Miðvikudagur, 12. mars 2014
82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB, aðeins 18% vill slíta samningum
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB (18% vill slíta samningum).
- 68% þjóðarinnar mun kjósa með áframhaldandi aðlögum að ESB verði kosið um framhald viðræðnanna (32% vill ekki áframhaldandi aðlögun að ESB).
- Tæp 50.000 hafa skrifað undir á www.thjod.is
- Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum og einhver mestu fjöldamótmæli sem sést hafa á Íslandi eru nú í gangi.
- Stór hluti kjósenda hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hér eigi að taka upp evru og Ísland að ganga í ESB. Það mun þessi stóri hluti þjóðarinnar gera þegar samningur liggur fyrir. Þær skoðanakannanir sem vitnað er til að meiri hluti er andvígur inngöngu í ESB, þær skoðanakannanir eru því ekki marktækar.
Með þessum mikla áhuga sem þjóðin hefur á að kjósa um þetta mál og það að 68% vill halda núverandi aðlögun að ESB áfram segir okkur bara eitt.
- Við aðildarsinnar munum vinna allar þær kosningar sem haldnar verða um þetta mál.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn geta haldið áfram að berja höfðinu við steininn í einhver ár í viðbót en því fyrr sem þessir flokkar sætta sig við þennan kalda pólitíska veruleika og fara að vinna með fólkinu í landinu og hætta að halda á lofti skoðunum lítils minnihluta, þessara 18% sem vilja slíta viðræðum, því betra fyrir þessa flokka, þingmenn þeirra og kjósendur.
Það er ljóst að framsóknarmenn í Kópavogi hafa áttað sig á þessum kalda pólitíska veruleika...
Kópavogur skorar á Alþingi í ESB-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Athugasemdir
Hversu margra manna úrtak var í þessari könnun sem þú vitnar í, og hverjir fóru fram á að hún yrði gerð...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2014 kl. 09:29
Friðrik,þú lítur þannig á þettað ,að 82 prósent vilji ganga inní þetta ESB dæmi,þú allavegana setur þetta þannig upp. En Friðrik hví var þjóðin ekki spurð er þingið sótti um 2009 um það er sótt var um inngöngu/innlimun í ESB veldið. Hví var ekki farið fram á þjóðaratkvæðagreiðlu um það.?
Númi (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 10:16
Það var ekkert vit í því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu þegar ákveðið var að sækja um aðild 2009.
Samningsstaða okkar Íslendinga hefði engin verið gagnvart Evrópusambandinu ef þjóðin hefði verið búin að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu 2009 að ganga inn í sambandið áður en samningar við sambandið hófust.
Þá hefðum við hugsanlega ekki fengið það sama og Finnar og Svíar að litið væri á landbúnað okkar á sama hátt og litið er á landbúnað í þessum löndum norðan 62 gráðu.
Eins hefðum við væntanlega ekki fengið sjálfstjórn yfir staðbundnum fiskistofnum við Ísland, eins og nú stendur til.
Að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að ganga í sambandið áður en samningar við ESB hófust hefði því verið tómt bull og það er í raun sama bullið og þetta nú að halda um það þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda eigi samningum áfram. Auðitað á að ljúka þessum samningum og leggja þá síðan fyrir þjóðina eins og til stóð í upphafi.
Guðrún (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 10:45
Sæl Ingibjörg
Ef þú ferð með músina yfir orðin "82% þjóðarinnar" þá er þar tengill inn á frétt á ruv þar sem sagt er frá þessari könnun.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.3.2014 kl. 10:50
Undanþágur álíka líklegar og að Microsoft breyti sínum persónuverndarstefnu
svo Landsbankinn geti haldið áfram með sínar persónunjósnir
Þú ert að nota Internet Explorer 11
Lokað er á notkun vafrans í netbankanum
- Vafrinn uppfyllir ekki öryggiskröfur bankans
- Unnið er að lausn með Microsoft
Microsoft (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 11:09
Friðrik. Fyrsta krækjan hjá þér (um 82%) vísar á frétt á RÚV, sem er eindreginn ESB-áróðursmiðill, svo að sú könnun er fölsuð. Þú skrifar sjálfur, að kannanir seem sýna meirihluta gegn ESB séu ekki marktækar, þá hlýturðu einnig að samþykkja að kannanir gerðar fyrir ESB-áróðursmiðla séu ekki marktækar. Eða yrði það of rökrétt fyrir þig?
Hin krækjan (um þessi 68%) sýnir klárlega að minnihluti kjósenda stjórnarflokkanna styður áframhaldandi viðræður eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Það endurspeglar, að meirihluti þjóðarinnar, sem jú kaus Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn, vill slíta viðræðum.
Haltu endilega áfram að blogga um þetta mál, Friðrik. Þú hefur nefnilega álíka mikið pólítísk vit og Ómar Bjarki og sama skemmtanagildi fyrir okkur ESB-andstæðinga, sem þekkjum ESB.
Pétur D. (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 12:01
Vil benda þér á eftirfarandi Pétur D:
Í kosningunum 27. apríl 2013 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 50.454 atkvæði. Framsókn fékk 46.173 atkvæði. Samtals gera þetta 96.627 atkvæði. Á kjörskrá voru 237.957.
Alls fengu stjórnarflokkarnir stuðning 40,6% kosningabærra manna í síðustu kosningum.
Í dag hafa 49.385 skrifað undir á www.thjod.is, eða 20,2% kosningabærra manna.
Umboð stjórnarflokkanna með 40,6% kosningabærra manna á bak við sig til að rifta viðræðum við ESB er því lítð sem ekki neitt. Í besta falli "mjög takmarkað"
Þór (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 12:23
Mér er óskiljanlegt hvernig þessar tölur eru tilkomnar. Fólk vill að ''tillaga'' um að draga til baka umsókn um aðild a ESB verði dregin til baka. Skild nokkur þetta. Semsagt þjóðarkosningar um að draga tillöguna til baka. OK Þjóðrkosningar viltu halda áram viðræðum eða viltu hætta væri besta munstrið og ég trúi ekki öðru en að andstæðingar hópist en reyndar væri hægt að koma með mótkosningar á þessar sem eru í gangi.
Valdimar Samúelsson, 12.3.2014 kl. 12:52
Guðrún;
Rök þín um að halda að sér spilum féllu með umsókninni sem var send: http://eeas.europa.eu/iceland/iceland_application.pdf Þar segir bara að Ísland vilji ganga í ESB. Ekki að Ísland hafi nú ætlað sér að semja um aðild eins og hugsanlegur kaupandi á bílasölu.
Ef ég gengi inn í Toyota og segði við sölumanninn: "Ég ætla að kaupa einn RAV4", ÞÁ væri ég búinn að gefa frá mér samningsstöðu. Ef ég segi: "Sannfærðu mig um RAV4" væri ég að semja.
Það sem Ísland gerði var meira eins og þegar maður fer út á biðstöð strætó. Annað hvort tekurðu vagninn eða ekki. Þú semur ekki um leiðarkerfið eftir að þú gengur inn.
En, til þess að skoða gang mála við aðildarviðræður er næst okkur að skoða ferli Króatíu inn í ESB. Króatía er nefnilega EINA landið sem hefur gengið inn í ESB eftir gildistöku Lissabon sáttmálans. Á vef ESB má skoða ferli Króatíu inn í ESB, kafla fyrir kafla. Þar má sjá allar undanþágur og sérlausnir sem hafa verið gerðar í núgildandi sáttmála.
ratoge (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 14:28
Mér sýnist nú ratoge að leið okkar Íslendinga inn í ESB verði svipuð og sú leið sem Úkraína er að fara.
Það eina sem upp á vantar eru vopnuð átök um Austurvöll og Alþingishúsið. Forsetinn okkar er reyndar ekki enn flúinn til Rússlands en nýkominn þaðan að smjaðrað fyrir Pútín.
Staðan á Íslandi er hins vegar svipuð og var í Úkraínu í byrjun þessa árs þegar þáverandi stjórnvöld í Úkraínu vildu ekki nánara samstarf við ESB en aukið samstarf við Rússland. Úkraínska þjóðin reis þá upp á afturlappirnar.
Sama er að gerast hér.
Þór (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 14:39
Þór.
Stjornarflokkarnir hlutu ríflega 52% atkvæða í síðustu kosningum. Hættu að falsa tölur. Hér er tryggur meirihluti. Jafnvel þó upplognar tölur þínar væru réttar þá væri hér tryggur meirihluti. Samfylkingin fékk hinsvegar 12,9% og VG ríflega 9%, sem gera um 22%.
Svona reiknikúnstir dæma sig sjálfar og sýna að þú ert ekki sá allra skarpasti í skúffunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 14:47
Það fólk er hefir skrifað undir þennan lista um að vilja kjósa,og halda áfram viðræðunum,jafnvel við ESB-ofurveldið,gerir fólkið sér grein fyrir tilurð þess að svona er komið fyrir nú. Hefði þetta sama fólk verið sammála fyrri ríkistjórn er sótti ÓLÖGLEGA um aðild 2009,,ekki var þjóðin spurð um það nei nei Steingrímur J KVISLINGUR með meiru og Jóhanna Flugfreyja sóttu um ekki var þjóðin spurð og engvar þjóðaratkvæðagreiðslur um þann gjörning þeirra skötuhjúa. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta einfalt,loka á aðildar og innlimunarumsóknina sem hvort eð er var kolólögleg.
Númi (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 14:50
Jón, ef þú ferð inn á þennan tengil hér (Wikipedia) þá finnur þú þessar tölur sem ég vísa til.
http://is.wikipedia.org/wiki/Al%C3%BEingiskosningar_2013
Í undirskriftarsöfnuninni á www.thjod.is er miðað við hlutfall kosningabærra manna. Það sama geri ég þannig að þessar tölur verði sambærilegar, þ.e. þeir sem kusu stjórnarflokkana og þeir sem skrifa undir á thjod.is miðað við fjölda kosningabærra manna.
Þannig og aðeins þannig er hægt að bera saman epli og epli.
Annars erum við að bera saman epli og appelsínu...
Þór (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 14:54
Númi einmitt, VG hlaut glæsilega kosningu út á loforð um að halda sig utan ESB. Margir sem kusu þá hafa yfirgefið flokkin og fundið sig svikna. Þeim var svo refsað í síðustu kosningum eins og vera ber.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2014 kl. 17:59
Langbesta leiðin til að ná niðurstöðu í ESB-málum er að þjóðin kjósi um hvort hún vilji klára viðræðurnar. Ef meirihlutinn segir nei, þá verður viðræðum ekki haldið áfram. Ef meirihlutinn segir já, þá verða viðræður kláraðar og síðan verður kosið um niðustöðuna: Viljum við ganga í ESB, já eða nei?
Ef meirhlutinn segir nei, þá er málið dautt. Ef meirhlutinn segir já þá göngum við í ESB. Í báðum tilfellum gerum við eins gott úr niðurstöðunni og við getum.
Þetta er hin lýðræðislega leið sem hvorki nei-sinnar né já-sinnar geta sett sig upp á móti í lýðræðisríki.
Steinþór eldri (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 22:53
Þingið tók ákvörðun um að sækja um aðild árið 2009,án þess að spyrja þjóðina,(Fyrrv,ríkisstjórn)
Þingið núna ætti alveg eins að þá að geta hætt við ákvörðun fyrri stjórnar og sagt stopp og hingað og ekki lengra með þessa ólöglegu umsókn,sem hún var og er svo sannanlega.
Númi (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 01:13
Friðrik, kíktu á þessa frétt um nýja könnun Capacent: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/12/obreytt_afstada_til_esb_2/ þar sem 56% voru andvíg inngöngu í sambandið en aðeins 44% hlynnt inngöngu. Þetta eru svipaðar niðurstöður og fyrri könnun þeirra. Friðrik, þar eð 56 > 44, þá þýðir þetta á einföldu máli, að meirihluti þjóðarinnar vill ekki í ESB og hefur aldrei viljað það, sama hvað þú vilt sjálfur.
Steinþór eldri, það er til betri leið:
- Draga umsóknina tilbaka án þjóðaratkvæðagreiðslu, enda var þjóðin ekki spurð þegar hún var send inn.
- Þegar og ef það kemur meirihluti á Alþingi í framtíðinni fyrir að sækja um aðild að ESB, þá verður lagt í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu spurningin hvort sækja eigi um aðild áður en sótt er um.
Þetta er hin lýðræðislega leið sem hvorki nei-sinnar né já-sinnar geta sett sig upp á móti í lýðræðisríki.
Pétur D. (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 12:28