Skiptastjórinn yfir Íslandi skipaður

Peningamálastefna okkar Íslendinga beið endanlegt gjalþrot í gær þegar Geir Haarde forsætisráðherra beygði sig undir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og afsalaði sér þar með valdi sínu sem forsætisráðherra yfir ríkisfjármálum og peningamálum í hendur sjóðsins. Þeir stjórna í raun, ekki Geir. Ísland er gjaldþrota og búið er að skipa skiptastjórann.

Lönd ESB eru ekki með gjaldþrota bankakerfi eins og við. Lönd ESB standa í dag ekki á barmi hengiflugsins og verða að bjarga sér frá þjóðargjaldþroti með því að gerast kennitöluflakkarar eins og við. það birtist frétt í gær vegna vandamála Dana með dönsku krónuna. Fyrirsögn fréttarinnar var eitthvað á þessa leið: “Seðlabanki Evrópu mun verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðann”. Íslendingar eiga sér engan slíkan bakhjarl. Við völdum fyrir mörgum árum að fara aðra leið en Danir. Við erum ekki í ESB. Leiðin sem við völdum er í dag að kosta margann sinn ævisparnað. Sú leið sem við völdum er að sýna sig að vera þú versta sem hægt var að fara.

Í vestri eru BNA. Samfélag sem gengur út á að þar er þegnunum misskipt eftir efnahag. Þar gengur allt út á peninga og peningar skipa einstaklingunum í stéttir. Misskiptingin er svo mikil og hatrið milli þjóðfélagshópa að efnameiri hluti samfélagsins telur sig verða að ganga um vopnaður. Fellibylurinn Katrín sem gekk yfir Louisiana fyrir nokkru sýndi okkur úr hverju þetta samfélag er. Um leið og lögreglan gat ekki haldið upp lögum og reglum með vopnavaldi réðst fátækasta fólk samfélagsins inn í ríkari hluta borgarinnar, rændi þar, nauðgaði og drap. Þeir skutu á björgunarþyrlurnar til að flæma þær frá ríkustu hverfum borgarinnar meðan þeir athöfnuðu sig. 

Í BNA vill engin Íslendingur búa sem er fatlaður eða þjáist af erfiðum sjúkdómum. Þegar ráðamenn í BNA, Bush stjórnin, réðst loks í það átak að byggja yfir fátæklingana sem fylla öll tjaldsvæði landsins búandi í hjólhýsum þá leystu þeir það með því að láta hjólhýsafólkið kaupa sér hús eða íbúðir. Það keypti íbúðirnar og skrifaði undir skuldabréf sem hvíldu þá á eigninni. Allir sem að gjörningnum komu vissu að fólkið sem skrifaði undir gat ekki borgað af bréfunum. Því voru skuldabréfin höfð þannig að ekkert átti að greiða af lánunum fyrstu 5 árin. Þessi skuldabréf seldu síðan helstu fjármálastofnanir landsins út um allan heim sem góð og gild fasteignaveðbréf.

BNA ætlaðist hreinlega til þess að umheimurinn borgaði húsnæðið yfir hjólhýsafólkið þeirra. Ég held að öllum sé orðið það ljóst að það voru samantekið ráð að hvorki yfirvöld í BNA né hjólhýsafólkið ætlaði að borga þessi lán. Yfirvöld ætluðu ekki að búa til félagslegt kerfi til að byggja yfir sitt fátækasta fólk eins og allar aðrar þjóðir heims hafa gert. Nei, ekki BNA. Þeir fundu leið til að láta umheiminn borga. Þeim sást því miður ekki fyrir afleiðingarnar. Fjármálakreppu sem breiddist um allan heim þegar allt traust á öllum fasteignaveðbréfum frá BNA hvarf. Nei, BNA og þjóðfélagsgerðin þar er ekki fyrir okkur Íslendinga.

Í austri eru margar þjóðir sem tala mörgum tungum. í Evrópu er uppspretta vestrænnar menningar. Í Evrópu búa þjóðirnar sem gáfu okkur lýðræðið, færðu okkur fullveldið og hafa leyft okkar að vera sjálfstæð þjóð frá 1944. í Evrópu hefur verið barist í 8.000 ár. Þar búa sjálfstæðar þjóðir sem hafa varið sjálfstæði sitt og tilveru með kjafti og klóm í 8.000 ár. Haldi einhver að það eigi að vera lognmolla á fundum þar sem þessar þjóðir ráða ráðum sínum þá er það misskilningur. Það er einnig rangt að ætlast til þess að ekki verði árekstrar þeirra á milli þegar þær semja sín á milli um sín hagsmunamál. Auðvita er tekist á á vettvangi ESB. Það er einn aðal tilgangur sambandsins að ríkin leysi sín mál á þeim vettvangi og með þeim lagaramma og því regluverki sem þau sjálf hafa sett sér. Menn eiga ekki að sjá ofsjónum yfir því skrifræði sem fylgir þessu samstarfi. Skrifræðið er verkfærið sem fær þetta samstarf til að virka. Ef óánægja er með eitthvað í því regluverki þá er bara að breyta því.

Evrópa byggir á allt öðrum grunni er BNA. Í Evrópu er félagslegt réttlæti í hávegum haft. Evrópskir hægrimenn ásamt jafnaðarmönnum hafa mótað þetta samfélag í yfir þrjú hundruð ár. Þar er vagga okkar lýðræðis og fullveldis. Með inngöngu í ESB og upptöku evru munum við styrkja fullveldi og sjálfstæði Íslands. Með inngöngu í ESB getum við verið áfram sjálfstæð þjóð hér yst í norður Atlantshafinu. Sjálfstæð þjóð sem mun þá verða metin sem jafningi meðal annarra sjálfstæðra þjóða Evrópu. Blóm meðal blóma í þeirri fjölbreyttu flóru blóma sem byggja og hafa byggt Evrópu frá lokum síðustu ísaldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Góður pistill hjá þér frændi. Að vísu er ég ekki viss um þetta ESB? Fer það ekki bara líka til fjandans? Kveðja.

Eyþór Árnason, 26.10.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Flott grein og alveg sammála.

Jón Gunnar Bjarkan, 28.10.2008 kl. 18:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband