Vargfuglum hleypt inn í bankana

Sjötíu prósent allra lána sem Íslensk fyrirtæki hafa tekið eru í erlendri mynt. Þessi lán hafa á einu ári hækkað vel yfir 100%. Þar með hafa mánaðarlegar afborganir af þeim hækkað vel yfir 100%. Vel rekin og góð fyrirtæki er nú í vandræðum vegna aukinnar greiðslubyrgði af þessum erlendu lánum ásamt því að þurfa að takast á við samdrátt og gjaldeyrishöft. Mörg eru þetta góð fyrirtæki sem eigendur eru búnir að byggja upp og setja í mikið eigið fé. Mörg ef ekki flest  fyrirtækja landsins þurfa nú að leita til banka til að fá fyrirgreiðslu í þessu óeðlilega og einkennilega efnahagsástandi.

   

Ekki má búast við að móttökurnar sem þessi fyrirtæki fá í nýju ríkisbönkum verði beint glæsilegar miðað við yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundinum þar sem aðgerðarpakki til fyrirtækjanna var kynntur. Þar kemur meðal annars fram:

 

 „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir að reglurnar verði að vera skýrar og að allir eigi aðgang að bönkunum hafi þeir áhuga á að kaupa fyrirtæki í fjárhagskröggum. Slá verði á tortryggnina.“  

 

Ljóst er að þau fyrirtæki sem þurfa á fjárhagslegri fyrirgreiðslu nýju bankana að halda mega búast við að missa fyrirtækin sín hafi einhver áhuga á að kaupa þau. Allt það eigið fé sem í þessum fyrirtækum liggur eiga „Vargfuglarnir“ í Íslensku viðskiptalífi að fá að kaupa. Er ríkið að fara að standa fyrir stærstu brunaútsölu Íslandssögunnar á fyrirtækum og fasteignum undir því yfirskini að það verði að „slá á tortryggnina“.

Ég spyr, af hverju eiga „allir að hafa aðgang að bönkunum hafi þeir áhuga á að kaupa fyrirtæki í fjárhagskröggum“? Þessi fyrirtæki eru í fjárhagskröggum vegna mjög sérstaks ástands sem er til komið vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu sem margfölduð var upp hér heima með heimatilbúinni bankakreppu sem er ein sú mesta sem yfir eitt land hefur riðið. Ekki nóg með það heldur er hér einnig heimatilbúinn gjaldeyriskreppa til komin vegna rangrar stefnu í gengismálum þar sem stjórnvöld hafa í hreinu rugli verið að halda úti séríslenskum gjaldeyri sem landið hefur enga burði til að verja.

   

Vegna þess ástands sem upp er komið í efnahagsmálum þjóðarinnar eru 70% til 80% Íslenskra fyrirtækja tæknilega gjaldþrota. Á það jafnt við um opinber fyrirtæki sem einkafyrirtæki. Í þessu mjög svo sérstaka ástandi þá ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því að „allir eigi að hafa aðgang að bönkunum hafi þeir áhuga á að kaupa fyrirtæki í fjárhagskröggum“.

   

Ljóst er að eigendur að „fyrirtækjum í fjárhagskröggum“ geta ekki boðið hátt verð í fyrirtækin sín, annars væru þau ekki í fjárhagskröggum. Það verður auðvelt fyrir þá sem eiga eitthvert fé að kaupa slík fyrirtæki og þar með húsnæði þeirra, lóðir, lendur og rekstur fyrir lítið fé á þeirri brunaútsölu sem ríkisstjórnin virðist vera að að efna til. Með þessari ráðstöfun að bjóða þriðja aðila að kaupa þessi fyrirtæki í stað þess að vinna að lausn með núverandi eigendum þá er verið að fjölga mjög fórnarlömbum „Íslenska efnahagshrunsins“. Ætlar ríkistjórnin að „bjarga fyrirtækum“ landsins með þá stefnu að leiðarljósi að gera þá ríku ríkari. Ein mesta eignaupptaka Íslandssögunnar er væntanlega í uppsiglingu.

   

Ég held því miður að hér sé verið að stíga enn eitt ógæfusporið á þeirri ógæfubraut sem Íslensk samfélag hefur fetað undanfarin misseri.

 

mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er ekki nóg með að það eigi að hirða allar eigur af fólki sem er fætt síðustu ca 30 árin, heldur á að gefa einkavinum 80-90 % fyrirtækja í landinu, og þar af leiðandi líka að hirða allar eignir flestra annara núlifandi íslendinga, hneppa þjóðina og ófædda íslendinga í skuldaþrældóm. Og svo á að moka fé úr lífeyrissjóðunum í sömu skítapésana, og lífeyrisþegar geta bara étið það sem úti frýs og drepist sem fyrst.

Ef að meirihluta þjóðarinnar ætlar að standa á sama, miðað við að það eru ekki yfir 30 þús manns sem hafa verið að mótmæla, og það er ekki enn búið að gera blóðuga uppreisn, þarf sem skítapakkið við stjórn ætlar ekki að hlusta,  getur sá sami meirihluti hirt íbúðina sem ég bý í og borgað skuldinar fyrir mig, auk þeirra skulda sem eiga að falla á mig fyrir þjóðerni útaf Icesave og IMF. Ég mun bara flytja eitthvað annað með tvær hendur tómar og magann líka, en taka með mér mína menntun og þekkingu.

Harpa (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:33

2 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála.

Þetta hjálpar ekki fyrirtækjunum heldur gefur bara kost á því að flest fyrirtæki í landinu verði seld á brunaútsölu.

Ég er mikið að spá í að flytja mitt litla fyrirtæki úr landi.

Iris (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband