Kjóstu Lýðræðisvaktina og fáðu 3 fyrir 1

Með því að kjósa í komandi kosningum nýju framboðin, framboð eins og Lýðræðisvaktina, flokk sem vantar 1% til 2% til að ná yfir 5% múrinn þá getur eitt atkvæði orðið til þess að Lýðræðisvaktin nái inn 3  þingmönnum.

IMAG1262-aEitt atkvæði greitt flokkum sem eru yfir 5% múrnum, skv skoðunarkönnunum, það atkvæði hefur í mesta lagi áhrif á hvort einn þingmaður flyst til á milli flokka. Mikinn fjölda atkvæða þarf til að hreyfa einn þingmann á milli flokka. Í þeim skilningi þá falla alltaf mörg þúsund atkvæði "dauð" í hverjum kosningum, atkvæði sem ekki nýtast til þess að færa þingmann á milli flokka.

Með því að kjósa Lýðræðisvaktina og stuðla þannig að því að flokkurinn fái 2% fleiri atkvæði og hann komast þar með yfir 5% múrinn, þá geta kjósendur verið að fá 3 þingmenn fyrir atkvæði sitt.

Atkvæði greidd nýju framboðunum sem vantar lítið upp á að ná yfir 5% múrinn eru því aldrei "dauð" atkvæði frekar en atkvæði greidd öðrum flokkum. Þvert á móti þá eru mestar líkur á að þú fáir 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt með því að kjósa Lýðræðisvaktina á laugardaginn.

Ég mæli því með að þú kjósir Lýðræðisvaktina á laugardaginn og stuðlir þannig að því að þú fáir minnst 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt.

Mynd: Margir eru stimplarnir í kjörklefanum fyrir þessar kosningar. "L" stimpillinn sem ég notaði var orðin hálfþurr...   sjálfsagt vegna mikillar notkunar...


mbl.is Biðröð myndaðist í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband