Forsetinn sjálfum sér samkvæmur

Með því að synja aftur lögum um Icesave staðfestingar og vísa þeim til þjóðarinnar þá er forsetinn sjálfum sér samkvæmur. Hann notar nú sömu rök og sömu ástæður og hann notaði þegar hann vísaði Icesave 2 samningnum til þjóðarinnar.

Icesave 3 er í eðli sínu sami samningur og Icesave 2. Bara aðeins lægri vextir fyrstu árin. Þess vegna hefði það verið sérstakt að vísa bara Icesave 2 til þjóðarinnar en ekki Icesave 3.

Í þessu ölduróti sem hér hefur gengið yfir stendur forsetinn fastur fyrir, trúr sínum eigin rökum og fyrri ákvörðunum og lætur hótanir og heimsendaspár ekki villa sér sýn.

Fyrir þetta á forsetinn þakkir skyldar.  

----- o ---- 

Nú er komið að þjóðinni að hrinda af höndum sér fyrirætlunum stjórnvalda og erlendra ríkja að velta skuldum gjaldþrota fjármálastofnunar yfir á launafólk og skattgreiðendur á Íslandi.

Þessir stjórnmálamenn og þessi stjórnvöld eru búin að skuldsetja þetta samfélag nóg. Látum þessa stjórnmálamenn og þessi stjórnvöld ekki skuldsetja okkur enn frekar.

Göngumst ekki í ábyrgð fyrir skuldir gjaldþrota banka.

Höfnum Icesave 3 í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Í dag sigraði lýðræðið alræði.
Forseti vor er sverð okkar og skjöldur.
Til Hamingju Íslendingar.

Rauða Ljónið, 20.2.2011 kl. 17:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband