Forsetinn synjar Icesave 3 og við það fer fasteignamarkaðurinn í gang.

Allar hagtölur á Íslandi hafa verið upp á við frá því forsetinn og síðan þjóðin hafnaði Icesave 2 samningnum fyrir um ári síðan.

Nú þegar forsetinn hefur synjað Icesave samningnum númer 3 staðfestingar hefur kviknað sú von að íslensk þjóð nái að bíta af sér þá skuldaklafa sem Bretar og Hollendingar vilja setja þjóðina í. Skuldaklafa sem engin veit hversu háir verða.

Um leið og þessi von vaknar þá fer fasteignamarkaðurinn í gang.  

Við vitum og finnum það að þjóðin er að brjótast út úr kreppunni.

Við vitum hvað við höfum og hvað við erum með í höndunum ef við höfnum Icesave 3.

Við vitum hins vegar ekkert hvað gerist ef við skrifum undir þennan óútfyllta Icesave víxil. 

Veðjum á óbreytt ástand. Veðjum á fasteignamarkaðinn sem eftir rúm 3 ár er að fara í gang. Veðjum á allt það sem við höfum í hendi og allt það sem er að gerast.  

Um leið og við samþykkjum Icesave og skuldsetjum þjóðina enn frekar þá mun lánshæfi ríkisjóðs minnka. Það þýðir að enn verra verður að fá lán erlendis og ef það fást lán þá verða þau með enn hærri vexti en nú bjóðast.

Höfnum óvissunni. Höfnum Icesave. 



mbl.is Líflegustu fasteignaviðskipti í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Tek svo sannarlega undir með þér.

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2011 kl. 00:15

2 identicon

Ég segi thad sama, tek svo sannarlega undir med thér

Bergthóra

Bergthóra Gottskálksdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 08:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband