Ráðherrar eiga sjálfir að kynna svona uppsagnir.

Til hvers eru vikulegir fréttamannafundir stjórnvalda ef ekki til að kynna áform sem þessi? 

Lítilmannlegt er af þeim ráðherrum sem taka þessar ákvarðanir að greina ekki frá þeim sjálfir. Fréttir af uppsögnum og niðurskurði í þjónustu hins opinbera eru látnar "leka" til fjölmiðla í gegnum forstöðumenn stofnana eins og engin hafi í raun tekið þessar ákvarðanir og engin beri á þeim pólitíska ábyrgð.

Ég geri þær kröfur til þeirra sem taka ákvarðanir sem þessar að þeir hafi manndóm í sér til þess að kynna þær sjálfir.

Jafnframt skora ég á forstöðumenn ríkisstofnana að þeir neiti að láta nota sig í að kynna slíkan niðurskurð. Láið þá ráðherra sem þessar ákvarðanir taka sjálfa kynna þær.

 

 


mbl.is HSS segir upp fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þetta eiga ráðherrarnir að kynna

Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ráðherrarnir passa upp á halda sínum persónum frá ákvörðunum sem leiða til þess að verið er að rífa brauðið af almenningi. Þú veist það má ekki persónugera hlutina!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Í þessu máli er ég hjartanlega samála. Þessi ,,leka,, pólitík er alveg óþolandi.

Skúli Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 09:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband