Mánudagur, 23. apríl 2012
Pólitísku uppgjöri fjórflokksins á hruninu lokið.
Með sakfellingu fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi í dag fyrir brot á stjórnarskrá þá lýkur formlega hinu pólitíska uppgjöri fjórflokksins á hruninu.
Þetta ferli hófst með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, nefndar sem umræddur forsætisráðherra átti stærstan heiðurinn af að setja á laggirnar. Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar er lagt til að þáverandi forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra ásamt bankamálaráðherra yrðu dregnir fyrir Landsdóm og ákærð fyrir stórfelld afglöp í starfi og brot á stjórnarskrá.
Þingnefnd á vegum Alþingi sem fór yfir skýrsluna komst að sömu niðurstöðu og Rannsóknarnefndin og lagði fyrir Alþingi að samþykkja að þessir fjórir ráðherra yrðu ákærðir og dregnir fyrir Landsdóm.
Lágkúran á Alþingi náði áður óþekktum hæðum þegar þingið ákvað að ákæra forsætisráðherrann fyrrverandi einan en sleppa hinum ráðherrunum þrem við ákæru. Eftir þessa atkvæðagreiðslu þarf án efa að skipta út öllum núverandi þingmönnum Alþingis, eigi að endurreisa traust þjóðarinnar á þinginu.
Þó uppgjöri fjórflokksins á hruninu ljúki með þessum dómi yfir forsætisráðherranum fyrrverandi, dómi sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri réttarsögu, þar sem forsætisráðherra er dæmdur af 15 manna Landsdómi fyrir að brjóta 17 gr. stjórnarskrárinnar, þá á dómstóll götunnar eftir að dæma í þessu máli.
Dómstóll götunar mun kveða upp sinn dóm að ári liðnu þegar kosið verður til Alþingis.
Verður það svo að fjórflokkurinn verður kosinn áfram til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina eða hefur þjóðin fengið nóg af fjórflokknum í bili og gefur nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri?
Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir!
sjá...
17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.4.2012 kl. 14:33