Nú er tíminn til að snúa vörn í sókn í Icesave málinu

2012_05_15_EOS60D_6742Við eigum að fara að vilja þjóðarinnar, vilja sem fram kom í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og við eigum að grípa til eftirfarandi aðgerða:

Stöðva strax allar greiðslur til Breta og Hollendinga.

Stofna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsakar hvers vegna greiddir voru 700 milljarðar í gjaldeyrir út úr þrotabúi Landsbankans þó svo þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslum ítrekað neitað að greiða neitt vegna Icesave nema að undangengnum dómi. Af hverju virti Alþingi og stjórnsýslan þessar þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi og hóf greiðslur áður en dómur féll og borgaði út 700 milljarða í gjaldeyri þvert á skýran vilja þjóðarinnar?

Leitað verði allra leiða til að fá til baka það fé sem þegar hefur verið greitt til Breta og Hollendinga. Íslenskir lífeyrissjóðir og Seðlabanki Íslands eru stórir kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans og væntanlega í hópi fámennra kröfuhafa sem enn eiga sínar upphaflegu kröfur í þrotabúinu. Hitt eru vogunarsjóðir sem keyptu sínar kröfur á hrakvirði og eru að horfa til annarra hluta. Ef sækja á þetta fé til Breta og Hollendinga þá er það Seðlabankinn og lífeyrissjóðirnir sem væntanlega þurfa að gera það.

Gerð verði úttekt á því hve mikið tjón þjóðarinnar er vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu í október 2008 á Landsbankann, Kaupþing, Seðlabanka Íslands og ríkissjóð ásamt því að kyrrsetja gull- og gjaldeyrisvarasjóð landsins sem geymdur var í Morgan Stanley bankanum í London. Samhliða því að forsætis- og fjármálaráðherra Breta kynntu það fyrir fjölmiðlum heimsins að Ísland væri gjaldþrota. Eins það tjón sem Bretar og Hollendingar ollu þjóðinni með því að tefja fyrir afgreiðslu lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.

Enn er eftir að greiða um 500 af þeim 1.200 milljörðum sem óbreytt neyðarlögin skuldbinda þrotabú Landsbankans að greiða til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Gera á þessa greiðslu, þessa 500 milljarða, upptæka og nota þetta fé sem bætur fyrir það tjón sem hryðjuverkalögin ollu þjóðinni og það tjón sem varð vegna dráttar á lánum frá AGS.

 

Mynd: Á Puerto del Sol í Madrid, maí 2012.


mbl.is Ísland er fast í fyrsta gír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband