Ögurstund fyrir Íslenska þjóð

Ingibjrg_Slrn_Geir_Haarde______jpg_280x800_q95Hver stórtíðindin af öðrum berast okkur í beinni útsendingu á öldum ljósvakans. Einhver ótrúleg atburðarrás á sér nú stað sem enginn sér fyrir endann á.

Tíðindi af alvarlegum veikindum Forsætisráðherra og að hann muni hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi hans nú í mars eru slíkar fréttir að ég, og að ég held þjóðin öll er nú í enn einu sjokkinu. Við höfum orðið fyrir enn einu áfallinu.

Utanríkisráðherra er á leið heim í dag frá Svíþjóð eftir sinn annan heilauppskurð á innan við tveim mánuðum.

Þessum forystumönnum okkar báðum hljótum við að senda okkar hugheilu árnaðaróskir um góðan og skjótan bata.

Á sama tíma horfir Íslensk þjóð fram á eitthvert erfiðasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Að vinna sig út úr kreppunni og þeim miklu vandamálum sem henni fylgja og gera það án þess að við missum hér allt í atvinnuleysi og stóran hluta af unga fólkinu okkar úr landi.

Þetta er ögurstund fyrir Íslenska þjóð.

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tek heilshugar undir með þér, þjóðin er í sjokki og ekki að undra. Var að  skoða á mbl.is þar sem er frétt af IGS þar sem hún er að tala við fréttamenn og það er ótrúleg orkan sem hún hefur þessi smávaxna dugmikla kona. Hún fær stöðugt meira í fangið til að takast á við, nú síðast alvarleg veikindi forsætisráðherra. Bið Guð að hjálpa okkur öllum í gegnum það fárviður sem nú stendur yfir, hjá stjórnmálaforystu persónulega og þjóðinni allri á mörgum sviðum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er hárrétt hjá þér Friðrik!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.1.2009 kl. 20:08

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:56

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Skáldlega er mælt og spaklega í Kópavogi enda margir þar menn góðir og grandvarir.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 00:15

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þetta eru ótrúleg tíðindi en það hlýtur að taka á fólk að vera beitt ótrúlegum árásum af atvinnu atvinnu leysingjum.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.1.2009 kl. 01:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband