Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Ástandið á Íslandi lyginni líkast
Þó þetta sé "frétt ársins" að formaður Samfylkingarinnar vill kosningar í vor þá kemur hún ekki á óvart. Nú hefur formaður Samfylkingarinnar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir í dag að kosningar eigi að fara fram á árinu. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er boðuð á skyndifund í hádeginu á morgun. Samfelld mótmæli og átök hafa staðið á þriðja sólahring fyrir utan Alþingishúsið.
Þingmenn og ráðherrar hóta þjóðinni að ef þeir sitji ekki áfram og fái að sýsla með bankana þá missi enn fleiri vinnuna og fleiri fyrirtæki fari í gjaldþrot.
Sögusagnir ganga um að fresta eigi Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og að formaður Samfylkingarinnar muni draga sig út út stjórnmálum af heilsufarsástæðum.
Forsætisráðherra ljáir enn ekki máls á því að neinir verið kallaðir til ábyrgðar á hruninu, hvorki útrásarvíkingar, eigendur bankanna, stjórnendur bankanna, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið eða ráðherrar ríkisstjórnarinnar.
Ástandið á Íslandi í dag er lyginni líkast.
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2009 kl. 14:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Þú segir nokkur, frestun á landsfundi - hvað segir það okkur. Er Geir orðinn hræddur um stöðu sína sem formanns eða er eitthvað allt annað í spilunum. Kemur það ekki í ljós eftir miðstjóðrnarfundinn á morgun.
Ég hef heyrt þetta með Ingibjörgu, en er ekki viss um að sú ákvörðun liggi fyrir.
Eitt er nokkur víst að mótmæli halda áfram, vonandi þó án manntjóns. Þetta ástand er mun skrítnara en í nokkurri bíómynd og breytist á hverjum klukkutíma eða þannig.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 20:28
Fyrirsögnin er kolröng. "Ingibjörg vill kosningar í vor" vegna þess að Ingibjörg hefur alls ekki viljað neinar kosningar "hún er í miðjum björgunarleiðangri" með Geira sínum.
Málið er núna að það verða kosningar í vor hvað sem hún segir og þess vegna bakkar hún nú lítið eitt.
En takið eftir samt á að hanga á Ríksstjórnarsamstarfinu alveg þangað til, sama hvað það kostar !
Og fara samt þannig algerlega gegn samþykktum FÓLKSINS í sínu eigin félagi sem er búið að samþykkja tafarlaus slit á þessu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
En enn og aftur reynir hún að gera lítið úr þjóðinni og nú líka sínu eigin fólki.
Eru enginn takmörk hvað þessi fyrrverandi alþýðuhetja og vonarstjarna telur sig langt, langt yfir venjulegt fólk og sína eigin þjóð hafna !
OK hún er veik og vonandi fær hún skjótan og góðan bata en kommon þessi hroki er búinn að standa yfir heillengi og það virðist ekkert lát vera á honum, nema síður sé !
Ingibjörg. ekki meir, ekki meir !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:10
Svo verður Steingrímur Joð. forsætisráðherra og þá förum við fyrst að finna fyrir kreppu fyrir alvöru. Hún verður löng og djúp ef hann fær að ráða. Það er árangurinn af mótmælunum í hnotskurn.
Adda (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:00
Lyginni líkast! Það er ekki að ástæðulausu Friðrik, að við Íslendingar erum orðnir að viðundri meðal þjóða.
Ríkisstjórnin segist vera í miðjum björgunarleiðangri. Hún þumbast við og vill ekki víkja þó landið sé á barmi borgarastyrjaldar. Mugabe segist vera búinn að ráða niðurlögum kólerufaraldursins í Zimbabve.
Ríkisstjórn Íslands hefur sagt margt fleira afar athyglivert. Mugabe hefur gert það líka.
Árni Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 00:44