Fórnarlömb frjálsu netmiðlanna

bílar aNú erum við að byrja að sjá ýmis áhrif sem frjálsu metmiðlarnir eru að hafa á samfélagið okkar. Þessir frjálsu netmiðlar blómstra nú um allan heim og eru að breyta öllum fréttaflutningi. Fréttir sem áður voru ekki sagðar og hinir hefðbundnu fjölmiðlar þögðu yfir, þessar fréttir berast nú um allt á óritskoðuðu netinu. 

Forstjórinn sem fær athenta frjórtán milljón króna glæsibifreið á sama tíma og hann er í stórfelldum niðurskurði í fyrirtækinu er allt í einu orðinn miðdepill í fjölmiðlaumræðu sem aldrei hafði farið um allt samfélagið ef ekki hefði netið og bloggararnir komið til.

Þó svo fyrirtækið sendi skýr skilaboð til starfsmanna sinna að þeir starfsmenn sem tjá sig um fyrirtækið á vefsíðum sínum þeir verða reknir þá breytir það ekki þeirri staðreynd að þessir nýju netmiðlar munu auka aðhald. Stjórnendur fyrirtækja hljóta að hugsa sig tvisvar um áður en þeir framkvæma hluti sem eru líklegir til að misbjóða starfsmönnum.

 


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er rétt að kalla þessa menn ''fórnarlömb'' en í orðinu sjálfu felst að einhverju sé fórnað en fórn er athöfn sem beinist að saklausum.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Sigurbjörg

Þetta hefði komist í umræðuna, bara ekki svona fljótt

Sigurbjörg, 5.2.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég er ekkert svo viss um að þetta hefði komist inn í "umræðuna" Sigurbjörg. Hvaða fréttamiðinn fer að taka upp svona frétt og birta hana? Frétt um framkvæmdastjóra í einu stærsta bílaumboði landsins sem kaupir auglýsingar fyrir hundruð milljóna á hverju ári af fjölmiðlum landsins.

Að birta svona frétt, máttu þá ekki eiga von á því að viðkomandi fyrirtæki hættir að auglýsa í þínum fréttamiðli næstu árin? Eru menn tilbúnir að birta frétt sem þess og eiga það að hættu að missa auglýsingatekjur?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.2.2009 kl. 17:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband