Mánudagur, 7. júlí 2008
Útlendingastofnun á að ráða þessu
Hér held ég að Ágúst Ólafur og fleiri verið að stíga mjög gætilega til jarðar. Það er stofnun í landinu sem hefur með mál þessara útlendinga að gera. Sú stofnun vinnur eftir ákveðnum reglum. Á grundvelli þeirra hefur hún úrskurðað. Þessi úrskurður Útlendingastofnunar á að standa. Það er skilda dómsmálaráðherra að standa fast að baki Þessari stofnun nú þegar um hana blæs. Verkefni starfsmanna Útlendingastofnunnar er ekki auðvelt. Ekki heldur hlutverk barnaverndanefnda eða annarra opinberra stofnanna sem falið er að taka á fjölbreyttum og erfiðum málum ólíkra einstaklinga. Starfsmenn þessara stofnanna hafa öll gögn um mál þeirra einstaklinga sem þeir fjalla um. Það hefur almenningur sem nú hefur hvað hæst ekki. Ég hef enga trú á því að þetta hafi verið auðveld ákvörðun fyrir þá starfsmenn Útlendingastofnunnar sem hana tóku. En reglur eru reglur og lög eru lög og starfsmönnum stofnunarinnar ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um starfshætti stofnunarinnar gilda.
Rangt er að blása mál eins og þetta upp í fjölmiðlum. Rangt er að gera mál eins og þetta, mál nafngreinds einstaklings, að pólitísku deilumáli. Sé vilji fyrir því að rýmka reglur um innflutning flóttamanna / útlendinga til landsins þá á Alþingi að taka ákvörðum um það. Útlendingastofnun mun þá úrskurða á grundvelli nýrra reglna í stað þeirra sem nú gilda. Sé þá meirihluti fyrir slíkum breytingum á Alþingi.
Að standa í mótmælum fyrir utan dómsmálaráðuneytið, taka einn einstakling út og heimta fyrir þennan eina mann og hans fjölskyldu sérmeðferð og undanþágur er engum til framdráttar. Það gilda ein lög í landinu og undir þeim lögum eru allir jafnir.
Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Athugasemdir
þú ert svolítið steiktur í þínum málflutningi.. afhverju í ósköpunum á STOFNUN að ráða örlögum þessa manns ? hún þvælir og snýr út úr öllum þeim lögum sem mögulegt er að snúa út úr til þess að koma í veg fyrir innflutning á fólki sem er ekki 2-3 embættismönnum þóknanlegt..
ÉG þoli ekki fólk sem felur sig bak við reglur og segir reglur eru reglur og lög eru lög.. lög voru marg fokkins brotin á mér af dómsmálaráuneyti árið 1999 og 2000.. Þúert ekki mikið reyndur maður víst þú getur bullað svona.
Óskar Þorkelsson, 8.7.2008 kl. 00:00