Miðvikudagur, 15. október 2008
Vextina niður í 7% strax.
Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með endalausum vaxtahækkunum Selabankans undanfarin ár. Vaxtahækkanir Seðlabankans hættu að bíta þegar stýrivextir fóru yfir 7%. Eftir það fóru allir sem það gátu yfir í erlendu lánin. Þessir ótrúlegu stýrivextir Seðlabankans hreint og klárt ýttu fyrirtækjum og einstaklingum yfir í erlendu lánin.
Í skjóli Seðlabankans og með þessa háu vexti að vopni hafa eigendur bankana blóðmjólkað almenning og fyrirtækin í landinu. Með þessu vaxtaokri og gróðanum sem því fylgdi voru stærstu eigendur þeirra langt komnir með að kaupa upp öll bestu fyrirtækin og lönd og lóðir á Íslandi. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa staðið hjá allan tímann og horft á með velþóknun.
Nær hefði verið hér á sínum tíma að setja lög um eignarhald á bönkum og banna stórum eigendum bankanna að eiga í fyrirtækjum á almennum markaði og að hámarks arður á eigið fé í bankastarfsemi fari ekki yfir 15%. Það er breyta lögum til samræmis við það sem er í löndunum í kring.
Þá er það hreint ótrúlegt að Seðlabankinn skuli ekki liggja með neinn gjaldeyrisforða. Staðan er búin að vera þannig að ferðamenn hafa ekki einu sinni getað keypt gjaldeyri! Er það ekki skýrt hlutverk Seðlabankans að hafa alltaf nægar birgðir af gjaldeyrir í landinu? Er allt í ólestri í þessum banka?
Stýrivextir lækkaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook