Fimmtudagur, 7. apríl 2011
Í málaferlunum um neyðarlögin þar er KR að keppa við Barcelona.
Hvort heldur menn velja já eða nei á laugardaginn þá fylgir báðum leiðum mikil áhætta. Hvort heldur niðurstaðan verður já eða nei þá er þetta Icesave mál rétt að byrja.
Verði nei ofaná þá fer væntanlega ferli í gang fyrir dómstólum. Hér má sjá Reimar Pétursson útskýra í máli og myndum hvað það hefur í för með sér : http://vimeo.com/21929491
Verði já ofaná og við veitum þessa ríkisábyrgð þá sitjum við næstu árin og fylgjumst með stærstu og öflugust fjármálafyrirtækjum og bönkum veraldar með færustu lögmenn heims á sínum snærum reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti. Vinni þeir ekki málin þar þá liggur fyrir að þeir munu reyna að fara með málið fyrir aðra dómstóla eins og Mannréttindadómstól Evrópu á grundvelli eignarréttarákvæðanna sem þeir telja að hafi verið brotin. Eins að neyðarlögin hafi verið túlkuð of frjálslega og tryggi of mikið af innistæðum. Sjá frétt þar um hér.
Hnekki þeir neyðarlögunum þá verður þrotabú Landsbankans ekki til ráðstöfunar upp í Icesave nema að takmörkuðu leiti. Þó við teljum okkur hafa góðan málstað að verja sem eru neyðarlögin og teflum fram okkar færustu lögmönnum gegn þeirra þá verður leikurinn í réttarsölunum ójafn. Það verður eins og við teflum fram KR en þeir Barcelona.
Þó við teljum okkur hafa góðan málstað að verja sem eru neyðarlögin þá veit engin hvernig þau málaferli enda. Það verður ekki ljóst fyrr en dómarinn flautar til leiksloka. Hvort það verða dómarar Hæstaréttar eða dómarar Mannréttindadómstóls Evrópu sem það gera mun koma í ljós.
Verði neyðarlögunum hnekkt og við búin að samþykkja að veita ríkisábyrgð á lágmarktryggingunni sem eru 674 ma. og lítið fé fæst úr þrotabúi Landsbankans þá verðum við að greiða bróðurpartinn af þessari upphæð úr ríkissjóði. Við erum að tala um upphæð sem samsvarar hálfri landsframleiðslunni sem þarf þá að greiða á næstu 37 árum.
Ég er gamblari en ekki svo mikill að ég þori að veðja 674 ma. á að KR vinni Barcelona þó málstaður okkar sé mjög góður, KR fái forgjöf og margir af okkar helstu knattspyrnusérfræðingum telji allar líkur á að KR vinni.
Menn skildu aldrei vanmeta Barcelona.
Þess vegna kýs ég NEI á laugardaginn. Ég vil ekki að við veitum þessa ríkisábyrgð.
Hverfur ekki þótt ríkisstjórnin fari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Facebook
Athugasemdir
Snillingur. Gæti ekki hafa orðað þetta betur.
Jón Flón (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:05
Tek undir með Jóni hér að ofan: Snilld!
Sumarliði Einar Daðason, 7.4.2011 kl. 14:18
Flott samlíking Friðrik, en þú gleymir að nefna að KR leikur með sjálfsmarka kónginn Steingrím J og lofttegundina Árna Pál. Held að jafnvel Messi falli í skuggan af þessum snillingum.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:31
Ef svo ólíklega vill til að Neyðarlögin verði felld þá er það miklu stærra mál en Icesave III samningurinn. EN þá tikka inn efnahagslegir fyrirvarar Icesave samningsins og staðan verður einfaldlega endurmetin.
Svo það er ástæðulaust og byggt á misskilningi að taka ákvörðun í Icesave málinu útaf áhyggjum af neyðarlögunum.
Einar Karl, 7.4.2011 kl. 18:36
Rett hjá þér Einar Karl.
Lee Buchheit kom inn á þetta í viðtalinu við Egil Helgason í Silfrinu síðasta sunnudag. Hann sagði að menn hefðu gert ráð fyrir þessari sviðsmynd. Þess vegna er gert ráð fyrir að samningurinn geti náð til ársins 2046 og að árlega verði í mesta lagi greidd 2% eða 5%, (ég man þessar tölur ekki) af landsframleiðslu árlega í öll þessi ár til að borga upp Icesave.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 18:47
Það er ljóst að þessir erlendu kröfuhafa leggja mikið undir í þessum málaferlum og kosta miklu til.
Það er til dæmis þannig að þeir íslensku lögmenn sem eru að vinna fyrir þá þeir þurfa að skila sínum málflutningi skriflega til þeirra tveim mánuðum áður en þeir flytja mál sitt. Færustu og dýrustu lögfræðistofur heims sitja í tvo mánuði yfir málflutningi þessara íslensku lögmanna og betrumbæta hann og laga.
Þegar þessir íslensku lögmenn flytja mál sitt fyrir Héraðsdómi þá er málflutningurinn tekinn upp og sendur beint út og þar eru þýðendur sem þýða á staðnum hvað það er sem lögmaðurinn segir í réttinum. Það er því ekki nóg með að þessar erlendu lögmannsstofur meira og minna aðstoði við að skrifa upp málflutninginn, þeir tékka það líka af að íslenski lögmaðurinn flytji málið rétt.
Þessir aðilar treysta ekki einu sinni sínum eigin íslensku lögmönnum. Það er alveg ljóst að þeir treysta ekki íslenskum dómstólum og óttast heimadóm.
Þess vegna eru þeir strax byrjaðir að vitna í mannréttindasáttmála Evrópu kröfum sínum til stuðning og gefa þar með í skyn að þeir fari með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu á grundvelli eignarréttarákvæðanna verði þeir óánægðir með dóm Hæstaréttar.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 18:50
Ef það er eitthvað til í því sem Lárus Jónsson skrifar í þessum pistli hér:
Já, færir Bretum aðfararhæf veð á allar auðlindir Íslendinga.
Þessi greinargerð hans er eitt það svakalegasta sem ég hef lesið um þetta mál.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 19:10
Það er í raun botnlaus áhættufíkn í anda FL-GROUP að vilja samþykkja Icesave samning án þess að vita hvort neyðarlög halda fyrir Hæstarétti og / eða Mannréttindadómstól Evrópu ! BogH er þetta full ljóst ;)
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 23:25
Þeir sem eru á móti því að taka áhættu ættu að segja "já" í kosningunum á laugardaginn enda fylgir því mun meiri áhætta að segja "nei" og fara þá með málið fyrir dómstóla þar sem niðurstaðan er ófyrirséð. Sú leið getur hæglega endað með mun hærri kostnaði.
Það er fyllkomlega út í hött að halda því fram að samþykkt Icesave samningsins gefi Bretum eitthvert aðfararhæfi á auðlindir Íslendinga. Þetta er einfaldlega haugalygi. Það eru efnahagslegir fyrirvarar í samningum sem tryggja það að greiðslur okkar verða okkur aldrei óbærilegar. Tap fyrir dómstólum gæti hins vegar leitt til óbærilegrar greiðsluskildu hjá okkur.
Sigurður M Grétarsson, 8.4.2011 kl. 06:59
Til að klára þessa fáránlegu fullyriðngu um að Bretar muni hafa eitthvert aðfararhæfi í auðlindir Íslands þá er það einfaldlega rangt að þeir geti gengið á þær til að fá sínar greiðslur. Þeir geta því ekki gengið að neinum auðlindum okkar sama hvernig fer. Þetta er sá aumasti að mörgu aumu sem ég hef séð til hjá "nei" sinnum í umræðunni um Icesave samninginn.
Sigurður M Grétarsson, 8.4.2011 kl. 07:04
Öll rök hnýga að því að það verði langfarsælast fyrir hina Íslensku þjóð að hafna þessum ógjörningi sem ICESAVE málið er. Að koma með svona upphrópanir og hástafi í feitu letri er ekki til að auka vegsemd og virðingu fyrir þeim sem vilja þjóna hagsmunum erlendra yfirvalda og nýlendukúgara.
Það að setja "X" við nei í kosningum um hvort ICESAVE haldi gildi sínu eða ekki verður til þess að ekki þurfi að hækka skatta enn frekar til að fjármagna endurgreiðslur fyrir fallin einkafyrirtæki sem ég átti ekki eitt einasta hlutabréf í og á þar af leiðandi ekki að borga.
Þeir sem hinsvegar vilja endilega þjóna hagsmunum erlendra þjóða frekar en egin þjóðar og samþykkja ógjörninginn ættu sjálfsagt að fá heimild til að greiða smaninginn og það sjálf, ekki blanda mér og hinum sem segjum með stolti NEI í það.
Flest rök JÁ-sinna innihalda orðin "hugsanlega" og "mögulega", en það eru orð sem ég flokka sem ágiskanir en fela ekki í sér staðreyndir...
Af þessum sökum og svo mörgum öðrum mun ég mæta þreyttur en jafnframt kátur á kjörstað til að nota minn heilaga rétt til að hafna þessum ógjörningi sem Icesave samningurinn er, lýsi jafnframt yfir að ég er Íslendingur sem ber hag Íslendinga fyrir brjósti en ekki. Ég er jafnframt ekki tilbúinn að selja þjóð mína eða börnin mín í þrældóm til að þóknast erlendum valdhöfum eins og Steingrímur, Jóhanna, og nokkrir aðrir þjóðkunnir aðilar vilja (takið eftir að ég nota ekki orðið "Íslendingar" um þjóðkunnu JÁ sinnana ).
Með kveðju og von um að JÁ-liðið sjái að sér og hafni samningunum.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 8.4.2011 kl. 10:47