Einhliða upptaka evru?

evraÞetta eru athyglisverðar niðurstöður. Willem H Buiter prófessor í evrópskri stjórnmálahagfræði við London School og Economics leggur til að langtímamarkmið okkar eigi að vera að ganga í Myntbandalagið og taka upp evru.

Horft til þeirra ára sem mun líða þar til það er hægt þá leggur hann til að við tökum upp norska eða danska krónu. Ef við ætlum að nota íslensku krónuna áfram þá þurfum við að vera með gjaldeyrishöft hér næstu ártugina og hverfum atvinnulega áratugi aftur í tímann.

Ef Noregur eða Danmörk væru tilbúin til þess að leyfa okkur að nota þeirra gjaldmiðil og Seðlabanki þeirra yrði lánveitandi íslensku bankana til þrautavara þá ættum við að þiggja það. En væru Norðmenn og Danir til í það? Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það ólíklegt en það er sjálfsagt að reyna. Þetta var nefnt við norska ráðamenn og við sáum þá hlægja að því hér fyrir jól. Þeir tóku þessu sem brandara þá. Kannski skilja þeir alvöruna nú.

En ég spyr, hvað gerist ef þjóðin hafnar aðild að ESB og upptöku evru í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvert er þá "Plan B"? Íslensk króna og gjaldeyrishöft næstu áratugina?

Ég er sammála Birni Bjarnasyni að við eigum að taka einhliða upp evru og það sem fyrst. Samhliða eigum við að gera þrennt.

  • Lýsa því yfir að við óskum eftir aðildarviðræðum við ESB. 
  • Að við stefnum að því að uppfylla Maastricht skilyrðin sem er forsenda þess að fá að nota evruna.
  • Síðast en ekki síst eigum við að senda okkar besta fólk af stað til ríkisstjórna landanna í ESB og skýra þeim frá stöðu mála hér heima. Einstaklingar, fyrirtæki og þjóðin öll eru að stefna í gjaldrot og við getum aldrei unnið okkur út úr þessum vanda né borgað skuldir okkar nema við skiptum um gjaldeyrir. Ekki sé verið að biðja um samþykki heldur er verið að óskað er eftir að okkur sé sýndur skilningur á þessum sérstöku aðstæðum á Íslandi og þetta sé algjört neyðarúrræði að taka evruna upp einhliða með þessum hætti. Ég held að okkur verði sýndur ákveðinn skilningur og þessar þjóðir muni setja "kíkirinn fyrir blinda augað" veljum við að fara þessa leið.

Að fara í myntbandalag við Dani og Norðmenn, það ferli gæti tekið mörg ár ef það er þá raunhæfur kostur. Hin leiðin er fær að taka upp einhliða evru.

Áhyggjur af því að bankakerfið hafi þá ekki lánveitanda til þrautavara eru skiljanlegar en er það ekki nákvæmlega sama staða og við höfum í dag? Ég get ekki séð að Seðlabankinn hafa neina burði til að verja bankana hvort heldur við erum hér með krónur eða evrur.

Að gjaldeyrir muni streyma úr landinu vegna jöklabréfanna ef við tökum upp evru er eru einnig skiljanlegar. En þetta eru bara að mér skilst átján aðilar sem eiga þessi bréf. Er ekki spurningin að semja við þá um að þeir fái þetta fé í áföngum á næstu 4 til 6 árum og aflétta þar með þessari pressu? Við getum í versta falli verið með einhver gjaldeyrishöft á þessu tímabili.

Já, ég er alltaf að styrkjast í því að við eigum að taka einhliða upp evru. Þetta á að vera okkar "Plan B" hafni þjóðin aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef þessi leið er fær og hún kemur ekki í veg fyrir að við göngum inn í ESB eins og ég er eindregið fylgjandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2009 kl. 18:31

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég er líka fylgjandi inngöngu í ESB. Það mun taka okkur mörg ár að uppfylla Maastricht skilyrðin og fá leyfi til að taka upp evruna. Ef þjóðin hafnar aðild þá þurfum við að nota krónuna um ókomin ár.

Erlendis er ekki litið á krónuna okkar sem gjaldeyrir frekar en gamlar Bíldudalskrónur en slíkar voru víst notaðar á Bíldudal hér á árum áður.

Það er ekki valkostur í mínum huga að nota íslensku krónuna næstu árin.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég verð að segja, að ég lít ekki á Willem H Buiter sem neinn gvuð og mér finnst áberandi hvað hann er þröngsýnn, varðandi kosti okkar í peningamálum. Hvers vegna einblína sumir svo mjög á Evruna ? Hvers vegna eigum við að eyðileggja alla möguleika okkar um samstarf við ESB, til langrar framtíðar ? Hvers vegna ekki að halda sem flestum möguleikum opnum ?

Því er ekki að leyna, að ég er algjörlega andsnúinn að gefa Brussel óðal feðranna. Hins vegar vil ég að við stöndum rétt að málum og skynsamlega. Okkar bezti kostur núna er að taka upp sterkan innlendan gjaldmiðil sem við baktryggjum með US Dollar. Þetta fyrirkomulag verður undir stjórn Myntráðs.

Með því náum við STRAX stöðugu gengi, lítilli verðbólgu, stöðvum eigna-brunann og getum afnumið lánavísitölu. Ef menn hins vegar vilja ekki stöðugt ástand, þá skulum við fyrir alla muni halda gömlu ónýtu Krónunni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 20:51

4 identicon

Loftur, hver hagfræðingurinn á fætur öðrum segir að þetta sé eina og besta leiðin fyrir Ísland ef við eigum ekki að verða eitthvert haftaríki. Hvaða möguleika sérð þú, einhverja draumamynd um dollar vænti ég, það hefur nú ekki gefist svo vel fyrir Ekvador sem tók upp dollar einhliða og er í tómum vandræðum í dag vegna gjaldmiðilsins. Eða þú vilt kannski að við höngum á handónýtri  krónu? Ég skil bara ekki fólk sem hefur látið misvitra pólitíkusa sem gera allt til þess að missa ekki völd, sletta smjörklýpum út um allt svo þeir geti haldið áfram að gefa eigur þjóðarinnar til vina og vandamanna. Loftur, hverra hagsmuna ert þú að gæta með þessari arfavitlausu hugmynd um dollarinn?

Valsól, 19.1.2009 kl. 23:01

Valsól (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Valsól, þú verður að kynna þér málin betur, áður en þú ríkur af stað í trúboð. Þú ert væntanlega að vísa í áróðursmeistara ESB þá Wade og Buiter. Þeir eru komnið út á hálan ís sem hagfræðingar, ef þeir ætla að gefa pólitísk ráð án rökstuðnings. Ég legg til að þú kynnir þér málið á blogginu mínu. Ég skal gjarnan leiðbeina þér þegar þú hefur lesið þér til.

Það sem þú segir um Ekvador er rangt. Í Ekvador hefur verið efnahagslegur stöðugleiki síðan 2000, þrátt fyrir ríkisstjórn kommúnista sem gera allt sem þeir geta til að eyðileggja efnahagskerfið og koma á alræði. Forseti Ekvador er Rafael Correa, sem nefnir sig "humanist and Christian of the left". Heldstu vinir hans og efnahagsráðgjafar eru Hugo Chavez einræðisherra í Venezúela og Fídel Castró á Kúbu.

Gengisfelling er ekkert annað en þjófnaður og kommúnistar eru manna iðnastir við þann leik. Greinilegt er að Hugo Chávez er potturinn og pannan í tilraunum kommúnista til að skapa byltingarástand í Suður- Ameríku.

Upptaka USD er nærst bezti kostur allra lítilla hagkerfa. Bezti kosturinn er að festa innlendan gjaldmiðil við USD með Myntráði. Um leið er mikilvægt að þjóðir losi sig við spillta stjórnmálamenn og tæki þeirra seðlabankana. Ég vísa til þess sem Steve H. Hanke segir um ástandið í Ekvador:

Steven Hanke, the professor of applied economics at Johns Hopkins University in Baltimore who advised Ecuador on its switch to the dollar in 2000, said Correa may have difficulty abandoning a policy that has popular support.
"Dollarization provided an anchor of stability and kept interest rates and inflation low," Hanke said. "The consequences of abandoning dollarization would be quite negative. He needs to convince the population that he’s right and they’re wrong."
The last country to give up the dollar as its currency was Liberia in 1985, Hanke said. Many Liberians still prefer to use the dollar, he said.
Stöðugur (fastur) gjaldmiðill er forsenda efnahagslegs stöðugleika, lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðvar eignarýrnun og afnemur lánskjara-vísitölu. Þeir sem vilja láta arðræna sig áfram með jöfnu millibili, ætla að ríhalda í hugmyndina um "sökkvandi flotkrónu".

