Sunnudagur, 28. apríl 2013
Þjóðin henti fólkinu sem hatar framkvæmdir út úr stjórnarráðinu.
Þó ég hafi hvorki kosið Framsóknarflokkinn né Sjálfstæðisflokkinn þá fagna ég niðurstöðu þessarar kosninga.
Að sjá fram á að hér taki við völdum flokkar sem hatast ekki út í ákveðnar atvinnugreinar heldur fagna fjölbreytileika í atvinnurekstri og atvinnuuppbyggingu er mikið gæfu spor fyrir land og þjóð.
Það hefur verið ömurlegt að horfa upp á það í fjögur ár að hér hafa verið við völd stjórnvöld sem hafa hatast út í ákveðnar gerðir og tegundir atvinnurekstrar.
Stjórnvöld sem hata framkvæmdir.
Vonandi að nú sé tími Svandísar Svavarsdóttur og Andra Snæs Magnasonar sem helstu hugmyndafræðinga þjóðarinnar í atvinnumálum liðinn...
Vonandi að þeir tímar komi aldrei aftur.
Til hamingju Ísland.
Mynd: Aldrei aftur stjórnvöld sem vilja koma þjóðinni aftur inn í torfkofana...
Geta myndað stjórn með 51% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Lækka á CO2 losunartölur Íslands um 67%
- Íslenskur landbúnaður er kolefnishlutlaus
- Hálendinu fórnað fyrir lítinn ávinning í orkuskiptum og rafbí...
- Helreið Bjarna Benediktssonar með Sjálfstæðisflokkinn loks lo...
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 150
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Og kaus inn fólkið sem elskar framkvæmdir...en bara fyrir vini sína.
Ellert Júlíusson, 28.4.2013 kl. 11:43
Gríðarlega málefnalegt.
Páll K (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 11:56
"Vilja koma þjóðinni aftur inn í torfkofana". "Eru á móti rafmagni." Þetta var söngurinn 2003 þegar Hrunadansins hófst og nú er söngurinn byrjaður aftur.
Við Íslendingar framleiðum fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum til eigin nota og ég og skoðanasystkin mín samþykktum tæplega 30 stórar virkjanir. Samt er byrjaður söngurinn um að við séum "á móti framkvæmdum."
Það varð efnahagshrun af áður óþekktri stærð 2008 en það er alveg búið að gleyma því hverjir settu kúrsinn fyrir það, heldur skal byrjað aftur á nákvæmlega ferlinumm og hófst 2003 með sömu kjörorðunum, sömu stefnu undir leiðsögn þeirra sömu afla sem skópu Hrunið, - hrun, sem komið hefur í ljós að var orðið óhjákvæmilegt þegar haustið 2006.
Og framkvæmdirnar, sem nú á að setja af stað. Hvað munu margir fá atvinnu í álverinu í Helguvík? Svar: 0,2% af vinnuafli þjóðarinnar. Hvernig getur það leyst atvinnuvandann? Og jafnvel þótt tengd störf verði ívið fleiri erum við að tala um 0,5%.
Það er sagt að það verði svo margir sem fái vinnu við virkjanaframkvæmdirnar. Já, það er rétt, en þeir verða allir atvinnulausir þegar framkvæmdum lýkur, - framkvæmdir,sem miða að því að stúta helstu náttúruverðmætum á svæði sem nær frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á hálendið.
Segðju mér, Friðrik, við hvaða framkvæmdir þau 99,5 % vinnuaflsins, sem ekki vinna í álverinu, eiga að vinna.
Segði mér lika, við hvaða framkvæmdir þau 96% vinnuaflsins eiga að vinna þegar búið verður að virkja allt virkjanlegt afl landins handa sex risaálverum.
Segðu mér einnig, hvar afkomendur okkar eiga að finna orku í staðinn fyrir meira en þúsund megavött, sem verða uppurin á 50 árum.
Ómar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 12:07
Sæll Ómar
Þegar ég les þetta Ómar:
"Það er sagt að það verði svo margir sem fái vinnu við virkjanaframkvæmdirnar. Já, það er rétt, en þeir verða allir atvinnulausir þegar framkvæmdum lýkur"
þá fagna ég í hjarta mínu að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru að taka við völdum, fólk sem hatast ekki út í verklegar framkvæmdir og uppbyggingu þeirra innviða sem þurfa að vera fyrir hendi til að byggja upp nútíma samfélag til að skapa hér aðstöðu til auka tekjur og hagvöxt, framkvæmdir hvort heldur það er í vega- og brúargerð, gerð virkjana, flugvalla, húsbygginga eða verslunar-, verksmiðju- eða skrifstofuhúsnæðis.
Eftir örfá ár þá verður miklu meira en nóg af ódýrri orku í boði um allan heim.
Sjá hér:
http://www.smartplanet.com/blog/cities/using-nuclear-waste-prism-reactor-could-power-uk-for-500-years/3881
Hef samt meiri trú á þessu hér:
http://www.gizmag.com/spectrolab-solar-cell-efficiency-record/27000/
en framtíðin er hér:
http://energycatalyzer3.com/
Við eigum að nýta þau tækifæri sem okkur gefast á hverjum tíma. Eðli allra atvinnutækifæra er að þau bjóðast aðeins í skamman tíma.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.4.2013 kl. 12:46
Fyrst að svo mikið verður í boði af ódýrri orku svo brátt, þá er best að virkja ekkert, því það er þá allt fallít. Virkjanir okkar kosta nefnilega skuldaklafa í langan tíma, og hafa sögu að baki þar sem "eitthvað annað" er annaðhvort fjötrað eða eyðilagt.
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 15:30
Sæll Jón Logi
Eigum við ekki heldur að nýta þau tækifæri sem okkur gefast í stað þess að sitja með hendur í skauti.
Það er kannski rétt að benda á aðra byltingu sem er handan við hornið sem geta leyst allan vanda í orkumálum heimsins sem eru Þóríum kjarnorkuver.
Norðmenn og Westinghouse vinna nú að því að byggja Þóríum kjarnaofn en Norðmenn eiga gríðarlegar námur af Þóríum.
Sjá hér:
http://www.smartplanet.com/blog/bulletin/norway-ringing-in-thorium-nuclear-new-year-with-westinghouse-at-the-party/6421
Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.4.2013 kl. 16:28
Stærsta vandamálið á Íslandi eru bankarnir.
Þeir standa flestu fyrir þrifum.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 19:28