Auðvitað mátti ekki veita þessa ríkisábyrgð

Auðvitað lækkar skuldatryggingarálagið þegar ríkissjóður hættir við að veita ríkisábyrgð á 650 ma.  skuldbindingu upp á von og óvon að það takist að láta þrotabú Landsbankans standa undir Icesave.

Það voru margir sem héldu því fram að þetta tryggingarálag myndi hækka ef við höfnuðum Icesave. Margir héldu því fram að því meira sem við tökum af lánum og því meira sem við skuldbindum okkur með ríkisábyrgðum því auðveldara yrði og fá lán og kjör þeirra yrðu betri.

Nú þegar allt rykið sem var sáldraði upp í aðdraganda þessara kosninga er að falla til jarðar og menn byrjaðir að grilla aftur í gegnum gruggið þá kemur í ljós að ekkert hefur breyst.  

Auðvitað er það áfram þannig að því minna sem ríkissjóður skuldar og því minni ábyrgðir sem hvíla á ríkissjóði því betri eru lánakjörin. 


 


mbl.is Álagið hið lægsta frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Nákvæmlega

Sumarliði Einar Daðason, 14.4.2011 kl. 10:20

2 identicon

Já og sérstaklega er þetta áhugavert í ljósi blessaðra matsfyrirtækjanna sem nú ætla sér að lækka lánshæfið af því ekki var farið að vilja fjármálaaflana. Tilgangur þeirra og húsbóndahollusta er ekki við "rétt og satt" heldur við stóra tékkann sem þeir fá fyrir svona vitleysu.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 13:49

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Við skulum nú láta rykið falla alveg áður en við metum afleiðingar þess að hafna Icesave samningum. Viðbrtagða matsfyrirtækjanna er ekki að vænta fyrr en í næstu viku.

Hitt er þó ljóst að Seðlabanki Íslands hefur frestað skudabréfaútgáfu í Bandaríkjunum vegna niðusrtöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. þar á bæ vænta menn þá sennilega ekki þess að nokkur muni bjóða viðunandi kjör í því útboði vegna synjunarinnar. Ekinnig hefur komið fram í fréttum að Landsvikjun hefur gert samning við Landsbankann um að lána til Búðarhálsvirkjunmnar þá upphæð sem hún hafði gert samning við Evrópska fjárfestingabankann um með fyrirvara um að lánshæfismat lækki ekki. Það með gera forsvarsmenn Landsvikjunnar væntanlega ráð fyrir því að lánshæfismatið lækki.

Þaðað taka á sig örlitla skuldbingingu eins og kverðið var á í þessum samningi hefur væntanlega minni áhrif til lækkunar á lánshæfismati eða tryggingarálagi heldur en það að standa í dómsmáli sem getur leitt til klafa sem þjóðin ræður ekki við fari allt á versta veg. Skýr vilji til að leita ekki samninga um deilumál heldur velja frekar að fara með deilumál fyrir dómstóle er heldur ekki til þessfallið að hjálpa til.

Sigurður M Grétarsson, 14.4.2011 kl. 13:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband