Norska krónan og "Loðinn Leppur".

487202BNorska krónan gæti verið spennandi millileikur sem hægt væri að leika á meðan við erum að bíða eftir því að þjóðin samþykki að ganga í ESB og á meðan við erum að uppfylla Maastricht skilyrðin.

Rétt er þó að benda á eftirfarandi:

  • Að gera slíkan samning getur tekið marga mánuði og jafnvel ár. Norski Seðlabankinn mun þá verða Íslensku bönkunum lánveitandi til þrautavara. Hvaða skilyrði munu Norðmenn setja fyrir því? Þau verða örugglega mörg og munu snerta okkur djúpt. Við sáum hvernig Norðmenn féflettu skilanefnd Glitnis þegar þeir náðu af þeim Glitni í Noregi. 
  • Ef þjóðin hafnar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslur og við komin með Norska krónu, verðum við þá með hana hér um ókomin ár?
  • Þegar er búið að gera víðtækan samning við Norðmenn að þeir sinni öryggisgæslu í efnahagslögsögu okkar. Þeir eru þegar komnir hér með umtalsverð hernaðarumsvif og fast aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Út á við eru þeir þegar farnir að tala um okkar efnahagslögsögu sem "sitt" svæði.
  • Ef við verðum með norsku krónuna hér um ókomin ár og þeir "patróla" efnahagslögsögu okkar erum við þá í raun að gangast Noregskonungi aftur á hönd? Munu þá þjóðir heims líta á okkur sem leppríki Noregs og við í raun gerast eitt af fylkjunum í Noregi?
  • Er staða okkar þá ekki betri að vera hér á Íslandi með evru og í ESB og hafa sömu stöðu meðal þjóða heims og Þjóðverjar, Frakkar og Portúgalar?

Ef þessi Norska leið yrði farin og við værum hér með Norskan her og Norska krónu næstu 90 árin hvern heldur þú lesandi góður að sagan myndi kalla "Loðinn Lepp". Andstæðinga ESB og fylgismenn "Norsku leiðarinnar" eða okkur fylgismenn ESB og evru?

Ég vil taka evruna strax upp einhliða og sækja jafnframt um aðild að ESB og Myntbandalaginu. Ég vil að við verjum sama hlutfalli af okkar þjóðartekjum og hin Norðurlöndin til öryggis- og varnarmála og stefnt verði að því að innan 10 til 15 ára munum við sjálf sinna öryggisgæslu í okkar eigin efnahagslögsögu.

Sjá allt um afstöðu okkar í Norræna Íhaldsflokkinn til öryggis- og varnarmála og til gengis- og ríkisfjármála.

 


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bretar eru að hugleiða að "hengja sig við" evruna og er það ekki millileikur sem við getum gert meðn umsóknar ferlið fer fram. Tek það fram að þetta með Bretana heyrði ég á fundi nýlegan en hef ekki séð í fjölmiðlum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Friðrik það vantar nú talsvert í þessa rösemdarfærslu.

1. Reikna með því að þú teljir að það taki a.m.k. nokkra mánuði eða ár að taka upp evru. Ef svo fer að farið verði í viðræður við ESB,  og svo ólíklega tekst til að við náum samningi við þá varðandi þau mál sem mest á okkur brenna eru líklegt að það taki nokkur ár áður en við uppfyllum skilyrði ESB að taka upp evruna.

2. Það að taka upp norska krónu ætti að vera spurning um nokkrar vikur, en þeir heimiluðu okkur slíka upptöku.

3. Það er einhver ,,samsláttarvilla" þegar þú ert að blanda saman samning okkar við Nató um heimsóknir úr flugher viðkomandi ríkja, við norsku krónuna. Að vísu veit ég að í norska flughernum notar starfsfólkið norsku krónuna, a.m.k. heimavið.

4. Varðandi norska kónginn og norsku krónuna, þá er vitað til þess að norski kóngurinn notar norsku krónuna. Hins vegar hefur samningur um upptöku norsku krónunnar hérlendis enginn áhrif á norska kónginn, nema að ljóst er hann gæti keypt sér eitthvað með myntinni hér.

4. Upptaka norsku krónunnar gæti haft mjög góð áhrif hérlendis, en ég legg til að menn haldi sér á vitrænum og rökrænum nótum i þessari umræðu. Þessi loðin leppur er sennilega í ætt við norska skógarköttinn og hann hefur ekkert með norsku krónuna að gera.

Sigurður Þorsteinsson, 31.1.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurður.

Ég mynni á að ég byrja grein mína svona: 

Norska krónan gæti verið spennandi millileikur sem hægt væri að leika á meðan við erum að bíða eftir því að þjóðin samþykki að ganga í ESB og á meðan við erum að uppfylla Maastricht skilyrðin.

Síðan spyr ég:

Ef við verðum með norsku krónuna hér um ókomin ár og þeir "patróla" efnahagslögsögu okkar erum við þá í raun að gangast Noregskonungi aftur á hönd? Munu þjóðir heims líta á okkur sem leppríki Noregs og við í raun gerast eitt að fylkjunum í Noregi?

Þessar spurningar eru kjarninn í  grein minni og þeim þurfum við að svara ætlum við að fara þessa leið.

Ég er sammála þér að upptaka norsku krónunnar um hafa mjög góð áhrif hérlendis. Sama gildir um upptöku einhliða dollars og evru.

Áður en við tökum upp norsku krónuna hljótum við að þurfa að vita hafa kröfur Norðmenn munu gera, ekki satt?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér líst vel á norsku krónunna, henda þessari verðtryggingu og reyna að veita þeim hjálp sem vilja inn í ESB. Þeir eiga bágt.

Óskar Arnórsson, 1.2.2009 kl. 07:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband