkrir græðkisaular eru valdir af. Það er fólk hér úti í þjóðfélaginu sem er búið að missa allt, og fólk sem er að missa allt sitt núna þessa stundina, út af þessum mönnum.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:01
Ég sé hér komment nr. 1 að þú hefur eytt kommenti sem þér hefur ekki líkað, mikið óskapæega er þetta eitthvað bæði 2007 og hægri. Ég hef verið bannaður á kommentakerfi bæði Gísla Frey og Hirti Guðmund vegna þess að ég skrifaði um heiðarleika og að verja spillingu. Ég ætla vona að þú þolir gagnrýni, bæði þú sjálfur og að flokkurinn þinn sé gagnrýndur, eða er hann kannski svo sekur að hann þolir það ekki? Eftir allt sem þú segir hérna, þá getur þú samt hugsað þér að kjósa flokkinn sem bjó til umhverfið sem gerði þessum mönnum kleyft að gera það sem þeir gerðu. Ég verð bara að spyrja fólk sem ekki vill hegna þeim flokki sem varð þess valdandi með stefnu sinni að þjóðin er skuldsett mannsaldra fram í tíman, hvort ekki sé allt í lagi með fólk. Við Íslendingar erum þá bara fávitar ef við ætlum að greiða götu flokksins sem setti þjóðna á hausinn. Spyrðu aldrei sjálfan þig út af hverju þú kýst það sem þú kýst? Er það út af mömmu og pabba, er það út af einhverjum hagsmunum, eða er það út af því að frændi þinn eða frænka er í frambóði, eða hvers vegna í ósköpunum getur fólk fengið sig til að leggjast svona lágt, ég get ekki annað sagt. Svo skaltu muna, að þessir menn sem fóru svona með bankana og þar með þjóðina, þeir voru handvaldir af flokknum sem þú virðist elska meira en landið þitt!
Valsól (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 12:34
Sæll Valsól
Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og hvernig "mínir menn" stóðu að verki þá hafið ég frumkvæði að því að stofna Norræna Íhaldsflokkinn í desember síðastliðnum. Þú getur skoðað heimasíðu hans hér.
Þessar óvæntu kosningar voru boðaðar með þessum stutta fyrirvara er því miður að valda því að okkur tekst ekki að bjóða fram til Alþingis nú. Með öðrum orðum ég er lant því frá sáttur við Sjálfstæðisflokkinn og hans gerðir undanfarin ár. Ég hefði viljað sjá annan valkost á hægri væng Íslenskra sjórnmála og er að gera allt hvað ég get til að slíkur valkostur geti orðið að veruleika.
Hvað varðar athugasemd hans Aliber þá voru þær það þanngi að ef þær áttu að standa þá varð að svara þeim og ég hreinlega nennti ekki að ræða þessi mál á þeim grundvelli sem þau svör kröfðust.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.3.2009 kl. 13:07
Sjálfsagt er þetta bara orðalagið hjá þér, kæri Friðrik. En svik og pretti fékk ég staðfesta af einum aðal gæjanum ca. 1992! Af öðrum stórum player ca 2004. Svona málengi telja. Ég hef aldrei treyst neinum af þessum útrásarköllum né þessum sjálftöku-bankastjórum á launum sem þeir gætu aldrei verið að vinna sér fyrir. Menn sem taka sér 5-10 milljónir á mánuði eru ekki að vinna í þágu fyrirtækis síns, svo mikið er víst. Það kemur mér því Spánskt fyrir sjónir að menn hafi misst traustið eftir sjálft hrunið. Traustið átti ekki að vera fyrir hendi fyrir þann tímapunkt.
Kannski er stóra lexían í þessu öllu að menn verði að vinna sér inn traust til að eiga það skilið.
Ólafur Þórðarson, 7.3.2009 kl. 13:12
Ég hef verið eins og fleiri að sinna öðru síðustu tíu árin, verið á kafi í byggingariðnaðinum og trúað og treyst "mínum mönnum" fyrir að stýra og stjórna landinu. Í heilt ár fyrir hrun horfði ég síðan upp á þessa menn láta samfélagið fljóta að feigðarósi án þess að þeir gripu til neinna aðgerða til að afstýra því.
Ég er ekki par sáttur.
Ég vil að eigendur bankana og stjórnendur þeirra verði látnir ber ábyrgð á þeim skuldum sem ég nefni hér fyrir ofan og eru að falla á þjóðina. Skuldum sem eru til komnar vegna þeirra aðferða sem þeir notuðu til að ná sér í rekstrarfé. Að gera þjóðina ábyrga á þeim fjármálagjörningum er ófyrirgefanlegt.
Ég vil að þeir stjórnmálamenn og embættismenn sem horfðu upp á þetta gerast án þess að að gera neitt til að verja hagsmuni okkar almennings, þá vil ég líka kalla til ábyrgðar.
Annað, þegar ég banna bloggurum að skrifa á bloggið hjá mér þá er það tímabundið í nokkra daga eða vikur.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.3.2009 kl. 14:55
Það er glæpur að hylma yfir glæp. Þeir sem hafa þagað yfir vitneskju sinni um þessi mál, bera mikla sök og það ber að draga þá fyrir dóm með þessum glæpalýð. Þar má nefna stjórnmálamenn almennt, sem og ráðherra fyrrum ríkisstjórnar. Það er alveg ljóst að furðulegar yfirlýsingar ráðamanna á þessum tíma um að ekki skildi leita sökudólga í þessu máli, báru merki þess að ýmsir stjórnmálamenn hafi ekki haft hreinan skjöld í þessu máli. Og má af viðbrögðum þeirra ætla að í raun hafi þeir óttast að eitthvað kæmi upp á yfirborðið sem bendlaði hin pólitísku öfl þessa lands við fjármálaspillinguna.
Nú Davíð Oddson hefur komist upp með að tala eins og véfrétt um starfshætti fjárglæframannanna. Hann lætur að því liggja að hann viti um margt af þeirra plotti og þá þá glæpi sem þarna voru framdir, hann ætli bara ekki að segja frá fyrr en honum þóknist sjálfum. Í heilbrygðu réttarríki væri búið að kalla karlinn í yfirheyrslu og þaðan færi hann ekki fyrr en hann hefði leyst frá skjóðunni.
Það er svo spurning hvort fyrrum yfirmaður Fjármálaeftirlitsins og svo forstjóri Kauphallarinnar hafi verið svo arfa vitlausir að vita ekki hvað var í gangi á þessum markaði síðastliðin ár, eða bara ákveðið; vegna hagsmuna, að líta í hina áttina? Það á að kalla þessa menn í þriðju gráðu yfirheyrslu, því það má með ólíkindum teljast ef þeir hafi ekki haft einhverja vissu um á hvaða óheillabraut þessi fyrirtæki og bankar voru.
Einnig ber að kalla til yfirheyrslu alla millistjórnendur bankanna, sem störfuðu leynt og ljóst með yfirboðurum sínum við arðránið. Þeir geta ekki látið sem þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera í vinnunni.
Eitthvað er svo rotið í starfsumhverfi endurskoðendafyrirtækjanna. Þar fór fram hvítþvottur með allskonar bókhalds klækjum, sniðnum að þörfum hvers og eins fyrirtækis.
Er ég var ungur drengur, þá voru til svokallaðar fýlusprengjur. Þær þóttu hin mesta óáran vegna þeirrar ólyktar sem frá þeim kom. Galsafullir piltar tóku upp á því að sprengja þær í yfirfullum strætisvögnum um leið og þeir hlupu svo sjálfir út úr vagninum og horfðu á dyrnar lokast. Svo horfðu þeir á eftir vagninum og hlógu yfir skelfingarsvip farþeganna vegna fílunnar sem þeir voru innilokaðir í. Á þessum tíma komust þessir ungu menn einnig upp á lag með að nota lítil púðurskot, sem eru notuð í startbyssur, og sprengdu þau oft í mannmergð þannig að fólk hafði ama af. Allt var þetta gert til að hrella fólk og hafa gaman af á kostnað annarra. Er þetta hafði gengið á í nokkurn tíma, þá fékk samfélagið nóg og lögreglan fór í málið. Pörupiltarnir voru leitaðir uppi, teknir í yfirheyrslu og fengu svo netta áminningu um að gera ekki svona meir.
Í dag horfum við upp á mjög alvarlegan glæp, þar sem heilu samfélagi hefur verið skellt í ævarandi skuldafen af fjárglæframönnum og ævintýragosum í viðskiptalífinu. Þarna voru menn sem stálu öllu steini léttara innan þeirra fyrirtækja og fjármálastofnanna sem þeir störfuðu hjá. Þeir gerðu það með bókhaldklækjum og reiknikúnstum sem engin venjulegur maður skildi. Allt var þetta látið óátalið því þeir nutu blessunar og verndar stjórnmálamanna í samfélaginu sem voru ánetjaðir sömu græðginni og þeir, þ.e. lönguninni í allan heimsins auð og dýrðarljóma.
En þegar allt spillingarverkið hrundi, fóru stjórnmálamenn okkar í afneitun. Bæði forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, ásamt fyrrum leiðtogum Framsóknarflokksin, bera gríðarlega mikla ábyrgð á þeirri fjármálaspillingu sem fékk að grassera óáreitt í samfélaginu. Fyrir orð þessara frammámanna, og skósveina þeirra, var ekkert gert í málinu. Og það má gera fastlega ráð fyrir að tíminn sem fór í málþófið um það hvort við einhvern væri að sakast hafi verið notaður til þess að afmá, eða hylja með einhverju móti, spor áhrifamanna í þessu máli.
Það eru til refsilög yfir hrekkjalóma og töskuþjófa en.....hí,hí á ykkur þið auma þjóð engin lög ná yfir blekkingameistara fjármálalífsins, gott á ykkur þið skrælingjalýður sem létuð gabbast og sitjið í súpunni. Svona hefur hlakkað í þessu pakki, en vörn þeirra er að þeir hafi ekki brotið nein bankalög. Það er hinsvegar spurning hvort skaðabótalögin, sem og önnur lög, nái ekki í skottið á þessum ribbaldalýð. Það er óumdeilt að þeir hafa valdið öllu samfélaginu slíku fjárhagstjóni að það á ekki að vera spurning hvort þeir fara í fangelsi vegna afbrota sinna, heldur hvenær. Upptaka eigna þeirra á svo að fylgja í kjölfarið.
DanTh, 7.3.2009 kl. 15:23
Takk fyrir góðan pistil, DanTh
Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.3.2009 kl. 15:33
enda undrast allir í Evropu og í USA að engin skuli vera í fangelsi, eftir því sem ég hef eftir breskum professor og kaupsýslumanni ættu margir að vera komnir í fangelsi og undrast hann að það skuli kallast að vera vestræn menning á Íslandi, þetta sé líkara svörtustu Afiríku
Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:21
Já það var uppgangur í sjálftökunni.
Annars legg ég í vana minn að ekki kommenta hjá þeim sem eyða innleggjum gesta, nema þau séu einstaklega dónaleg.
Ólafur Þórðarson, 8.3.2009 kl. 02:18
Umburðarlindi Veffari, umburðarlindi er okkur kennt að það verð bæði ég og þeir sem hér blogga að reyna að temja sér.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 03:51
Ég hef verið sjálfstæðismaður allt mitt líf og er það enn. Ég styð hinsvegar ekki sjálfstæðisflokkinn. Þessi flokkur sem kennir sig við sjálfstæði hefur komið málum þannig að við megum þakka fyrir ef við höldum sjálfstæði okkar í smæstu málum. Hann hefur til dæmis hnýtt okkur gagnrýnislaust við sumar af vafasömustu ákvörðunum sem teknar hafa verið í heimsmálunum síðustu árin og manni er spurn, hvar umrætt sjálfstæði þegar allar okkar ákvarðanir í utanríkismálum eru teknar á forsendum annarra ríkja ?
Hann hefur tekið lýðræðishugsjónina og snúið út úr henni þannig að í praxís höfum við endað með kerfi sem gefur gömlu kommunistaríkjunum ekkert eftir. Ekkert gerist hér án samþykkis fámennrar flokkselítu. Þessi flokkselíta hefur tengsl við valdamikla fjármagnseigendur og gengur erinda þeirra í stað þess að líta á þjóðarhag og taka ákvarðanir sínar út frá því hvað kemur þjóðinni best. Þessi hópur hefur verið við völd of lengi, nú er komið nóg.
Ég er alveg klár á að þeir sem á sínum tíma stofnuðu sjálfstæðisflokkinn höfðu þessa stefnu ekki í huga þegar þeir, með lýðræðishugsjónina að leiðarljósi, hófu baráttu sína fyrir betra Íslandi. Það færi betur ef þeir frambjóðendur sem nú ætla að taka upp merkið færu í rækilega söguskoðun og endurhæfingu í því hvað orðið lýðræði þýðir. Sú enduhæfing þarf ekki að vera löng né ströng. Nóg væri ef þeir, hver um sig væru látnir svara spurningunni ; Þurfi ég að taka veigamikla ákvörðun, hvort læt ég ráða ?
a) Sérhagsmuni
b) Þjóðarhagsmuni
c) Mína hagsmuni
Svarinu þarf að fylgja rökstuðningur í þremur setningum, ekki fleirum, sem sýnir skilning viðkomandi á viðfangsefninu.
Þetta yrði svo límt á veggi alþingishússins, á kaffistofunni, nefndarherbergjum og salernum svo ekki sé hætta á að menn gleymi sér. Þetta er gert í grunnskólunum og virkar vel. Þetta mætti líka setja á veggspjöld uppi í Valhöll.
Hjalti Tómasson, 8.3.2009 kl. 10:39
Það sem Hjalti skrifaði að ofan kom við mann eins og jarðskjálfti. Vel lýst.
EE elle (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 13:59
"Hvað varðar athugasemd hans Aliber þá voru þær það þanngi að ef þær áttu að standa þá varð að svara þeim og ég hreinlega nennti ekki að ræða þessi mál á þeim grundvelli sem þau svör kröfðust. "
Athyglisvert. Hvað ætlar þú svo að gera ef svo vill til að þú komist inn á Alþingi og færð fyrirspurn þar sem þú hreinlega nennir ekki að svara? Einstaklega vönduð vinnubrögð að banna mönnum að tala við sig ef spurningarnar eru óþægilegar. Er það hægt á alþingi?
Leitt að heyra að tímaþröng hafi komið í veg fyrir framboð. Við fögnum öllum framboðum, því fleiri því betra í rauninni, valkostirnir eru ekki beint spennandi eins og staðan er núna.
Aliber (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:25
Mér finnst leiðinlegt að Aliber að ofan skuli ekki fá venjulegt svar. Og þó mér kannski komi það ekki við. Hann er að hafa fyrir að skrifa á bloggsíðuna þína.
EE elle (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:13