Nýárskveðja.

Árið var gjöfult og gott.

21122009321Það hljómar kannski einkennileg að segja þetta í miðri einhverrar dýpstu kreppu sem yfir þetta land hefur dunið.

Mitt mat er eigi að síður að svo sé þó erfiðleikarnir séu langt í frá að baki.

Árið sem er að líða markar tímamót á margan hátt. Gjaldþrot þeirrar stefnu sem mótað hefur íslenskt samfélag frá 1991 varð endalegt á síðasta ári.

Árið í ár er fyrsta árið í nýju upphafi. Þetta var ár fólksins í landinu og ár forsetaembættisins. 

Tímar flokkseinræðisins eru vonandi liðnir.

Standi komandi Stjórnlagaþing undir væntingum og ef þjóðin gefur í framhaldi nýju fólki, nýjum hugmyndum, nýjum lausnum og nýjum flokkum tækifæri í næstu þingkosningum þá erum við að horfa á nýja og breytta tíma á næstu áratugum.

Ég óska lesendum og bloggvinum farsælar á komandi ári.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona svo sannarlega að þú hafir á réttu að standa varðandi flokkseinræðið en ég er ekki viss um að þjóðin sé á sama máli...almennt finnst mér fólk ekki kveikja á því hversu mikið skaðræði þetta flokks fyrirkomulag er.

Valgerður (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sömuleiðis Friðrik.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 31.12.2010 kl. 11:02

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég tek undir vonir þínar um breytingar í lýðræðisátt.

Við þurfum nýtt blóð og nýja hugsun í íslensk stjórnmál og vonandi verður stjórnlagaþing og nýir flokkar með nýjar áherslur til að vekja upp hjá þjóðinni meðvitund um að það eru við almenningur en ekki fámenn klíka stjórnmála og athafnamanna sem mótar framtíð þjóðarinnar.

Bestu óskir um velsæld á nýju ári og kærar þakkir fyrir skrif þín undanfarið

Hjalti Tómasson, 2.1.2011 kl. 13:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband