Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áfram aðildarviðræðum

Enn á ný þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á fjórflokknum.

Ítrekað hefur komið fram í skoðunarkönnunum að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ljúka aðildarviðræðum við ESB. Þjóðin vill fá að taka um það ákvörðun hvort gengið verði í ESB og hér tekin upp evra.

Enn á ný ætla elstu valdablokkirnar á Íslandi að virða að vettugi vilja þjóðarinnar. Í upphafi nýs kjörtímabils sýna þessar valdablokkir tennurnar. Þær vilja ráða örlögum þjóðarinnar án þess að þjóðin hafi að því neina aðkomu.

Undir er stærsta hagsmunamál okkar tíma  -  og að sjálfsögðu hafa menn á því misjafnar skoðanir.

 

Ég hvet alla til að skrifa undir þessa undirskriftarsöfnun til að tryggja það að þjóðin sjálf fái að ráða niðurstöðu þessa máls. 

Sjá hér:

 http://www.petitions24.com/ekki_draga_umsoknina_tilbaka

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu Etta kallinn minn: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 02:46

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það hefði fyrst átt að kjósa um það hvort farið væri af stað í aðlögunarviðræðurnar í upphafi, því ef svo hefði verið þá væri réttmætt að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu núna.

Annars er ég bara nokkuð sáttur við þessa tillögu og skrifa ekki undir svona fíflalega áskorun.

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 24.2.2014 kl. 09:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband