Nýr stjórnmálaflokkur, Norræni borgaraflokkurinn

Eins og fram kemur í frétt á Eyjunni, sjá hér, þá hefur hópur manna unnið að stofnun nýs stjórnmálaflokks, Norræna borgarflokksins.

21122009318Meðal þeirra sem taka þátt í þeirri vinnu erum við í Norræna íhaldsflokknum, sjá hér.

Löngu er tímabært að flokkur sem aðhyllist gildi og lífsýn borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum verði valkostur á ný í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn með sinn Thatcherisma og sterku bandarísku áherslur hefur skilið "Austurhvelið" á hægri væng íslenskra stjórnmála autt síðasta aldarfjórðunginn.

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur sig að mestu við áherslur bandarískra hægrimanna í vesturheimi þá er eðlilegt að hér á Íslandi verði til nýr flokkur hægrimanna sem er fulltrúi borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum í íslenskum stjórnmálum.

Hér hefur lengi vantað borgaralegan hægriflokk sem vill að Ísland gangi í ESB náist ásættanlegir samningar og Ísland skipi sér til framtíðar til sætis með frjálsum þjóðum Evrópu.

Íslensk stjórnmál verða betur stödd með slíkan flokk á þing. Þá verða hér tveir flokkar á hægri væng íslenskra stjórnmála:

Sjálfstæðisflokkurinn á "Vesturhvelinu" með sínar bresk / bandarísku áherslur og einangrunarstefnu

og

Norræni borgaraflokkurinn á "Austurhvelinu" með sínar norrænu áherslur og áhuga á frekara samstarfi við Evrópu.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Athyglisvert. Það verður spennandi að sjá hverju fram vindur í þessu máli.

Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 15:59

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Björn og tak fyrir það.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.12.2010 kl. 16:02

3 Smámynd: K.H.S.

Já endilega að stofna flokk þar sem tapsárir geta upphafið sjálfa sig.

Þar gætu verið Ellert mublu og herbergislausi, Sleggjan sem hvergi tollir, Kúlufrú Gunnarsdóttir sem tilbjó vonlausustu ríkisstjórn sögunnar ásamt Sólrúnu vinkonu ,Þorsteinn ritstjóri ítroðslublaðs Jóns og Hreins og fleira gott fólk er gengið hefur fram af íminduðum gangstéttarbrúnum. það væri þarft verk og löngu kominn tími á að hreinsa Sjálfstæðisflokkinn af vegvilltu Samfylkingarfólki sem þar hefur af

misskildri skildurækni, arfleið eða öðru sest í rangan flokk, en skemmir fyrir almennilegu fólki.

('')ha.

K.H.S., 26.12.2010 kl. 23:18

4 identicon

uff hljómar hroðalega - virðiast vera svona leynikommar (öll vinstri stjórnin snýst um búa til velferðarkerfi eins og Norðurlöndin) eða afdala Framsóknarpésar (eitthvað sem breytist ekki hvað sem á dynur). Strákar það vantar að reisa við atvinnulífið númeró 1 2 og 3 - þá kemur allt hitt.

Snúra (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 23:19

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn að gera klárt fyrir næstu kosningar  Sjálfstæðisflokkurinn veit að hann þarf á plat framboði að halda sem sameinast honum eftir kosningar sem verða væntanlega í vor til að ná þeim styrk sem er nauðsynlegur fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að ná tökunum aftur í landinu.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 23:37

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Kári

Þér er meira en velkomið að vera á móti þessi framboði en eigum við ekki að reyna að sýna hvort öðru lágmarks kurteisi hér á blogginu?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 00:03

7 Smámynd: Elle_

Friðrik, þú talar um ´frjálsar þjóðir´ sem eru undir miðstýringu Evrópuveldisins.  Við erum hluti af hinum stærri heimi og þurfum ekki forsjá og miðstýringu gamalla nýlenduvelda Evrópu. 

HÆGRI GRÆNIR eru hægri flokkur og vilja ekki gefa upp fullveldið og sjálfstæðið eins og flokkurinn sem þú segir vera þörf á og ég segi að væri skaðlegur og segi NEI.

Elle_, 27.12.2010 kl. 00:04

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Snúra.

"Öll vinstri stjórn snýst um búa til velferðarkerfi eins og Norðurlöndin" segir þú.

Ég minni á að á síðustu 25 árum hafa borgaraflokkarnir verið við völd í Danmörku í 17 ár, þar af síðustu 10 ár. Þar blómstrar atvinnulífið og þar er rekið eitt besta og öflugasta velferðarkerfi í heimi, allt undir stjórn þessara dönsku hægriflokka / borgaraflokka.

Danska velferðarkerfið í dag er því miklu frekar afsprengi borgaraflokkana en vinstri flokkana. 

         --------------- 0 ------------ 

Ég er sammála þér í því að númer 1, 2 og 3 er að reisa við atvinnulífið.

Málið er bara að það verður aldrei gert með því að leiða Engeyjarættina og gamla Ísland aftur til valda á Íslandi.

Hér verður aldrei nein endurreisn nema með nýju fólki og nýjum lausnum.

Nýtt Ísland á að taka við eftir hrun eins og þetta.

Þess vegna þarf að koma til nýr flokkur á hægri væng íslenskra stjórnmála, flokkur með nýjar áherslur og nýtt fólk.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 00:16

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll/Sæl B.N.

Við sem stöndum að og stofnuðum Norræna Íhaldsflokkinn fyrir tveim árum erum ekkert "plat framboð" á vegum Sjálfstæðisflokksins. Við sem tökum þátt í stofnun Norræna borgaraflokksins nú gerum það öll af heilum hug.

Tilgangur þessa framboðs er að koma með nýjar áherslur inn á hægri væng íslenskra stjórnmála, norrænar áherslur, ásamt því að við horfum til nánara samstarfs við Evrópu.

Hvað gerist eftir kosningar fer eftir hvaða brautargengi við fáum og hvaða brautargengi aðrir fá og síðan hverjir eru tilbúnir til að koma til móts við þessar áherslur okkar.

Að ætla á þessum tímapunkti að spá í þau spil er ekki tímabært.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 00:29

10 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Elle Ericsson

Þessi "gömlu nýlenduveldi" eins og þú kallar þau eru samt vagga lýðræðis, mannréttinda og frelsis í heiminum. Í dag eru þau enn kyndilberar mannréttinda, lýðræðis og frelsis og taka á þeim vettvangi hvern slaginn á fætur öðrum.

Bara nú á síðustu tveim mánuðum höfum við orðið vitni af því er Evrópa ögrar Kína með því að veita kínverska rithöfundnum Liu Xiaobo friðarverlaun Nóbels og Breta forða Julian Assang, stofnanda Wkkileaks, undan bráðum bana með því að hafa hann undir verndarvæng breska hersins á sveitasetri í Englandi þar sem hann mun væntanlega dvelja þar til búið er að birta öll skjölin sem láku um starfshætti bandarísku stjórnsýslunnar og óhæfuverk bandaríska hersins í Írak og Afganistan.

Að vísa Íslendingum til sætis sem jafningja meðal þjóða Evrópu, þá er ekki í kot vísað.

Að ætla að halda hér áfram þeirri för sem við erum á með gjaldmiðil sem allir sanngjarnir menn vita að er ónothæfur vegna þeirra breytinga sem hafa orðið í heiminum og á gjaldeyrismörkuðum er för inn í öngstræti einangrunar, verðbólgu, fátækar og mikilla efnahagsáfalla á 5 til 7 ára fresti. Þetta er framtíðarsýn sem ég segi NEI við.

En auðvita eru sjónarmiðin misjöfn Elle og öll höfum við okkar misjöfnu skoðanir. Þetta er mín sýn. Þín sýn er önnur.

Þér líst vel á stefnu Hægri grænna. Mér líst vel á stefnu norrænu borgaraflokkana.

Báðum líst okkur illa á það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir í dag.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 00:58

11 Smámynd: Gunnar Waage

Sæll Friðrik, ég var að glugga í heimasíðuna og reyna að átta mig á því hverjir væru í flokknum, liggur einhver listi frammi?

bkv

Gunnar Waage, 27.12.2010 kl. 00:59

12 identicon

Guðbjörn talar um Norræna Borgaraflokkinn, en þú ýmist um hann eða Norræna Íhaldsflokkinn.  Bara svo ég sé ekki að misskilja neitt,  er þetta sami flokkurinn sem hér um ræðir?

Af heimasíðunni má ráða að hinn danski Konservative Folkeparty sé sá flokkur sem horft er til, þegar stefnan er mótuð.  Er það fyrirmyndin?

Elfa Jóns (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 07:36

13 identicon

Hvernig getið þið fullyrt að gildi okkar komi frá hinni íslensku þjóðkirkju? Þetta er algjörlega rangt og gerir það að verkum að ég hef engan áhuga á að kjósa ykkur lengur. Eins og það vaknaði mikil von eftir að ég las fréttina á eyjunni. Þetta er ekkert annað en þröngsýni og í versta falli kynþáttahatur. Ömurlegt þegar trú er gerð pólitísk á þennan hátt. Gildi okkar eru mjög mismunandi og til eru próf til að sanna það. Við höfum mjög ólíkar skoðanir hvert og eitt og fáránlegt að byggja pólitískan flokk á skyldulesningu þjóðkirkjurita og kristniboði í skólum landsins. Á heimasíðu ykkar stendur: ,,enginn getur orðið Íslendingur nema þekkja þau gildi sem íslenskt samfélag byggir á", og gildin eru að allir verði að lesi kristnifræði hvort sem þeim líkar vel eða ekki. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Sem sagt ef þið komist að þá verða börnin mín að hlusta á kristniboð í skólum landsins, hvort sem við foreldra viljum eða viljum ekki. Sem betur fer verðið þið aldrei það stórir að þið komið þessu í framkvæmd.

Valsól (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 08:29

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er fyrir miklum vonbrigðum ég sem vildi sjá flokk fólksins sem hefði skíra stefnu á móti ESB. Norræni Borgaraflokkurinn ætlar þá að stuðla að borgarastríðinu áfram sem er vegna ESB. Við eigum að líta í vestur og gott að vita eins og þú segir að sjálfstæðisflokkurinn geri það. Það er þé einhver framtíð í landinu.

Valdimar Samúelsson, 27.12.2010 kl. 08:42

15 identicon

Þið segið: ,,þessa trú (kristnitrú) og þessa siðfræði er okkar menningararfur í 1000 ár. Þessa siðfræði og þessi gildi á að kenna í öllum grunnskólum landsins og allir sæki þetta nám óháð eigin trú."

Ég neita að trúa því að fólk ætli virkilega að stofna flokk á þessum forsendum, forsendum þröngsýnar og að draga fólk ef til vill nauðugt til að skylda börnin sín í kristniboð í skólum landisins. Gerið þið ykkur grein fyrir því að þið eruð að útiloka 20% kjósenda með svona gamaldags hugarfari? Svo má alveg benda ykkur á að núverandi mannréttindi og gildi okkar, komu ekki fram fyrr en kirkjan missti pólitísk áhrif sín, þ.e. eftir upplýsinguna. Þetta vita allir sem vilja vita. Þannig að gildi okkar koma ekki frá hinni íslensku þjóðkirkju, svo nokkuð er víst. Ég hefði alveg getað hugsað mér að kjósa ykkur frekar en fjórflokkinn, en eftir þessa vitneskju ætla ég hvorki að blanda mér meira í þessa umræðu, né að ljá ykkur atkvæði mitt.

Valsól (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 08:51

16 Smámynd: Vignir Bjarnason

Mér líst vel á þetta. Innganga í ESB og upptaka evrunnar, ...

Vignir Bjarnason, 27.12.2010 kl. 08:52

17 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir einn en ég vil stefnu í trúmálum en ekki trúfrelsi hér eiga að vera númer eitt lútersk trú og svo katholsk. Trúfresi er ávísun á stríð. Við þurfum aga í þeim málum en  kennski ekki persónulegan heldur stjórnarfarslegan aga. Auðvita á að kenna kristnifræði í barnaskólum og þeir foreldrar sem ekki vilja það verða þá að halda sínum börnum frá skólunum ef þau eru svo ill. Þau geta alveg eins bannað börnum að læra sögu ökkar.

Valdimar Samúelsson, 27.12.2010 kl. 08:54

18 identicon

Það skiptir akkúrat engu máli þó svona ESB-Borgaraflokkur verði stofnaður við hlið ESB-Samfylkinarinnar.

Fylgið við ESB aðild mun eftir sem áður verða jafn lítið og það er í dag.

Fylgið við samfylkinguna hefur hrunið um 30% frá s.l. kosningum samkvæmt skoðanakönnunum. Ætli það sé ekki að stórum hluta til vegna harðrar ESB stefnu flokksins. Hinn stjórnarflokkurinn VG hefur aðeins tapað lítilræði miðað við Samfylkinguna. Síðan Sjálfstæðisflokkurinn tók upp einarða stefnu gegn ESB aðild á síðasta Landsfundi sínum og Guðbjörn og 2 aðrir gengu út þá hefur flokkurinn stöðugt aukið fylgi sitt.

Nú er mikill meirihluti landsmanna í öllum stjórnmálaflokkum og líka þeirra fjölmörgu sem engan flokk styðja gegn ESB aðild. Meira að segja innan Samfylkingarinnar er allt að 40% fólks sem efast um ESB umsóknina eða eru henni beinlínis mótfallnir.

Þið eruð að fara á sjó með ykkar handónýtu ESB veiðarfæri og þar að auki ætlið þið að reyna fyrir ykkur á fiskimiðum þar sem lítið sem enginn fiskur er lengur, því hann hefur synt annað.

Kannski að þessi útgerð ykkar fái stóra styrki frá áróðursmálaskrifstofum ESB, en annars yrði þessi útgerð ykkar örugglega gjaldþrota og skipið kæmist aldrey frá bryggju.

Annars alveg heiðarlega og hreinskilnislega þá óska ég þessu ESB-framboði ykkar Guðbjörns norður og niður.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 09:57

19 identicon

Valdimar, endilega lestu sögu okkar, þá kemstu kannski að því að hún blandast sögu annarra ríkja og gildi okkar í dag hafa ekkert með þjóðkirkjuna að gera. Ég er aftur á móti sammála þér í því að það á að fara fram trúarbragðafræðsla í skólum, en þá á að fara jafnt í kristnatrú sem aðra trú. Þér er greinilega algjörlega sama um mannréttindi þeirra sem ekki aðhyllast kristna trú. Þú kannski vissir það ekki, en mannréttindi ganga út á það að meirihlutar séu ekki að ganga á rétt minnihluta og eða öfugt. Ef stjórnmálaflokkur er stofnaður og það fyrsta sem hann gerir er að brjóta mannréttindasáttmála Evrópu, þá legg ég ekki mikið í þann flokk. Meira að segja trúríki eins og Bandaríkin vilja ekki kenna sig við svona öfga, en þar er trúfrelsi niðurnjörfað í stjórnarskránna þeirra.

Valsól (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 11:35

20 identicon

Friðrik - hefurðu búið á Norðurlöndunum? Ég er sammála textanum sem Björk Guðmundsdóttir söng forðum dögum. Fyrir utan þetta allt saman þá talið þið fyrir ESB framboði - ég held að það þurfi nú ekki að lýta langt yfir skammt í ESB til að sjá að það dæmi allt er dauðadæmt. Þannig hér er því um enn eitt landráðið að ræða eins og núna hefur verið reynt margoft af núverandi vinstri stjórn og mun halda áfram. Nokk sama um þessa Engeyjarætt - hún er hvort sem er valdalaus meira og minna og skiptir voðalega litlu máli.

Snúra (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 12:14

21 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ÉG vil  óska þér til hamingju með þetta framtak. Þó ég sé ekki hægri maður þá hef ég heillengi furðað mig yfir því að það sé bara einn hægri flokkur á Íslandi. Flokkur sem mér hefur aldrei þótt tala til mín og gert hugmyndir mínar um hægri mennsku að sauri. Vonandi að þessi flokkur verði málefnalegur og framtakssamur í áætlunum.


Brynjar Jóhannsson, 27.12.2010 kl. 12:25

22 identicon

Ég hef nú aldrei verið til hægri í pólitík, en mér lýst vel á þetta framtak Guðbjörns o.fl. Mér sýnist Guðbjörn vera mjög frambærilegur og traustvekjandi maður. Ég óska honum velgengni í þessu.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 13:07

23 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Gunnar, @11

Hluta að þeim sem hafa skráð sig í Norræna íhaldsflokkinn má sjá á Facebook síðu flokksins. Ath þar eru líka einstaklingar sem hafa ekki skráð sig formlega inn. Sjá hér http://www.facebook.com/group.php?gid=46278238933

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 13:29

24 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Elfa Jóns, @12

Vinnuheiti þess flokks sem nú stendur til að stofna er Norræni borgaraflokkurinn. Víð í Norræna íhaldsflokknum tökum þátt í þeirri vinnu eins og segir í pistlinum.

Í þeim hóp sem stendur að stofnun Norræna borgaraflokksins þá þykir nafnið "íhaldsflokkur" ekki lýsa stefnunni og gildum rétt. Íslendingar leggi annan skilning í orðið "íhaldsflokkur" en þau sem við viljum standa fyrir. Þess vegna hefur nafnið Norræni borgaraflokkurinn orðið ofaná í þessum hópi.

Heimasíða Norræna íhaldsflokksins er að miklu leiti unnin upp úr heimasíðu danska floksins Det Konservative Folkeparty. Við höfum vísvitandi ekki fullklárað heimasíðuna. Við viljum hafa hana svona, þ.e. að hluta með danska textanum. Öllum sem lesa er þá ljóst að eftir er að klára endanlega málefnavinnu og þeim sem vilja þar með boðið að taka þátt í því.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 13:44

25 Smámynd: Hjalti Tómasson

Er nýr stjórnmálaflokkur það sem okkur vantar í dag á Íslandi ?

Ég veit það ekki en þó finnst mér eins og það væri að bera í bakkafullan lækinn að bæta í flokksflóruna áður en núverandi flokkar hafa gert upp fortíðina með viðeigandi hætti.

Hér var haldin þjóðfundur um hvert íslendingar vildu stefna sem þjóð og síðan var kosið til þjóðþings sem á að vera ráðgefandi samkunda til alþingis um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Hvergi í þessu ferli eða umræðum um það hefur komið fram sú krafa að stjórnmálamenn gerðu upp fortíð sína eða þáttöku í undanfara þeirra atburða sem hér hafa yfir dunið. Hvorki samtök launþega, forráðamenn fyrirtækja eða neinir hagsmunahópar aðrir hafa sett þessa kröfu á oddinn eins og manni þætti þó ekki óeðlilegt.

Okkur er alger nauðsyn á að hér verði gert upp við fortíðina því fyrr en það verður gert mun ekki verða um neina sátt að ræða í þessu þjóðfélagi.

Almenningur þarf að fá sönnun þess hér sé raunverulegur vilji til siðbótar og að þetta fólk sé tilbúið til að taka afleiðingum gerða sinna rétt eins og allir aðrir þurfa í þessu samfélagi.

Að því gefnu þá væri fyrst komin grundvöllur fyrir fleiri stjórnmálaflokkum með aðrar áherslur því eins og staðan er í dag er hætt við að nýr flokkur yrði ekki nýtt afl heldur einungis til að stækka sviðið fyrir þau vinnubrögð sem flestir fordæma í dag. Afl og samtrygging núverandi stjórnmálaafla er einfaldlega of sterkt til að nýir flokkar fái rönd við reist. Afleiðingin er sú að innan skamms tíma þá eru nýju flokkarnir komnir í sama kerfi og hinir því annað er hreinlega ekki í boði. Þetta er því miður það sem við höfum séð gerast gegnum tíðina þrátt fyrir góðan vilja sem lagt er upp með í upphafi.

Við þurfum breytingar og tíminn er að hlaupa frá okkur..

Hjalti Tómasson, 27.12.2010 kl. 13:53

26 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Valsón, @ 13

Þetta með þjóðkirkjuna er eitt af þeim atriðum sem hvað mestum umræðum hafa valdið í þessum vinnuhóp okkar sem stendur að stofnun Norræna borgaraflokksins.

Í þeim vinnuhóp sem stendur að stofnun Norræna borgaraflokksins eru mjög margir sömu skoðunar og þú Valsól og meirihluti er þar fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Ljóst er að á nýrri heimasíðu og í stefnuskrá Norræna borgaraflokksins þá verða þetta ekki áherslurnar. Við erum búin að koma okkur saman um annað orðalag en þetta. Ég var ekki búin að breyta þessu orðalagi á heimasíðu Norræna íhaldsflokksins enda heimasíða Norræna íhaldsflokksins ekki formleg heimasíða Norræna Borgaraflokksins.

Þá má nefna að áherslur Norræna íhaldsflokksins í varnarmálum, þær verða einnig mildaðar í stefnuskrá Norræna borgarflokksins frá því sem stendur á heimasíðu Norræna íhaldsflokksins. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 14:01

27 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Valdimar @ 14

Þeir sem vilja halda í gamla Ísland og krónuna með sínu reglulegu boðaföllum og gengisfellingum  og líta á Bandaríkin sem fyrirmyndarríki er velkomið að kjósa Sjálfstæðisflokkinn hér eftir sem hingað til.

Við sem höfum fengið okkur fullsödd af gamla Íslandi og Engeyjarættinni snúum okkar annað.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 14:10

28 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Gunnlaugur Ingvarsson @ 18

Miðað við málflutning þinn og orðfæri þá er ljóst að þú trúir ekki því sem þú sjálfur skrifar.

Ef þér og þínum flokki stafar engin ógn af þessu framboði Norræna borgaraflokksins, af hverju þá þessar bölbænir?

Þú veist það vel að samningurinn sem þegar liggur á borðinu hjá ESB gerir meira og minna ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi fiskveiða á Íslandsmiðum og allar líkur eru á að þjóðin muni samþykkja slíkan samning í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þú veist líka að Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei ná sér verði hann og hans sjónarmið undir í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Labbi þjóðin á skítugum skónum yfir Sjálfstæðisflokkinn og inn í ESB þá hefur flokkurinn misst allt frumkvæði í íslenskri pólitík og endar í sama spíralnum niður á við og Framsókn sem hagsmunagæsluflokkur örfárra auðmanna og fjölskyldna.

Þessi framtíðarsýn blasir nú við Sjálfstæðisflokknum.

Bölbænir þínar breyta engu þar um.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 14:25

29 identicon

Friðrik, gott að heyra, verst ég var kominn í debat á eyjunni með þetta sama, vona að það valdi ekki misskiling. Ég mun draga til baka það sem ég hef sagt um þetta atriði því ég vill ekki skemma fyrir flokk sem fer fram í nafni heiðarleika og réttlætis öllum til handa. Mér finnast stefnumálin að öðru leiti mjög góð.

Valsól (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 14:36

30 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hjalti @ 25

Ég held það þetta tvennt þurfi að koma til, nýir flokkar bjóði fram og gömlu flokkarnir endurnýi sig. Það að gömlu flokkarnir endurnýi sig, það gerist ekki af sjálfu sér.

Þannig held ég að með því að nýir flokkar bjóði fram, það mun knýja gömlu flokkana til endurnýjunar. Verði hið pólitíska svið óbreytt þá gerist ekkert í gömlu flokkunum.

Eins ef ný framboð fá ekkert brautargengi, þá er það túlkað þannig að allir eru ánægðir með gömlu flokkana og þeir þurfi engu að breyta.

Hvernig sem á það er lítið þá er nauðsynlegt að  ný framboð komi fram sem valkostur í næstu þingkosningum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 14:45

31 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Valsón @ 30

Þakka þér fyrir og mér þykir vænt um að þú skulir leiðrétta þetta hjá okkur. Ég hefði átt að vera búin að leiðrétta þetta á heimasíðunni. Þessu verður breytt síðar í dag á heimasíðunni.

Þessi kristilegu sjónarmið Íhaldsflokksins eru einfaldlega í miklum minnihluta í þessum vinnuhópi sem stendur að því að stofna þennan nýja fokk, Norræna borgarflokkinn.

Þar sem ekki er verið að stofna kristilegan stjórnmálaflokk heldur flokk sem aðhyllist gildi hægri flokkana / borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum þá fundum við málamiðlun í þessum trúmálum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 14:56

32 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Vignir @ 17

Gott þér líst vel á þetta. Tekur þú ekki þátt í þessu með okkur, síminn hjá mér er 894 1949.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 20:56

33 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Snúra @ 20

Égg hef búið um tveggja ára skeið og starfað um árabil í Danmörku.

Þitt mat og þín framtíðarsýn er önnur en mín. Ég sé ekkert að því. Bara ánægjulegt að við getum skipst á skoðunum.

Tala nú ekki um ef það er gert án stóryrða

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.12.2010 kl. 20:58

34 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það þyrfti að fækka flokkum á íslandi, ekki fjölga þeim.

Hörður Sigurðsson Diego, 28.12.2010 kl. 16:47

35 Smámynd: Björn Birgisson

Friðrik, varstu búinn að sjá þetta:

http://urval3bjorn.blog.is/blog/urval3bjorn/

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 18:26

36 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Björn @ 35

Takk fyrir þessa ábendingu. Þetta er góður pistill og fróðlegar umræður.

Það er ljóst að stofnun þessa flokks vekur áhuga og forvitni. Það er einmitt veganestið sem við þurfum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.12.2010 kl. 19:39

37 identicon

Sæll Friðrik.

Þú mátt ekki móðgast þó ég hafi talað tæpitungulaust um þetta ESB framboð ykkar hægri manna.

Ég held að það geti leytt margt gott af sér. Til dæmis mun það aðeins reita fylgi af síminnkandi fylgi ESB Fylkingarinnar. Það mun sáralítið fylgi taka frá Sjálfstæðisflokknum fyrir utan Guðbjörn sjálfan og þessa 2 aðra sem gengu með honum úta af Landsfundinum forðum.

Af öðrum flokkum og þá sem enga flokka kjósa verður þetta svona eins og hjá blessuðum kallinum honum Ástþóri. Nær aldrei nema rétt rúmlega pilsner fylgi.

Því er þetta fyrir okkur ESB andstæðinga hinn mesti happafengur, því að fyrir utan að reita aðeins ´fylgið af stórlaskaðri ESB Samfylkingunni, þá munið þið sundra ESB fylginu þessum 19% enn meira.

Þannig að það verður alveg klárt að eftir næstu kosningar verður enginn þingmeirihluti hvorki þversum eða langsum til að halda þessari ESB vitleysis umsókn áfram til streitu. Miklum meirihluta þjóðarinnar til óblandinnar ánægju.

Þú skalt ekki ímynda þér að íslendingar muni mæta á skítugum skóm á kjörstað, Íslendingar mæta yfirleitt uppáklæddir á kjörstað og þeir munu algerlega hafna svona ESB aftaníossa framboði eins og ykkar og einnig ESB Fylkingunni og það á vel hirtum og gljáburstuðum skóm.

Svo er spurning sem enn er ósvarað af þér og Guðbirni sjálfum. Ætlið þið eða munið þið eða framboð ykkar  þyggja beina eða óbeina fjárstyrki frá ESB apparatinu og þeirra áróðurs- og útbreiðsluapparötum.

Þar munu víst liggja miklir fjármunir á lausu sem ESB elítan er tilbúinn og ætlar sér að bera á flokka, félagasamtök, fjölmiðla og einstaklinga sem tilbúnir eru að ganga þeirra erinda við að troða landi okkar og þjóð í þetta yfirríkjabandalag ?

Það bíða margir eftir svari frá ykkur við þessari spurningu ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 19:19

38 identicon

EKKI SVARAR ÞÚ ENN !

Hvað er þetta eiginlega, bara fum eða fát, þarf kanski að kalla saman Flokksstjórnarfund til þess að hægt sé að svara þessari einföldu spurningu minni um hugsanlegar ESB mútugreiðslur til þessa óhræsis flokksapparats ykkar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 23:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband