Ástandið á Íslandi lyginni líkast

Mótmæli aÞó þetta sé "frétt ársins" að formaður Samfylkingarinnar vill kosningar í vor þá kemur hún ekki á óvart. Nú hefur formaður Samfylkingarinnar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir í dag að kosningar eigi að fara fram á árinu. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er boðuð á skyndifund í hádeginu á morgun. Samfelld mótmæli og átök hafa staðið á þriðja sólahring fyrir utan Alþingishúsið.

Þingmenn og ráðherrar hóta þjóðinni að ef þeir sitji ekki áfram og fái að sýsla með bankana þá missi enn fleiri vinnuna og fleiri fyrirtæki fari í gjaldþrot.

Sögusagnir ganga um að fresta eigi Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og að formaður Samfylkingarinnar muni draga sig út út stjórnmálum af heilsufarsástæðum.

Forsætisráðherra ljáir enn ekki máls á því að neinir verið kallaðir til ábyrgðar á hruninu, hvorki útrásarvíkingar, eigendur bankanna, stjórnendur bankanna, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið eða ráðherrar ríkisstjórnarinnar.

Ástandið á Íslandi í dag er lyginni líkast.

 


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú segir nokkur, frestun á landsfundi - hvað segir það okkur. Er Geir orðinn hræddur um stöðu sína sem formanns eða er eitthvað allt annað í spilunum. Kemur það ekki í ljós eftir miðstjóðrnarfundinn á morgun.

Ég hef heyrt þetta með Ingibjörgu, en er ekki viss um að sú ákvörðun liggi fyrir.

Eitt er nokkur víst að mótmæli halda áfram, vonandi þó án manntjóns. Þetta ástand er mun skrítnara en í nokkurri bíómynd og breytist á hverjum klukkutíma eða þannig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 20:28

2 identicon

Fyrirsögnin er kolröng. "Ingibjörg vill kosningar í vor" vegna þess að Ingibjörg hefur alls ekki viljað neinar kosningar "hún er í miðjum björgunarleiðangri" með Geira sínum.

Málið er núna að það verða kosningar í vor hvað sem hún segir og þess vegna bakkar hún nú lítið eitt.

En takið eftir samt á að hanga á Ríksstjórnarsamstarfinu alveg þangað til, sama hvað það kostar !

Og fara samt þannig algerlega gegn samþykktum FÓLKSINS í sínu eigin félagi sem er búið að samþykkja tafarlaus slit á þessu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

En enn og aftur reynir hún að gera lítið úr þjóðinni og nú líka sínu eigin fólki.

Eru enginn takmörk hvað þessi fyrrverandi alþýðuhetja og vonarstjarna telur sig langt, langt yfir venjulegt fólk og sína eigin þjóð hafna !

OK hún er veik og vonandi fær hún skjótan og góðan bata en kommon þessi hroki er búinn að standa yfir heillengi og það virðist ekkert lát vera á honum, nema síður sé !

Ingibjörg. ekki meir, ekki meir !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:10

3 identicon

Svo verður Steingrímur Joð. forsætisráðherra og þá förum við fyrst að finna fyrir kreppu fyrir alvöru. Hún verður löng og djúp ef hann fær að ráða. Það er árangurinn af mótmælunum í hnotskurn.

Adda (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lyginni líkast! Það er ekki að ástæðulausu Friðrik, að við Íslendingar erum orðnir að viðundri meðal þjóða.

Ríkisstjórnin segist vera í miðjum björgunarleiðangri. Hún þumbast við og vill ekki víkja þó landið sé á barmi borgarastyrjaldar. Mugabe segist vera búinn að ráða niðurlögum kólerufaraldursins í Zimbabve.

Ríkisstjórn Íslands hefur sagt margt fleira afar athyglivert. Mugabe hefur gert það líka.

Árni Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 00:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband