Þriðjudagur, 23. apríl 2013
Eðlilegt að fjöldi nýrra framboða sé mikill.
Það bera að virða það sem vel er gert og núverandi ríkisstjórn tókst að koma böndum á gengdarlausan hallarekstur ríkisins. Henni tókst hins vegar ekki að klára stóru málin, henni tókst ekki að ljúka viðræðum við ESB, henni tókst ekki að standa við sín kosningaloforð varðandi kvótamálin, hún stóð ekki við loforð um að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og ríkisstjórnin afvegaleiddi þjóðina í Icesave málinu með svo alvarlegum hætti að þjóðarleiðtogar sem verða uppvísir að svo stórfelldum mistökum, slíka þjóðarleiðtoga á ekki að velja á ný til forystu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því ekki valkostur hjá stórum hluta kjósenda í þessum kosningum.
Eftir þær afhjúpanir sem við höfum orðið vitni að í hruninu og nú á árunum eftir hrun og þeirri spillingu sem gróf um sig í samfélaginu í stjórnartíð gömlu hrunaflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þá eru þessir flokkar ekki heldur valkostur í hugum mjög margra kjósenda. Það er þess vegna sem svona mörg framboð líta dagsins ljós í þessum kosningum.Fjöldi fólks treystir sér ekki til að kjósa þá flokka og það fólk sem leitt hefur þjóðina síðustu ár.
Við í Lýðræðisvaktinni eru í þeim hópi. Við erum fólk sem ekki vill kjósa ríkisstjórnarflokkana til valda á ný, hvað þá gömlu hrunaflokkanna. Lýðræðisvaktin býður fram um allt landa og er með mikið mannval á framboðslistum sínum. Vaktstjóri er Þorvaldur Gylfason prófessor, í 1. sæti í Reykjavík norður. Í öðru sæti er Egill Ólafsson tónlistamaður´og í þriðja sæti Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur. Í fyrsta sæti í Reykjavík suður er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og Örn Bárður Jónsson prestur. Bæði sátu í stjórnlagaráði. Í Kraganum eru í tveim efstu sætunum tveir stjórnlagaráðsfulltrúar, þau Lýður Árnason læknir og Ástrós Signýjardóttir stjórnmálafræðingur.Í fyrsta sæti á Suðurkjördæmi er Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður. Í öðru sæti Krístín Ósk Wium, húsmóðir og nemi.
Í fyrsta sæti í Norðvestur kjördæmi er Eyþór Jóvinsson verslunarmaður. Í öðru sæti Lúðvík Kaaber, héraðsdómslögmaður.
Í fyrsta sæti í Norðaustur kjöldæmi er Sigríður Stefánsdóttir f.v. bæjarfulltrúi. Í öðru sæti Þórður Már Jónsson, héraðsdómslögmaður.
Lýðræðisvaktin býður fram trúverðuga lista um land allt þar sem saman er komið mikið að vel menntuðu og hæfileikaríku fólki. Lýðræðisvaktin er án efa eitt trúverðugasta framboð sem fram hefur komið á íslandi um árabil. Sjá nánar hér: http://xlvaktin.is/frambjodendur/
Stefnuskráin okkar er aðgengileg á netinu og heimasíða okkar er xlvaktin.is
Mín helstu áhugamál eru atvinnumálin. Hér töpuðust hátt í 30.000 störf í hruninu og árin eftir hrun. Hér þarf að skapa aðstæður þannig að hér verði til fjöldi nýrra starfa á næstu árum. Fjárfesting í atvinnulífinu hefur undanfarið verið í sögulegu lámarki. Landið er bundið í gjaldeyrishöftum og fyrirséð að á meðan svo er þá verður erlend fjárfesting hér í lágmarki. Þess vegna þarf að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast til atvinnusköpunar.Ég hvet ykkur til þess að horfa til nýju framboðanna í þessum kosningum og að þið gefið þeim tækifæri. Ástandið á Alþingi getur nú varla orðið verra en það er og með því að kjósa fólkið í Lýðræðisvaktinni inn á þing þá mun ástandið þar ekki versna, því get ég lofað ykkur.
Mynd: Dráttarbíll knúinn með metangasi.
Reynt gæti á þanþolið í kosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook
Athugasemdir
Fyrir vikið eru þessi litlu framboð eins og suð, sem engum árangri ná. Eintómir smákóngar, sem vilja frekar fá stóran hlut í engu en lítinn hlut í miklu.
TómasHa, 23.4.2013 kl. 15:42
Tómas þetta er bara ekki rétt hjá þér. Hér er verið að gera tilraun til að bylta því þrönga staðnaða kerfi sem hefur ríkt hér um árabil. Hvernig sem þessar kosningar fara, þá verður ekki aftur snúið á þessari braut lýðræðís, og ég spái því að útslitin munu koma mjög á óvart, sérstaklega svona þröngt hugsandi mönnum eins og þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2013 kl. 18:40
Margir flokkar eru ekki ávísun á líð ræði. Þegar margir flokkar ná kjöri þá er það ávísun á hrossakaup eftir kosningar. Þessir mörgu flokkar nú við þessar alþingiskosningar stafa af því að á alþingi var of mikið af fólki sem ekki getur unnið með öðrum, og það fólk fann enga leið aðra en að stofnað hvert sinn flokk handa sjálfu sér, en ekki handa íslendingum, skoðum árangurinn.
Skrítið fólk hefur þvaðrað frá sér allt vit um einhvern fjórflokk og kennt þessum huldu flokki um allar vammir sem hér hafa upp steðjað. En fjórflokkur hefur aldrei verið til á íslandi hvað þá að hann hafi verið kosinn. Í lýðræðisrík þarf síst af öllu komunista og alls ekki fyrirbærið Íslenska krata, sem eiga sé hvergi í heiminum fyrirmynd.
Íslenskir kratar eru fyrirbæri sem er svo upp pumpað af rembingi, hroka, yfirgangi og almennum sóðaskap í framkomu við fólkið sem á ísland, að við það veður ekki unað. Sumir sveppir þessarar ætar eru eitraðri en aðrir og sveri skeggjaði sveppurinn sem ræktast svo vel í Brussel er það ljóslega.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2013 kl. 20:21
Dáist að myndinni. Er þetta hauggas sem er á kútunum á dráttarbílnum? Ætli hann fái losunarheimildir fyrir þetta?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2013 kl. 20:47
Hrólfur.
Athugasemdin þín er meistaraverk.
Snorri Hansson, 24.4.2013 kl. 02:37
Sæll Guðmundur Ásgeirsson.
Þá finnst þér væntanlega þessi síða sem ég held úti áhugaverð: www.lifgas.net
Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.4.2013 kl. 19:35