Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Fækkum sendiráðum úr 17 í 6
Ég vil breyta áherslum utanríkis- og öryggismálum. Ég vil fækka sendiráðum úr sautján í sex. Ég vil halda sex sendiráðum. Í Kaupmanahöfn, Osló, Stokkhólmi, Brussel, Peking og Kanada.
Er þetta ekki passlegt umfang? Við höldum okkar gömlu sendiráðum á hinum Norðurlöndunum, í höfuðstöðvum ESB, eitt í Asíu og eitt í Ameríku. Höfum það í Kanada í ljósi tengsla okkar við gömlu byggðir Íslendinga þar.
Hinum sendiráðunum verði lokað og allar eignir seldar. Starfsmönnum þessara sendiráða öllum sagt upp og þeim stórlega fækkað í ráðuneytinu hér heima.
Fjármunir sem við þetta fást verða til að byrja með notaðir til að milda áhrif kreppunnar á velferðarkerfið. Til lengri tíma litið verði þeir fjármunir sem annars hefðu farið í að reka þessa umfangsmiklu utanríkisþjónustu varið til þess að byggja hér upp heimavarnarlið / her þannig að við munum sjálf eftir 10 til 15 ár geta sinnt öryggisgæslu í okkar eigin efnahagslögsögu með okkar eigin flugvélum og skipum.
Sjá áherslur Norræna Íhaldsflokksins í utanríksimálum og varnarmálum.
Erlendar skuldir þjóðinni ofviða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt hættum að sýnast vera milljóna þjóð reynum að nálgast móðurjörðina okkar.
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 01:20
Meira að segja sex sendiráð er þremur of mikið. Það er nóg að vera með 3 sendiráð, Brussel, Tokyo og Washington. Restinni er hægt að loka. Það er ekki nema 3 tíma flug á allar höfuðborgir norðurlandanna, engin þörf á að hafa sendiráð þar.
gunnar (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:06
Gott innlegg en mundi halda London og Wasington en sleppa Kanada, Osló og Stokkhólmi. Nóg að hafa eitt sendiráð fyrir Norðurlöndin.
Andri Geir Arinbjarnarson, 17.2.2009 kl. 08:22
Eitt sendiráð er nóg á Norðurlöndum í Kaupmannahöfn sem er helsta miðstöð viðskipta í Skandinavíu. Sendiráðin vinna orðið margt rafrænt sem ekki var áður fyrir hendi t.d. útgáfu vegabréfa en nú til dags snúa menn sér yfirleitt beint að markaðnum þegar stofnað er til viðskipta án aðstoðar sendiráða. Ég fæ töluna 5, þ.e. eitt vestanhafs, eitt í Asíu, eitt á Norðurlöndum, eitt fyrir Bretlandseyjar og e.t.v. eitt fyrir mið Evrópu. Þjónustu fyrir önnur lönd má útfæra í gegnum sendiráðin eða með samningi við sendiráð annarra ríkja.
Sigurður K. Kolbeinsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:37
Væri ekki skynsamlegra að vera með eitt sendiráð á Norðurlöndunum og væri ekki hægt að samnýta sendiráð Norðulandanna til dæmis á meginlandi Evrópu??
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 09:39
Meðan heilbrigðisráðuneytið er komið á fullt skrið í niðurskurði og hagræðingu bólar ekkert á aðgerðum í öðrum ráðuneytum eins og t.d. utanríkisráðuneytin. Mín vegna mætti vera eitt sendiráð.
Finnur Bárðarson, 17.2.2009 kl. 09:55
Bretland er langstærsta viðskiptaland Íslendinga auk þess sem í London er stærsta miðstöð verslunar og viðskipta í Evrópu, held það væri óráð að hafa ekki sendiráð þar.
"Nauðsynleg" sendiráð:
1 London
2 Kaupmannahöfn
3 Brussel
4 Washington
(5 Kína?)
Bendi annars á hugmyndina sem rætt var um á samráðsfundi Norðurlandanna hér um daginn, að Norðurlöndin samnýti sendiráð.
Arnar H (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:45
Ekki hafa vinstri menn verið að fjölga sendiráðum. En það er vaninn að þurfa að þrífa upp eftir íhaldið. Svo ég er þér hjartanlega sammál. Fækkum sendiráðum. Ég er fyrrverandi sendiráðsstarfsmaður og held því fram og hef gert það lengi að þetta er húmbúkk“ sem á að leggja af í þeirri mynd sem þau eru. Samskiptatækni okkar er með þeim hætti að nóg er að hafa t.d. sameiginleg sendiréð með hinum Norðurlöndunum.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.2.2009 kl. 11:25
Það liggur nú þegar fyrir að það á að fækka sendiráðum. T.d. á að loka sendiráðinu í S-Afríku, man ekki hver voru fleiri þar undir.
Það hefur heldur betur komið sér vel hvað við erum í miklu samstarfi við Norðurlandaþjóðinar í gegnum tíðina, þær komu okkur til hjálpar á ögurstundu en aðrir ekki. Ég vil halda öllum sendiráðunum á Norðulöndunum (það vantaði Helsinki og Þórshöfn í þína upptalningu). Svo tel ég afar mikilvægt að halda sendiráðinu í Bandaríkjunum. Mín tillaga um 10 sendiráð: Helsinki, Þórshöfn, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Osló, London, Berlín, Brussel, Washington, Peking.
Sigfús Þ. Sigmundsson, 17.2.2009 kl. 12:38
Mín vegna mætti sendiráðum fækka um 100% en jafnframt verður að gæta þess að fækka sendiherrum um 100%. Mér finnst samt dálítið skrítið að enginn, sem "kommentað" hefur á síðasta blogg þitt, hefur minnst á klausuna um "heimavarnarlið/her" sem þú setur svo skemmtilega fram, eiginlega eins og það sé sjálfsagt að koma upp slíkum óþarfa. Ísland á að vera herlaust og eins og við eigum að hætta að láta sem milljónaþjóð í fjármálum, eigum við líka að hætta að láta eins og við séum atkvæðamikil í hernaðarmálum. Ísland úr Nató.
Kristján Elíasson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:17
Sæll Kristján
Við eigum ekki að láta eins og við séum eða verðum nokkurntíma atkvæðamikil í hernaðarmálum. Við eigum hins vegar að vera hér með lámarks viðbúnað, rétt til þess að geta sjálf sagst sinna öryggisgæslu í okkar eigin efnahagslögsögu. Við eigum sem sjálfstæð fullvalda þjóð ekki að vera upp á aðra komin með það að "patróla" okkar eigin efnahagslögsögu.
Sjá nánar um þetta "hernaðarmál" hér.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.2.2009 kl. 16:03
Fyrir meira en 40 árum, lagði ég til að "öllum" sendiráðum yrði lokað, og að þær stofnanir og allt í kringum þær, yrði lagt niður. Ég taldi þá, að sendiráð væru orðin óþörf.
Síðan þá hefur öll símaþjónusta batnað ótrúlega mikið, sími er orðinn í nánast hvers manns vasa, sem hægt er að ná sambandi við hvar sem er í heiminum, hvenær sem er, - tölfuöldin gengið í garð með skeytasendingum og öllu því sem menn þekkja í dag, - og á einum sólarhring er hægt, með flugi, að ná til flestra stærri borga í heiminum.
Sendiráð eru gjörsamlega úrelt fyrirbæri í dag. Sendiráð urðu fyrst til á seglskipaöldinni, en þá voru þau bráðnauðsynleg, enda gat það tekið, jafnvel allt upp í 3 mánuði að koma sendibréfi á leiðarenda til viðtakanda, í fjarlægu landi.
En það virðist taka hinn venjulega "stjórnmála-þurs" um hálfa öld að vakna upp af "Þyrnirósarsvefninum" sínum, - til þess að sjá hluti sem hinn venjulegi "Meðal-Jón" getur auðveldlega séð, og hefur alla tíð séð, - (-eða þannig-) !
Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:23