Icesave-dómur og mestu afglöp íslenskra fjölmiðla?

Loksins að einn af helstu fjölmiðlum landsins gerði úttekt á því og segir frá því hvaða afleiðingar það hefur verði neyðarlögunum hnekkt í þeim dómsmálum sem nú eru í gangi.

Loksins að einn af helstu fjölmiðlum landsins gerir þjóðinni grein fyrir því að ef við hefðum samþykkt Icesave 3 og neyðarlögunum verið hnekkt þá falla hundruð milljarðar á ríkissjóð og þar með íslenska skattgreiðendur.

Í umræðunni fyrir Icesave 3 kosninguna þögðu okkar helstu fjölmiðlar og fjölmiðlamenn og fjölluðu ekkert um þennan flöt málsins.  Jafnvel í Silfri Egils var ekki fjallað um þennan flöt málsins og ef hann kom upp þá var honum vísað frá eins og hverri annari fjarstæðu. Lee C Buchheit  benti samt á þetta atriði sem einn af þremur stærstu áhættuþáttunum í Icesave samningnum í samtali á Silfrinu en annað hvort skildi Egill hann ekki, gleymdi þessu atriði eða vísvitandi lét ógert að nefna það.  Fjölmiðlamenn töldu alltaf bara upp tvö atriði í sínum samantektum sem áhættuna við Icesave 3 samninginn, þ.e. hvað mikið kæmi úr þrotabúi Landsbankans og hve mikil gengisáhættan væri.  Neyðarlögin voru sjaldan eða aldrei nefnd.

Þannig komst samninganefndin og stjórnvöld alltaf upp með að ræða ekki þennan flöt málsins eins og það gæti ekki gerst að málið tapaðist fyrir dómi.  Þetta eru mestu afglöp sem ég hef séð íslenska fjölmiðla gera, að láta stjórnvöld, samninganefndina og fulltrúa JÁ sinna komast upp með að ræða ekki þetta atriði.

Um þennan flöt málsins var bara fjallað á blogginu, á Facebook og í einstaka aðsendum greinum í prentmiðlum.

Nú að afloknum kosningum þá hefur þagnarhlunni loks verið lyft af þessu máli á ríkisfjölmiðlinum rúv.

Þá bregður svo við að rúv er með ágætis umfjöllum um málið,  sjá nánar hér. Greinilegt er að fréttamennirnir á rúv gera sér vel grein fyrir mikilvægi þessara málaferla og hvað það þýðir ef neyðarlögunum verður hnekkt og hvað hefði gerst hefði þjóðin samþykkt Icesave 3 og þar með gengist í ábyrgð fyrir 650 milljörðum. Fréttamenn rúv gera sér fulla grein fyrir að þá hefðu hundruð milljarða fallið á ríkissjóð.

Fréttamann rúv gera sér fulla grein fyrir því að í þessum málaferlum um neyðarlögin væri allt samfélagið undir ef við hefðum samþykkt Icesave 3 samninginn.

Sérkennilegt að rúv skyldi ekki sjá ástæðu til að birta þessa frétt einhverjum dögum eða vikum fyrir Icesave 3 kosninguna.

Hefði rúv birt þessa umfjöllun vikuna fyrir Icesave 3 kosninguna þá hefði það tryggt að yfir 70% þjóðarinnar í stað 60% hefði hafnað Icesave 3 samningnum.

Alltaf gott að vita hvar við höfum rúv og að rúv stendur í blíðu og stríðu með stjórnvöldum á hverjum tíma, sama hvað gengur á, eins og Pravda á sínum tíma stóð í blíðu og stríðu við bakið á Sovéska kommúnistaflokknum. 

 

Guði sé lof fyrir Facebook, bloggið og óháðu netmiðlana.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón

Þá er bara að bíða og sjá hvað Hæstiréttur gerir. 

Þar sem þetta mál snýst um eignaréttarákvæði sem eru bæði varin skv. stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu þá getur þetta mögulega lent fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Eins snýst málið um það hvað telst vera "innistæður" og hvað nær "neyðarrétturinn" langt og þar með hvað má tryggja skv. neyðarlögunum og hvað ekki.

Það geta liðið nokkur ár þar til réttaróvissunni vegna þessara neyðarlaga verður endanlega lokið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.4.2011 kl. 14:25

3 identicon

Það var nú varla hægt að ætlast til þess að einn dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur tæki upp á því að dæma neyðarlögin frá Alþingi ólögleg.

Þetta er allt of stórt mál til að leggja þá ábyrgð á herðarnar á einum dómara í héraðsdómi.

Það er Hæstaréttar og dómaranna þar að dæma í svona stórum málum.

Hugsanlega í framhaldi fer þetta fyrir Mannréttindadómstólinn.

Pétur (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 15:01

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Einn flöturinn á þessu máli er að Hæstiréttur / Mannréttindadómstóllinn getur komist að þeirri niðurstöðu að neyðarréttur Íslendinga hafi náð til þess að tryggja lámarksinnistæður, 20.887 evrur á öllum reikningum og innistæður á Íslandi þannig að greiðslumiðlun á Íslandi væri virk þannig að stór og smá fyrirtæki á Íslandi gætu greitt laun.

Annað mál væri hins vegar með innistæður umfram lámarksinnistæður á t.d. innistæðureikningum sem bundnir eru til nokkurra mánaða eða ára. Hvað réttlætir að slíkar innistæður, hér heima og erlendis, séu tryggðar á kostnað almennra kröfuhafa? 

Gerum okkur grein fyrir því að í þortabúi Landsbankans eru um 1.200 ma. Þar af kostar um 650 ma. að tryggja lámarksinnistæður á öllum reikningum. Bretar og Hollendingar vilja fá 500 ma. fyrir að hafa tryggt innistæður umfram þessar 20.887 evrur per reikning. En getur það flokkast undir "neyðarrétt" af hálfu Íslands að tryggja innistæður umfram lágmarkið? Að tryggja erlendum innistæðueigendum innistæður sínar umfram lágmarkið, getur það flokkast undir neyðarrétt eða hluti að því að tryggja greiðslumiðlun á Íslandi?

Munum líka að Seðlabanki Íslands og lífeyrissjóðirnir okkar eru stórir almennir kröfuhafar í þessum þrotabúum.

Verði neyðarlögunum hnekkt alveg eða að hluta þá fá lífeyrissjóðir landsmanna og Seðlabankinn greiðslur úr þessum þrotabúum. Haldi neyðarlögin þá hirða Bretar og Hollendingar þessa 1.200 ma. sem eru í þrotabúinu upp í Icesave.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.4.2011 kl. 15:37

5 identicon

Já Friðrik sem betur fer á þjóðin enn menn og konur eins og þig, sem hafa þor, þrek og þekkingu til að taka fram fyrir hendurnar á illa upplýstum og að stóru leiti óhæfum fréttamönnum. En skömm ruv er þó stærst þar sem umfjöllunin um Icesavesamningana l , ll og lll er og verður rannsóknarefni um hvernig ríkisreknir fjölmiðlar verða "impotent" í pólitískum málum þar sem trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar er í veði. Hollusta ruv er greinilega við stjórnvöld en ekki þjóðina eða að draga fram allar hliðar óþægilegra mála með upplýstu og "köldu mati"

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 17:42

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það verður spennadi að sjá hvað hæstiréttur gerir. Hef heyrt suma óska sér að forgangsrétturinn verði feldur úr gildi þannig að Bretar og Hollendingar sitji uppi með skítinn. Þá virðist álit ESA vera mjög vafasamt samkvæmt áliti sérfræðinga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.4.2011 kl. 23:37

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir flottan pistil

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.4.2011 kl. 23:49

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Neyðarlögin vernduðu tvímælalaustt almenn grundvallarmannréttindi þar sem þau voru sett.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 00:58

9 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sýnir þetta okkur ekki að íslenskir fjölmiðlar eru nánast allir handónýtir?

Kjartan Sigurgeirsson, 28.4.2011 kl. 09:14

10 identicon

Stjórnarerindrekar hafa fleira að miðast við, en óskir manna, álit og lög.  Þeir þurfa einnig að miða við samskipti við erlenda aðila, og áhrif þessa á framtíð þjóðarinnar.  Þeir hafa einnig að miða við "siðferði" og þá í alþjóðlegum skilningi, og ekki fyllibytna sem eru fúlir vegna þess að bjórin þraut, og vilja hengja barþjóninn.

Erlendar þjóðir eru færar um að "taka Ísland af Íslendingum", í bókstaflegum skilningi.  Þó svo að það séu ekki tímar til þess í dag, þá er framtíðar áhætta þess efnis að erlendar þjóðir vinni Íslandi tjón, í refsingarskyni, eða á annan hátt vinni að því að takmarka tekjulyndir Íslands í þágu hinna mörgu ... í þágu hinna mörgu, eru þarfir 300 þúsund Íslendinga, veigalítið.  Þessi atriði hafa áhrif á framtíð Íslands, og hefur mun stærra gildi en þarfir fyllibytna og óskir þeirra að geta haldið áfram að þjóra ölið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 13:07

11 identicon

Friðrik:

Þú heldur því fram að ef við hefðum samþykkt Icesave I, II eða III og neyðarlögin hefðu fallið þá værum íslenska þjóðin gjörsamlega gjaldþrota. 

Það má vera rétt, en hefur það eitthvað með Icesave samningana að gera?

Þarna eru tvo skilyrði: Hefðum samþykkt Icesave og neyðarlögin hefðu fallið.

EF og HEFÐI - má ég setja tvö ef í viðbót:

Ef Ísland verður dæmt til að greiða 20.000 EUR pr. reikning með 6% vöxtum (sbr. dóminn í gær, Icesave III var tæp 3%) og ef neyðarlögin verða felld í Hæstarétti verðum við ekki í jafn djúpum skít og þú ert að lýsa?  Að ég tali nú ekki um að við verðum dæmd til að greiða upp innstæður í breskum og hollenskum útibúum upp í topp, á sama hátt og allar innstæður í íslenskum útibúum voru lausar til ráðstöfunar strax.

Munurinn er sá að nánast öllum er ljóst að það að færa innstæður fram fyrir "önnur" lán var nauðsynlegt til þess að forða íslensku efnahagslífi frá algjöri hruni - að hægt væri að greiða út laun og annað.  Það er hins vegar ekki eins ljóst hvort það hafi verið nauðsynlegt að mismuna innstæðueigendum á þann hátt sem gert var.  Var ekki hægt að forða íslensku efnahagslífi frá hruni án þess að gefa algjörlega skít í bresk og hollensk útibú en á sama tíma tryggja allt á Íslandi?  Hefði t.d. ekki verið hægt að tryggja aðgang að innstæðum upp að 20.000 EUR sbr. tryggingakerfið og e.t.v. tryggja launagreiðslur þar fyrir utan?

Steingrí­mur Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 19:22

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Steingrímur #11

Varðandi spurninguna hvort Ísland verði dæmt til að greiða og hverjir vextirnir þá yrðu þá vil ég benda á þessa umsögn hér sem nokkrir okkar helstu lögspekingar lögðu fyrir Alþingi. Eins greinar Lárusar Blöndal og félaga.

 http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1074&nefnd=fl

Pétur Reimarsson úrskýrir þetta líka vel í máli og myndum á þessu 15 mín myndbandi.

 http://vimeo.com/21929491

Eins vil ég minna á að neyðarlögin gera ekki greinarmun á innistæðum eftir þjóðerni. Neyðarlögin tryggja allar innistæður jafnt, íslenskar jafnt og hollenskar. Daginn eftir að Ísland setti neyðarlögin þá settu Bretar hryðjuverkalög á Ríkissjóð Íslands, Seðlabankann, Landsbankann og Kaupþing og frysti gull- og gjaldeyrisforða landsins inni í J.P.Morgan í London þar sem hann er geymdur. Ísland var því ekki í neinni stöðu til að gera eitt eða neitt varðandi þessa erlendur innistæðueigendur. Enda fluttu Bretar og Hollendingar allar Icesave reikningana í Hollenska bankann ING. Jafnframt lýstu Bretar því yfir að allar innistæður Breskra ríkisborgara yrðu tryggðar að fullu og Hollendingar tryggðu innistæður hjá "sínu" fólki upp að 100.000 evrum. Þar af greiddu tryggingar sem Landsbankinn og Kaupþing voru hjá einkareknu tryggingarfélagi FSCS stóran hluta af þessu. Sjá hér:

http://www.fscs.org.uk/what-we-cover/products/investments/eea-top-ups/

Eftir að Bretar tóku yfir Landsbankann á Bretalandseyjum með neyðarlögum þá var það ekki lengur í hendi Íslendinga að veita breskum og hollenskum innistæðueigendum aðgang að sínu fé. Það var á höndum Breta og flest allir þessir aðilar  fengu aðgang að sínu fé viku eftir að Landsbankinn féll. Dómar eru svo að ganga þessa dagana hvað teljast innistæður og hvað ekki, sbr nýlegar dóm um "heildsöluinnlán".

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.4.2011 kl. 00:47

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Bjarne #10

Hér kemur þú inn á punkt sem er "tapú" á Íslandi. Um slík mál er ekki rætt á Íslandi. Allt er varðar öryggi landsins er tapú á Íslandi. Öryggi landsins er eitthvað sem "aðrir" eiga að sjá um.

Líklega er það vegna þess að frá landnámsöld hafa "aðrir" séð um öryggismál fyrir okkur. Frá Gamla sáttmála, 1262, var það Noregur og þegar við fórum með Noregi inn í veldi Margrétar danadrottningar, 1550, þá voru það Danir. Danir voru upp frá því alla tíð með viðbúnað hér. Hér voru alltaf danskir hermenn undir vopnum þar til í þjóðverjar hertóku Danmörk í seinni heimstyrjöldinni. Þá tóku Bretar við keflinu og síðan BNA.  Frá því BNA lokaði herstöðinni í Keflavík 2006 þá hafa ríki NATO annast öryggisgæslu fyrir okkur Íslendinga. Frá því land byggðist hafa hér alltaf verið menn undir vopnum með það hlutverk að verja landið. Það hafa bara verið "aðrir" en Íslendingar enda Ísland aldrei í raun verið fullvalda sjálfstætt ríki.

Okkar "sjálfstæði" og okkar "fullveldi" hefur allt grundvallast á velvilja annarra ríkja.

Stór hluti okkar helstu forystumanna þvaðrar svo um það eins og börn að Ísland sé herlaust land,  hafa alltaf verið herlaust land og eigi að vera herlaust land.

Í hvaða blekkingarheimi lifa þessir stjórnmálamenn Bjarne?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.4.2011 kl. 01:11

14 identicon

Friðrik - þessi rök þín halda álíka vel og þegar foreldrar örgustu villinga halda því fram að þeirra börn séu hlýðin og þæg!  Því miður höguðu Íslendingar ekki eins og raunverulega hlýðin og þæg börn - hvorki íslenskir bankamenn, kaupsýslumenn eða stjórnvöld!

Það er ekki nóg með að óháðir aðilar eins og til dæmis Eftirlitsstofnun EFTA hafi komist að því að okkur beri að greiða a.m.k. 20.887 evrunar heldur eru mjög margir íslenskir sérfræðingar með mikinn vafa - má þar til dæmis nefna Lárus Blöndal og Ragnar Hall.

EFið er því svo sannarlega til staðar - eða treystir þú þér til þess að slá því 100% föstu að ekkert falli á Ísland vegna Icesave?

Þá stendur eftir:  Falli neyðarlögin í Hæstarétti eiga Bretar og Hollendingar erfiðara að fá sitt og þau munu því að sjálfssögðu reyna að sækja það sem á vantar til okkar.

Nei eða Já í atkvæðagreiðslunni 9. apríl hafði því nákvæmlega ekkert að segja um það hversu alvarlegt það er að sá hluti neyðarlaganna að færa innstæður fram fyrir annað falli í hæstarétti...

Steingrí­mur Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 14:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband