Sunnudagur, 25. janúar 2009
Allt of seint og skiptir nú engu máli.
Björgvin G Sigurðsson átti þess kost fyrir jól að komast frá bankahruninu með reisn með því að segja af sér þá og hreinsa út úr Fjármálaeftirlitinu. Afsög hans nú þegar búið er að boða kosningar vegna atburða sem heyra undir hann og hans fagráðuneyti og hann ber pólitíska ábyrgð á kemur of seint til að bjarga einhverju.
Hugsanlega fyrirgefa kjósendur á Suðurlandi honum embættisafglöpin sem gerð hafa verið í Viðskiptaráðuneytinu undir hans stjórn. Ég efast þó um það. Hefði hann sagt af sér fyrir jól þá hefði ég ekki efast um endurkomu hans í pólitík. Nú geri ég það. Ég vænti þess að hans pólitíski ferill sé á enda.
Í næstum fjóra mánuði hefur hann haldið verndarhendi yfir Fjármálaeftirlitinu, stofnun sem allir sérfræðingar sem um þessi mál hafa tjá sig, innlendir sem erlendir, eru sammála um að hafi algjörlega brugðist hlutverki sínu. Öllum hrýs hugur við að sömu aðilar og brugðust í aðdraganda hrunsins skuli stjórna enduruppbyggingu bankana.
Vegna þess að Björgvin G Sigurðsson hefur neitað hingað til að axla pólitíska ábyrgð á ráðuneyti sínu og neitað að reka forstjóra og stjórn Fjáramáeftirlitsins hefur allt gengið af göflunum í samfélaginu og friðsæl mótmæli breyst í óeirðir.
Bankarnir hrundu á hans vakt. Hann gerir ekkert í sínum málum fyrr en búið er að boða kosningar og komið "game over" hjá stjórninni. Það er sá pólitíski veruleiki sem er raunveruleg ástæða afsagnar hans nú. Hann vill ekki sitja sem bankamálaráðherra þegar hann fer í prófkjör og kosningar. Ef ég væri Forsætisráherra myndi ég neita að taka við afsögn hans. Ef ég væri Forsætisráðherra myndi ég ekki láta hann sleppa svona auðveldlega frá þessu klúðri sínu í Bankamálaráðuneyti Íslands. Ég myndi láta hann sitja í þessu embætti og láta hann axla sína ábyrgð sem slíkur fram að kosningum úr því sem komið er.
Dapurlegt er að sjá hann núna reyna að hlaupa burt þegar fyrir liggur að kosið verði eftir örfáa mánuði.
Enginn ráðherra hefur brugðist þjóð sinn á jafn afdrifaríkan hátt og Björgvin G Sigurðsson.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Athugasemdir
Við hverju er hægt að búast þegar heimspekingur er gerður að viðskiptaráðherra og dýralæknir að fjármálaráðherra? það eiga að vera lög um að þú verðir að vera með prófgráður í því sem þú tekur að þér fyrir ríki og borg.
ólafur (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:56
Ekki er ég nú sammála því að fólk eigi að hafa prófgráður í þeim málaflokki, sem þeir eru að fara stjórna í! Á Alþingi eiga á að sitja þverskurður af þjóðfélaginu og í ráðherrasæti á að veljast fólk, sem vel er að Guði gert, hverja menntun, sem það annars hefur. Ég telst nú vera ágætlega menntaður í mörgum málaflokkum, en það er síður en svo eini mælikvarðinn, sem hægt er nota til að sjá hverjir henta vel til starfa sem ráðherrar.
Ég er að mörgu leyti sammála Friðriki, en verð samt sem áður að segja að Björgvin er maður að meiri að hafa sagt að sér og ekki vil ég hafa hann í þessum ráðherrastóli fram að kosningum - af og frá!
Í raun þyrftu fleiri að segja að sér og þá fyrst og fremst stjórn Seðlabanka Íslands og fleiri embættismenn, sem uppvísir hafa orðið að spillingu.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.1.2009 kl. 14:59
Björgvin hefur axlað ábyrgð og sagt af sér. að hefði mátt gerast fyrr, því er ekki að neita.
Jón Halldór Guðmundsson, 25.1.2009 kl. 17:20
hlaupa undan merkjum og þá að axla ábyrgð ?
Jón Snæbjörnsson, 26.1.2009 kl. 08:41