Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Sinnum sjálf okkar öryggisgæslu með eigin her
Íslandi á eins og önnur ríki að koma sér upp eigin her. Íslendingar eiga að verja sama hlutfalli þjóðarframleiðslunnar til hermála og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Við eigum að stefna að því að vera í stakk búin eftir tíu til fimmtán ár að geta sjálf sinnt öryggisgæslu í okkar eigin efnahagslögsögu með skipum og flugvélum, þ.e. "patrólað" sjálf okkar eigin svæði.
Það er rétt að árétta að með her er verið að tala um heimavarnarlið og miklu öflugri Landhelgisgæslu. Þetta heimavarnarlið og Landhelgisgæslan hafi skip, flugvélar, þyrlur, búnað, tæki, tól og þjálfun til að geta tekið þátt í heræfingum nágranna okkar hér á Norður Atlantshafinu. Markmiðið með uppbyggingunni er að við eftir 10-15 ár sinnum sjálf öryggisgæslu í okkar eigin efnahagslögsögu.
Með slíkum her verðum við ekki lengur upp á aðra komin með að geta kallast sjálfstæð fullvalda þjóð.
Í dag eru það skattgreiðendur í Evrópu sem eru að taka af sínum skattpeningum til þess að halda uppi öryggisgæslu hér við landi. Vegna þessara fjárframlaga verkamanna, kennara og ekkna niðri í Evrópu getum við kallað okkur sjálfstæða fullvalda þjóð á alþjóðavettvangi. Er það þannig sem við viljum byggja þetta land um ókomin ár? Eins og ölmusufólk, alltaf upp á aðra komna?
Ég segi nei, okkar þjóðarstolt á að vera meira en það. Ég vil ekki að sjálfstæði okkar byggist á skattpeningum sem launafólk í Evrópu er að leggja fram til öryggisgæslu hér við land. Ísland á að axla ábyrgð á eigin fullveldi og sjálfstæði. Við eigum að hætta að hugsa eins og við höfum gert frá 1944. Við eigum að hætta að hugsa eins og leppríki USA.
Eins og fram kom við umsókn okkar um sæti í Öryggisráðinu þá eru margar þjóðir sem líta ekki á okkur sem sjálfstæða fullvalda þjóð þar sem við höfum engan her. Að mati margra þeirra hefur herlaus þjóð ekkert að gera í Öryggisráðið. Slíkur her þarf ekki að vera mikill að vöxtum eða fjölmennur en hann þarf að vera til staðar. Þá getur enginn á komandi áratugum tekið frá okkur þær auðlindirnar sem í efnahagslögsögu okkar kunna að leynast.
Þá getum við eftir 25 ár aftur sótt um sæti í öryggisráðinu og okkur verður þá ekki hafnað af því að þjóðir heims líta ekki á okkur sem fullvalda sjálfstæða þjóð.
Að vera með eigin her hefur verið um aldir ein forsenda þess að þjóðir heims hafa geta skilgreint sig sem þjóðir. Það er tímabært að við sem þjóð öxlum þá ábyrgð.
Í kreppunni í dag gerum við ekki mikið en þetta er samt rétti tíminn til að endurskoða okkar áherslur.
Sjá hér áherslur Norræna Íhaldsflokksins í varnar- og örygismálum. Eins hér í utanríkismálum.
Norðurlöndin gæti loftrýmis Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.2.2009 kl. 00:43 | Facebook
Athugasemdir
Æi hættu þessu tindáta rugli. Hvað eigum við að gera á heræfingar. Nær væri okkur að æfa söng með hjálpræðishernum. Þá værum við betur í stakk búin að leggja lið, illa stöddu fólki í landinu.
Hvaða bull er það að annarra þjóða skattgreiðendur borgi fyrir heræfingar hér? Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að þessar heræfingar eru í þágu allra annarra en Íslendinga. Þetta byggir á að tindátaleikur sé iðkaður við ókunnugar aðstæður og fengið er leyfi "okkar" til að sprella hérlendis. Þar að auki erum við skuldbundin til að taka þátt í að borga fyrir og það er kallað að borga fyrir varnir landsins. Þannig er nú það vinur minn.
Þórbergur Torfason, 4.2.2009 kl. 22:19
Sæll Þórbergur
Þú vilt sem sagt að við Íslendingar verðum öðrum háðir um okkar landvarnir og að helmingur þjóða heims líti ekki á okkar sem sjálfstæða fullvalda þjóð. Gott og vel, þú um það
Ég er þessu sjónarmiði þínu ósammála. Nágrannar okkar neyðast til þess að sinna öryggisgæslu í efnahagslögsögu okkar að því að Bandaríkjamenn eru hættir því og við sinnum þessari skyldu ekki sjálf. Þess vegna koma þeir hér. Fyrst við gætum ekki okkar eigin hagsmuna í okkar eigin efnahagslögsögu þá gera þeir það.
Ég trúi því ekki að þú trúir því sjálfur að þessar þjóðir Evrópu hafi beðið eftir því og gleðjist yfir því að fá að eyða skattfé sínu í að gæta öryggishagsmuna okkar Íslendinga.
Ég skil ekki heldur af hverju þú vilt rökræða þessi mál á þessum nótum. Talandi um tindáta og bull. Þessi mál á ekki að ræða að þeim nótum frekar en önnur mál sem snúa að öryggismálum okkar, sjálfstæði og fullveldi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.2.2009 kl. 23:41
Sæll Friðrik
Herskylda eins og hún er á hinum Norðurlöndunum býr ekki til fólk eins og þú lýsir. Herslylda er fyrir öllum ill nauðsyn. Ég er ekki að leggja til að við stofnum hér her af því að ég sé einhver aðdáandi hernaðar eða hermennsku. Þetta er að mínu mati ill nauðsyn. Alveg eins og það er ill nauðsyn að vera með lögreglu.
Trúarruglið sem þú kallar svo eru vissulega mál sem maður á að fara varlega í að rökræða um. Trúmál ganga jú út á það að trúa. Siðfærði trúarbragða er hins vegar annað mál. Á grunni Evangelískar Lúterskrar siðfræði umgöngumst við hvort annað hér á Íslandi og höfum gert í 500 ár. Þessar umgengnisvenjur vil ég halda í. Þeim eigum við ekki að kasta frá okkur umhugsunarlaust þó svo hingað flytji erlent fólk með annan sið.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.2.2009 kl. 00:34