Eigum að koma okkur upp eigin her

Nú er talið að verulegar olíuauðlindir séu á landgrunni Íslands fyrir norðaustan land, á Drekasvæðinu. Fyrsta spurningin sem við hljótum að velta fyrir okkar er; fáum við þessi smáþjóð sem skuldum tíu til fimmtán þúsund milljarða króna í útlöndum sem mun að stærstum hluta falla á okkar nágranna, fáum við að nýta slíkar olíuauðlindir án íhlutunar þessara sömu nágranna?

Ég held ekki. Allavega ekki í dag. Ef við ætlum að sitja ein á slíkum auðlindum verðum við þá ekki að gera tvennt:

Í fyrsta lagi að trygga réttarstöðu okkar enn frekar með því að ganga inn í ESB og gerast hluti af þeirri efnahagsheild.

Í öðru lagi að koma okkur upp eigin heimavarnaliði / her í sama anda og Norðmenn, Danir og Svíar. Verðum við ekki að fara að verja sama hlutfalli af þjóðarframleiðslu í slíkt heimavarnarlið og hinar norðurlandaþjóðirnar gera. Verðum við ekki að stefna að því að vera í stakk búin eftir tíu til fimmtán ár að geta sjálf sinnt öryggisgæslu í okkar eigin efnahagslögsögu með skipum og flugvélum, þe. "patrólað" sjálf okkar eigin svæði.

Þær þjóðir sem við höfum samið við að sinni öryggisgæslu í efnahagslögsögu Íslands, þessar þjóðir geta og munu hugsanlega eftir einhverja áratugi gera tilkall til nýtingar á þessum svæðum "með okkur", á svæði sem þær gæta og hafa "patrólað" árum saman "fyrir okkur". Er það ekki þannig sem alþjólegu réttarreglurnar eru? Menn vinna sér smá saman rétt á því svæði sem þeir "patróla" og eru  með viðbúnað á. Er það ekki þannig sem Norðmenn hafa náð undir sig öllu svæðinu hér fyrir norðan land. Nú eru þeir aðal mennirnir að „patróla“ efnahagslögsögu Íslands. Hvað rétt gefur það þeim eftir nokkra áratugi? Þeir eru allavega þegar farnir að líta á lögsögu Íslands sem hluta af sínu yfirráðasvæði.

Við verðum að fara að horfast í augu við þá ábyrgð að vera sjálfstæð fullvalda þjóð en ekki leppríki USA eins og verið hefur hingað til. Eins og fram kom við umsókn okkar um sæti í Öryggisráðinu þá eru margar þjóðir sem líta í raun ekki á okkur sem sjálfstæða fullvalda þjóð þar sem við höfum engan her. Að þeirra mati hefur slík þjóð ekkert að gera í Öryggisráðið. Með öðrum orðum, stór hluti heimsins lítur ekki á herlausa þjóð sem sjálfstæða fullvalda þjóð. Ef við ætlum að vera sjálfstæð fullvalda þjóð þá verðum við að koma okkur upp heimavarnarliði / her þannig að það erum við sem sinnum öryggisgæslu á okkar svæðum. Þessi her þarf ekkert endilega að vera mikill að vöxtum eða fjölmennur en hann þarf að vera til staðar. Þá getur enginn á komandi áratugum tekið frá okkur þær auðlindirnar sem í efnahagslögsögu okkar kunna að leynast.

 

 


mbl.is Stjórnvöld afþakki loftrýmiseftirlit Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það væri þá líka til að draga úr atvinnuleysi þar sem einhverjir munu sjá sér hag í því að gegna herþjónustu.

Að auki gæi verið hægt að menta sig í gegnum herþjónustu sem væri þá líka til að auka mentun landans umfram það sem nú er.

Allir munu svo á endanum græða á því að hafa "her".

kveðja Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 4.11.2008 kl. 16:42

2 identicon

Það myndi kosta okkur lítið sem ekkert að kaupa flannastóran flugher, þotur að gerðinni F14 Tomcat (þoturnar sem voru upp á flugvelli á sínum tíma) sitja núna í auðar í þúsundatali á hinum ýmsu ruslahaugum bandaríska flughersins enda hafa slíkar flugvélar ekki verið notaðar af Bandaríkjaher síðan 2006. Ástæðan fyrir þessu er að Bandaríkja her hefur skipt F14 þotunum sínum út fyrir F22 orustuþotur sem síðan verður reyndar á næstu árum einnig skipt út fyrir F35 Joint Strike Fighter þotur. Af þessum sökum og einnig vegna þess að við erum í NATO þá fengjum við F14 þotur á annaðhvort botnverði eða að öllum líkindum frítt eins lengi og við nennum að borga flutningskostnaðinn, USA á 712 svona stykki ef þeir ná ekki að selja þær þá fara þær beint í brotajárn. Nú ef við viljum ekki fá F14 þotur þá getum við meðal annars fengið breskar Harrier Jump þotur eða franskar Mirage 2000 þotur enda munu allir flugherir ESB ríkjanna skipta út sínum þotum fyrir Eurofighterinn á næstu árum og reyndar eru þau skipti þegar hafin. Nú ef menn vilja borga aðeins meira þá geta Íslendingar eflaust fengið einhvern afslátt af A-10 Thunderbolt II þotum frá Bandaríkjunum en þessar þotur kosta circa 11 milljónir dollara miðað við að flestar nýjar fighter þotur kosta circa 20-35 milljónir dollara. A-10 þoturnar eru þó alls ekki lélegar þó þær séu ódýrar enda eru þetta einhver mest ógnvekjandi tæki í vopnabúri Bandaríkjahers. Svo ef menn vilja viðhalda hugmyndinni um herlaust ríki þá getum við auveldlega komið okkur upp massívum flugher án þess þó að kaupa eina einustu herþotu, það eina sem við þyrftum væru nokkra C130 Hercules flutningavélar sem við gætum á friðartímum notað í landgræðslu og/eða sjúkraflug. Svo þegar reynar á þá gætum við uppfært þessar C130 flutningavélar í AC-130 Spooky Gunship en fyrir þá sem ekki vita þá eru það basically C130 hergagnaflutningavélar fylltar með howitzer stórskotabyssum, Vulcan vélbyssum og Bofors 40 mm fallbyssum. Einnig er líklegt að við fengjum afslátt af þessu sökum þess að við erum búin að vera í NATÓ frá upphafi. Svo að lokum má ekki gleyma því að stofnun hers gæti haft mjög jákvæð áhrif á stöðuna hér á landi sökum þess hversu mörg ný störf myndu myndast en í venjulegum her vinna allt frá ómenntuðum krökkum sem eru nýbúnir með 10. bekk yfir í flugmenn, sjómenn, lögfræðingar, læknar, verkfræðingar, sögufræðingar, tungumálasérfræðingar o.fl.

Patton (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Enda þótt Normenn séu ágætis fólk og þeir hafa reynst okkur vel þá treysti ég þeim ekki fyrir fimmaura þegar kemur að náttúruauðlindum okkar.

Við þurfum að ganga í ESB og styrkja varnir okkar. Það þýðir ekki að vera einhverskonar afæta af bæði ESB og NATO, sbr aðeins í EES og herlaus þjóð innan varnaðarbandalags. Kannski ekki alveg besti tími til þess að fara stofna her en þegar við erum kominn á lappir þá væri frábært ef við myndum koma okkur upp einskonar sérsveit landhelgisgæslunnar og þá meina ég almennileg sérsveit. Sérstaklega þjálfaðar með sprengiefni og köfun. T.d segjum að rússneskur floti liggi hérna við höfn þá gæti þessi sveit kafað út að flotanum, komið fyrir sprengjuefnum og gert einhvern almennilegan skaða. Þær gætu fengið mikla þjálfun með sérsveitum annarra evrópuríkja við að verja kaupskipaflota við afríku þar sem er mikið um sjórán. 

Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nú er ég stuðningsmaður þess að ganga í ESB. Ég geri mér fulla grein fyrir því að með því þá á sér stað mikið fullveldisafsal. Ég hef lengi verið tilbúinn til að greiða það gjald fyrir þann aga og það öryggi sem við fáum með því á stjórn peninga- og efnahagsmála.

Við gegnum vegið upp á móti því fullveldisafsali  með því að koma hér á sömu skipan í öryggismálum og hin Norðurlöndin og komið okkur upp "Norrænum her". Þá værum við að fara inn í ESB eins og aðrar þjóðir Evrópu hafa gert. Við gætum tekið þátt í öllu því starfi sem þar fer fram og fer fram, hvort sem þar er á vegum Nato eða annarra alþjóðastofnana.

Þá værum við loksins að breyta okkur úr því að vera leppríki USA yfir í að vera alvöru sjálfstæð  fullvalda þjóð sem tekur fullan þátt á öllum sviðum þess samstarfs sem þjóðir Evrópu hafa með sér. Þá værum við að fara inn í samstarf þessara þjóða með þeirri reisn sem ég við að við höfum þegar við förum þarna inn. Næst þegar við sækjum um sæti í öryggisráðinu eftir aldarfjórðung þá verðu okkur ekki hafnað af því þjóðir heims líta í raun ekki á okkur sem fullvalda þjóð.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ég er sammála þessu. Við gætum verið þáttakendur í norrænu hersveitinni innan European battlegroup eða sem samstarf innan EUFOR.

Við gætum komið upp nokkuð öflugri hersveit fyrir lítinn pening til að byrja með, sérstaklega þar sem við þyrftum ekki að fjárfesta í extra dýrum búnaði eins og t.d herþotum, kafbátum og svo framvegis, enda þótt það væri fjandi flott að eiga eitt stykki kafbát, kannski togvíraklippum, ha ha. En svona í fullri alvöru þá gætum við komið upp einstaklega góðri sérsveit á heimsklassa ef við einbeitum okkur einungis að þeim hernaðarþætti.  

Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 17:06

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Evrópusambandið bjargar ekki neinu ef við höfum allt niður um okkur. Fyrst er að skipta um allt stjórnkerfið á Íslandi. Það er svo illa rotið, ólyktina, fnykinn leggur frá stjórnkerfinu; ofan í frá og niður.  Þetta er viðbjóður allt saman.  Að hafa gert landinu sínu þetta og komandi kynslóðum.  Fy fan, eins og maður segir hér í Svíþjóð!

Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 17:33

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er nú reyndar svo að ef við göngum inn í esb þá er mjög líklegt að við þurfum að skaffa manskap í sérstakann evrópuher.

Það eru tilbúin tignarmerki fyrir þennan her, sjá eftirfarandi.

Flugher  http://uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=79&sid=997

Landher http://uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=79&sid=998

sjóher http://uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=79&sid=1002

Svo förum við og pössum tjallana

kveðja Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 4.11.2008 kl. 17:52

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bíðum bara þangað til bresku þoturnar koma, kyrrsetjum þær í krafti neyðarlaga, sendum flugmennina heim með farþegaflugi og bingó: Ísland búið að eignast flugher! Getum þjálfað nýatvinnulausa flugmenn frá Icelandair (eða Sterling) til að skiptast á að fljúga þeim, og skapað þeim þannig atvinnu. Þannig gæti margt jákvætt komið út úr þessu þegar upp er staðið... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 21:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband