Sunnudagur, 2. mars 2014
Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli en vinstri stjórnin
Með 8.000 manns að mótmæla á Austurvelli í gær, laugardag, 44.000 skrifað undir á www.thjod.is og Sjálfstæðisflokkinn komin í 19% fylgi þá allt í einu opnast ómöguleikinn á því að það sem menn töldu ómögulegt getur orðið mögulegt.
Nú getur það ómögulega gerst að fylgi Sjálfstæðisflokksins hættir ekki að hrynja. Fyrir áratug var það talinn ómöguleiki að fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist undir 20%. Nú hefur sá ómöguleiki orðið að veruleika. Nú getur það sem áður var talið ómöguleiki, nú getur það haldið áfram að gerast. Fylgi Sjálfstæðisflokksins gæti falli í skoðunarkönnunum niður í 10% til 15%.
82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um áframhald aðildarviðræðnanna. Það þýðir að aðeins 18% þjóðarinnar styður þá vegferð sem ríkisstjórnarflokkarnir eru nú lagðir í. Og hvaða kosningaloforð verða svikin næst spyr fólk.
Þessi 18% þjóðarinnar sem styður ríkisstjórnina, Heimsýn, bændaforystuna og LÍÚ í þessu máli, verður það fylgið, 18%, sem ríkisstjórnarflokkarnir fá í næstu þingkosningum?
Þegar ómöguleikinn hefur einu sinni átt sér stað þá er oft eins og slíkir ómöguleikar haldi áfram að endurtaka sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Athugasemdir
Nei.
Pétur D. (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 19:07
Varðandi tölur slærðu hér fram miklu oftrausti þínu á Fréttablaðskönnunina, hjá rammhlutdrægum fjölmiðli sem virðist þjóna Evrópusambandinu dag og nótt, enda eignarhald hans þannig (Jón Ásgeir er harður ESB-sinni).
Jón Valur Jensson, 3.3.2014 kl. 01:54
Ég lýsti alþingis- og bæjarstjórnarkosningum einu sinni sem fegurðarsamkeppni þar sem fegursta og vinsælasta stúlkan væri kosin. Ætli það sé ekki best að hætta þessu kjöri um vinsælustu stúlkuna og og halda okkur við þá fegurstu til að fá meiri stöðugleika í þetta. Nú eða bara að taka upp þann sið að gæfa og gjörvileiki ráði þarna mestu.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.3.2014 kl. 11:33