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 23:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki rétt að við hættum að dreifa umræðunni frá bráðavandanum með þessu patentlausnabulli. Það gerist ekkert í þessu fyrr en við höfum náð jafnvægi á efnahagsmál hér og mér sýnist það muni taka tíu ár ef þessi óskhyggjuþvæla og quick fix hugsun heldur öllu lengur áfram. Við erum ekki á leið að uppfylla eitt einasta skilyrði til upptöku myntar eða inngöngu í bandalög. Allt slíkt tal er að eyðileggja fyrir okkur möguleikana á að ná tökum á ástandinu.

Fyrir þá sem eru að þvaðra um dollar hér eins og skækjur, ættu að kíkja á þessa mynd, sem hefur valdið miklu fjaðrafoki í usa: http://www.youtube.com/watch?v=O_TjBNjc9Bo&eurl=http://www.facebook.com/home.php

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 10:38

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er svo hissa á þér vinur minn Valsól, trúleysingja og rökhyggjumanni að vera að verja slíkt trúboð og átrúnað, sem ekkert leysir.

Loftur: Kíktu á þessa mynd: http://video.google.com/videosearch?q=money+masters+part+1&emb=0&aq=0&oq=money+masters

Kannski eru svör við vandanum þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 10:47

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Steinar. Þakka þér fyrir, að benda mér á þessa mynd um peningana. Þessi saga fellur vel að þeim hugmyndum sem ég hef. Vandamálið er "innistæðulaus útlán" (fractional reserve lending), sem er eitt af því sem seðlabankar stunda. Þess vegna eru seðlabankar rúnir trausti, því allir vita að þeir eiga sjaldnast verðmæti fyrir skuldum. Lausnin er fólgin í myntráðum, sem alltaf eiga 100% varaforða í valinni stoð-mynt (anchor currency).

Ég er ekki búinn að horfa á alla myndina, en sé samt einn feil í henni. Höfundar hennar sjá lausn í að færa Federal Reserve System í ríkiseigu. Þetta er engin lausn, eins og við sjáum í okkar Seðlabanka. Eina lausnin er að loka algerlega fyrir "innistæðulaus útlán" og taka upp myntráð

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.1.2009 kl. 12:02

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Feill og ekki feill Loftur. Er seðlabankinn hér ekki einhver fgangsstærð hér? Vantar bara ekki að hann prenti meira af peningum. Allavega sýnist mér að einkaeign á federal reserve sé ekki að gera sig, þar sem sömu auðklíkurnar framkalla kreppur eftir pöntun til að færa allt á færri hendur í því markmiði að koma pípudraumi sínum um new world order í framkvæmd. Þetta er þvílík sturlun. Við ráðum engu um gjaldmiðil okkar. Það vald þarf fólkið að hafa. Það sem er að er að seðlabankinn hér er bundinn á klafa ríkislána. Kannski ætti ríkið ekki að fá að skuldsetja fólkið sitt og taka lán, heldur byggja á skattekjum og hægari sjálfsprottnum hagvexti. Þetta er alger vítisvél eins og það er allavega.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 13:45

10 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón

Þetta síðara myndband er skemmtileg samantekt á sögu bankastarfsemi í heiminum og í raun kennsluefni í peningamálum þjóðríkja heimsins. Ótrúlegt ef rétt er að mikill hluti af öllum auði heimsins sé í höndum þriggja fjölskyldna í Evrópu og bönkum og seðlabönkum í þeirra eigu. Þessir aðilar stjórna því hvenær hagsældarskeið eru og hvenær kreppan skellur á. Kreppan er kölluð fram með því fyrst eru peninga látnir fljóta um allt í nokkur ár en síðan er dregið hratt og skyndilega úr peningamagni í umferð. Lán eru gjaldfeld og hætta er að framlengja lán. Þannig var kreppan miklu settar á stað með því að minnka peningamagn í umferð alveg eins og gerðis nú í þessari kreppu sem við köllum lausafjárkreppa. Tilgangurinn sá einn að halda áfram að safna enn meiri auði.

Til að leysa kreppuna núna þurfa ríkisstjórnir allra landa að taka gríðarlega lán í seðlabönkum í eigu þessara fjölskyldna. Það er einmitt það sem þeir vilja. Síðan fara þessir aðilar og kaupa eignir, lönd og fyrir tæki með 80% - 90% afslætti. Þannig hafa bankar í eigu þessara fjölskyldna unnið í yfir 300 ár. Í gegnum Seðlabanka sína stjórna þessar fjölskyldur síðan Alþjóðabankanum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum en seðlabankar þeirra eiga menn í stjórn þessara alþjóðlegu stofnanna.

Þetta eru miklar tilgátur og sjálfsagt einhver fótur fyrir þeim. Það er ekki hægt annað en mæla með þessum myndböndum, þó þær taki tíma.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 16:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband