Bandaríkin snúast gegn hinum frjálsa heimi.

Það fór þá þannig að það eru Bandaríkin sem leiða herförina gegn hinum frjálsa heimi sem orðið hefur til með tilkomu netsins á síðasta áratug. Hinum frjálsa heimi þar sem upplýsingar streyma frjálst milli landa á samtengdu neti sem nær í dag inn á hvert heimili þar sem er símasamband.

IMG_0081Það fór þá þannig að það eru ekki kommúnistastjórnir eða einræðisherrar þessa heims sem reyna að stöðva umræður og frjálst fræði upplýsinga um hinn frjálsa heim.

Nei, það eru Bandaríkin.

Einræðisstjórnin í Kína reynir að takmarka aðgang Kínverja að netinu með ýmsum leiðum og reynir að ritskoða þær umræður sem fara fram í Kína. Í Kína eins og í Sovétríkjunum fyrrverandi eru rithöfundar fangelsaðir fyrir skoðanir sínar. Í Kína hefur ný stétt manna bæst á lista þeirra sem eru fangelsaðir fyrir skoðanir sínar og það eru "bloggarar".

Bandaríkin hafa skotið þessum kommúnistaríkjum ref fyrir rass og eru nú að reyna að stjórna því hvaða upplýsingum og hvaða gögnum hinn frjálsi heimur skal hafa aðgang að.

Hver er munurinn á framgöngu Kína í máli kínverska friðarverðlaunahafans, Liu Xiaodo, og framgöngu Bandaríkjanna í máli WikiLeaks?

Í báðum tilfellum eru þessi heimsveldi að þagga niður í hinum frjálsa heimi þar sem táningafrelsi og mannréttindi eru leiðarljósið.

Málið er að Kínakallarnir eru þó heiðarlegir í sinni afstöðu. Við vitum hvar við höfum þá. Hjá þeim er samræmi í orðum og athöfnum.

Bandaríkjamenn segja eitt en gera annað. Þeir segjast vera boðberar frelsis og mannréttinda á sama tíma og þeir beita öllum brögðum, þar á meðal bolabrögðum til að stöðva hinn frjálsa heim.

Að Bandaríkin skuli grípa til yfirhylminga og kúgunar þegar umræðan fer að snerta þá of náið, með því þá hafa þeir þessa síðustu daga afhjúpað sig sem þennan falska boðbera "frelsisins".

Hvers konar "frelsi" er það sem Bandaríkin standa fyrir eftir síðustu aðför að WikiLeaks þar sem Bandaríkjastjórn beitir fyrir sig greiðslukortafyrirtækjum til að þagga niður í hinum frjálsa heimi?

Ætla íslensk stjórnvöld ekki að kalla bandaríska sendiherrann á sinn fund, lesa honum pistilinn og senda formleg mótmæli til Wasington vegna þessa?

Alltaf fjölgar þeim ástæðum sem valda því að við Íslendingar eigum að skilja að skiptum við þessa gömlu hernámsþjóð okkar og skipa íslenskri þjóð til borðs með frjálsum ríkjum Evrópu.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju

 


mbl.is Hættir netárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Aðgerðir bæði Kínastjórnar og Bandaríkjastjórnar eru vissulega ámælisverðar. Mismunurinn á skala aðgerðanna er hins vegar svo stjarnfræðilegur að það er erfitt að lesa setningar eins og "Hver er munurinn á framgöngu Kína í máli kínverska friðarverðlaunahafans, Liu Xiaodo, og framgöngu Bandaríkjanna í máli WikiLeaks?" án þess að skella upp úr. 

Páll Jónsson, 11.12.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Páll

það er gott þú hefur haft ánægju af að lesa pistilinn og náð að glotta við tönn.

En ég spyr, hver er munurinn?

Í báðum tilfellum er verið að reyna að þagga niður óþægilega umræðu. Reynt er að þagga niður í ákveðnum einstaklingum sem búa yfir ákveðnum upplýsingum og hafa ákveðnar skoðanir.

Fyrir mér er mál WikiLeaks sýnu alvarlegra því þar eru bandarísk stjórnvöld farin langt út fyrir landamæri Bandaríkjanna og eru að beita sér af fullu afli til að þagga niður í aðilum sem eru ekki bandarískir.

Kínakallarnir halda sig með sitt ofbeldi að mestu innan Kína, þó svo þeir séu endalaust að hóta öllum öllu illu út af ótrúlegustu málum sem snerta þá.

Í báðum tilfellum er verið að afhjúpa stjórnunarhætti þessara heimsvelda. Skáld og listamenn eru að verki í Kína, upplýsingaleki og netið er að verki í BNA.

Ég spyr, hver er í eðli sínu munurinn?

Bæði þessi heimsveldi eru að reyna að þagga niður óþægilega umræðu, ekki satt?

Bæði beita öllum brögðum og öllum ráðum til þess, ekki satt? 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.12.2010 kl. 18:16

3 identicon

Alveg sammála, Kína og Liu Xiabo er svipað og Vesturveldin og Assange.

En ég verð að segja að allt þetta net rugl bendir til þess að þeir sem eru gera þessar netárásir séu menn á vegum ríkisins.  Það má nefna að slíkar árásir eru meðal þjálfunar atriða hjá herjum um allan heim í dag, og þeir eru þeir sem best þekkja til um hvernig á að haga slíku til.  Þegar einstakir stráklingar eru með prakkarastrik, þá er það vegna þess að þeir hafa verið á netinu og fengið upplýsingar frá þeim sem þekkja til.  Fólk veit ekkert við hverja þeir eru að tala í dag, en allir raunverulegir "nördar" eru horfnir af netinu.  Þú sérð þá ekki í dag, eins og áður ... það sem nú er, er bara almenningur og her og lögregla.

Og upplýsingarnar sem WikiLeaks er með, bendir til stórfelda njósna af hálfu Evrópuríkja gegn Bandaríkjunum.  Ekki bara njósna, heldur einnig að þær upplýsingar sem þeir skaffa eru til sölu fyrir hvern sem er ... ég gæti vel trúað því að bandaríkjamenn vildu gera mikið til þess að fá að vita hvernig þetta upplýsingaflæði á sér stað.  Þó það sé afar einfalt, í sjálfu sér ... 

En vandinn sem þú átt við að stríða, er ekki Bandaríkin ... heldur þínir eigin ... því þetta er dæmi um "STAZI" framkvæmdir á vesturlöndum. 

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 18:21

4 Smámynd: Páll Jónsson

Munurinn í eðli sínu? Tja, hvort sem þú hefur verið skotinn með loftriffli eða AK-47 þá hefur þú vissulega verið skotinn, ég vel þó loftriffilinn fremur.

Það er hreinlega sturluð hugmynd að segja tilraun til að skrúfa fyrir fjármagn vegna leka á trúnaðarupplýsingum vera verri en margra ára fangelsi fyrir að mæla fyrir frjálsum kosningum. Þú hreinlega getur ekki verið á þeirri skoðun.

Páll Jónsson, 11.12.2010 kl. 18:34

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ekki gleyma því Páll að með þessum "trúnaðarupplýsingum" er verið að afhjúpa stjórnvöld í BNA. Það að bandarísk stjórnvöld skuli vera "afhjúpuð" með þessum hætti er greinilega eitthvað sem gengur svo nærri þessum bandarísku "hægriöfgamönnum", þessum tveim hægri flokkum, sem hafa skipst á að vera við stjórnvölin í bandarískum stjórnmálum frá stríðslokum, að það greinilega ógnar þessu bandaríska stjórnarfari.

Alveg á sama hátt og umræðan um frjálsar kosningar ógnar kommúnistastjórninni í Kína.

Kannski verður það þannig á komandi árum að á bandaríska þinginu verði fulltrúar annarra pólitískra sjónarmiða en þessara tveggja hægriöfgaflokka sem þar hafa einokað sviðið.

Kannski verður það þannig að í Kína verði komi á frjálsum kosningum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.12.2010 kl. 18:59

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Páll, kannski mun sá dagur upp renna að flokkur vinstrimanna og flokkur umhverfissinna eignist þingmenn á bandaríska þinginu.

Hver veit.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.12.2010 kl. 19:26

7 identicon

STAZI STAZI STAZI!

Sjálfstaedisflokkurinn er STAZI FASISTA-flokkur.  A.m.k. ef marka má Silfur Egils og spjall theirra Egils og Jón Baldvins

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544839/2010/12/05/3/

Byrjar 6:50 (Spjall Egils og Jóns Baldvins)

Er ekki málid thad ad their sem ná völdum og geta thar med rakad saman fé vilja alls ekki láta thau völd af höndum?  Mér hefur alltaf thótt Sjálfstaedisflokkurinn ekkert annad en sérhagsmunagaesluflokkur sem er beinlínis stórskadlegur thjódinni.  Med sínu stazi fyrirkomulagi hefur thessum fasistaflokki tekist ad plata fólk og neyda til fylgis vid sig. 90% theirra sem kjósa Sjálfstaedisflokkinn eru ad kjósa gegn sínum hagsmunum.

Ég er sammála thví ad utanríkisstefna Bandaríkjanna er og hefur alltaf verid hentistefna yfirstéttarinnar.  Nákvaemlega thad sama er ad gerast í Kína.  Gildin eru thau sömu:  SÉRHAGSMUNAGAESLA yfirstéttarinnar.  

Ég segi thad satt (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 20:14

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Dálítið langt seilst í samanburði. Þær upplýsingar sem Bandaríkin eru að leitast við að takmarka aðild að, eru eftir allt saman upplýsingar innan úr þeirra eigin kerfi.

Nú - eru ísl. diplómata póstar opinber gögn? Eru frönsk, bresk, döns o.s.frv. það?

Nei.

Fólk ætti aðeins að slaka á, þegar Bandaríkin eru ásökuð um ritskoðun. Þarna voru gögn sett á netið sem var stolið frá þeim. Þetta er kallað þjófnaður - á eðlilegu máli. Og hvað afhjúpaðist? Komu þarna upp einhver samsæri? Neibb.

Þ.s. kemur fram, er að bandar. sendiráð fylgjast með málum í þeim löndum sem þau starfa, margir hafa samanbad v. bandar. sendiráð í trúnaði sbr. formaður Sjálfstæðis flokksins. Bandar. sendiráð eru augu bandar. á stj.mál í viðkomandi ladi - ástand þar, og þau senda greiningar heim.

Hvað af þesu kom á óvar? Hvar liggur samsærið í þessu?

Að sjálfsögðu bregðast bandar. hart gegn þessu, þ.s. þ.e. nauðsynlegt fyrir ríki að diplómata póstar séu ekki á opnum vettvangi eftir allt saman.

-------------

Að halda þeim frá fólki er ekki takmörkun á tjáningarfrelsi eða prentfrelsi, heldur eins og kom fram, innihalda þeir viðkvæm trúnaðarsamskipti. Það liggja ekki annarleg sjónarmið á bakvið slíka leynd. Né því, að lýsingar sendiráðsmanna á stjórnmálamönnum, túlkunum þeirra á málefnum og lýsing á persónum, sé trúnaðarmál.

--------------

Þ.e. anarkísk stefna, að allt eigi að vera galopið. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.12.2010 kl. 20:46

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll Páll - þ.e. eins og Assange hafi misst sjónar á því upphaflega göfuga markmiði, að WikiLeaks væri setur fyrir þá sem þurfa að koma upplýsingum á framfæri, sem ofbeldismenn eða spilltir stjórnmálamenn, vilja halda leyndum og víla ekki fyrir sér, að myrða.

En fjölmargir blaðamenn eru myrtir í heiminum á ári hverju. 

Að aðstoða þennan fj. sem enn býr í ríkjum með skort á lýðfrelsi, með þeim hætti, að veita byrtingu nafnlaust á gögnum, sem afhjúpa svind og svínarý, það væri göfugt markmið.

Því miður er það ekki sexý. Né vekur það sambærilega heims athygli.

Því miður, er eins og Assange, sé kominn í krossferð gegn USA og búinn að yfirgefa þann vettvang að vera mistöð málfrelsis í vanda þ.s. það býr við vanda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.12.2010 kl. 21:35

10 identicon

Þú kærir þig sem sé ekkert um þjóðaröryggi Friðrik! Þessar upplýsingar varða öryggi fjölda þjóða og hana nú!

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 08:55

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón

Þetta er nákvæmlega það sama og Kínverjar halda fram.

Hvort þessar upplýsingar varða öryggi fjölda þjóða veit ég ekki. Það er í það minnsta ekki mat þeirra fjölmiðla sem ákveða að birta þessi gögn. Þessir fjölmiðlar meta það greinileg þannig að svo er ekki. Þessir stóru einkareknu fjölmiðlar meta það greinilega svo að í þessum gögnum sem þeir birta er ekkert sem veldur þannig tjóni að hægt er að sækja á þá skaðabætur fyrir dómi.

Þessi umræða og þessar upplýsingar eru fyrst og fremst neyðarleg og óþægileg fyrir bandarísk stjórnvöld. Bandarísk stjórnvöld eru afhjúpuð í þessum gögnum. Og bandarísk stjórnvöld falla í þá gryfju að gera máli enn vandræðalegra með því að reyna að stöðva birtingu þessara gagna þannig að málið verður enn stærra, vekur enn meiri athygli og verður enn vandræðalegar fyrir BNA.

Þetta mál er orði jafn neyðarlegt og óþægilegt fyrir stjórnvöld í BNA og auði stólinn í Osló er fyrir Kínverja.

Hvoru tveggja eru þetta stjórnvöld sem virðast vera tilbúin til að ganga mjög langt til að þagga niður óþægileg umræðu um eigin innri mál

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2010 kl. 13:11

12 identicon

Páll, þetta er ekkert annað en kjánaskapur að koma með svona fullyrðingar um Kína.  Þú þekkir ekki Kína, nema það Kína sem við erum frædd um hér.

Þegar Qing dynastin leið undir lok, tóku Guo Min Dang við sem stjórn, með Ciang Kai-Check (sem á kínversku heitir Jiang Jie Shi) og syni hans (Jiang Wei Guo). Sonur hans, er í raun ekki sonur hans heldur er sonur Kínverskr blaðamans og Japanskri konu.  Hann er einnig fæddur í Japan.  Þegar stríðið skall á, og Japanir réðust á Kína, voru þessir menn handbendi Japana.  Þeir hjálpuðu Japönum, við að drepa ótölulegan fjölda Kínverja.  Þetta varð til þess að Gong Chan Dang, urðu ofan á í báráttunni og að lokum varð Jiang Jie Shi og sonur hans Jiang Wei Guo að flýja til Taiwan.

Ef við myndum líkja við Þjóðverjum og Nasistum, við Kínverja og Guo Min Dang, þá myndi Nasistarnir blikna í samanburði.  Í Þýskalandi ertu tekinn höndum og settur fangelsi fyrir að aðhillast nasisma.  Þú ættir að skammast þín að halda því fram, að Kínverjar hafi ekkert fyrir sér í því að berjast gegn slíku í sínu landi.  Þar eystra, er það verra en að vera nasisti að fylgja Guo Min Dang að málum.  Að standa upp og mæla þeirra máli, eða bara berjast fyrir þeirra málstað eru landráð þar ... og þetta vita allir.  Kínverjar læra frá barnsbeini, um þær þjóðir sem hafa gert þeim illt í gegnum tíðina ...

Bandaríkin, Frakkland, England, Japan, Þýskaland, Portugal ... og það vantar á tvær þjóðir, sem ég man ekki eftir sjálfur.

I lok 18 aldar, var skip í höfn í Shanghai, þegar fátækur almúgur í Kína vildi taka sig umborð til að komast á braut ... skipverjar tóku upp byssur og skutu almúgann, og drápu svo marga að Sómalía bliknar í samanburði.  Skipið var amerískt ....

Í lok 18 aldar, var Kínverjum skipað sem þrælum frá Kína til Ameríku til að vinna við laggnir á brautarteinum ... Þar dóu af völdum Pinkerton, ótölulegur fjöldi Kínverja vegna þess að Bandaríkjamenn vildu ekki að Kínverjar sætust að í Ameríku.  Ekki nóg með það, heldur voru Kínverjar þrælar þeirra, eftir að Svertingjar höfðu fengið aflausn frá þrældómi.

Þú ættir að skammast þín, fyrir að koma með svona kynþátta bull.  Hér á vesturveldum, eru menn fangelsaðir, eltir og drepnir fyrir að andmæla gyðingum.  Og höfum við andskotann aldrei gert þeim nokkurn skapaðan hlut ... bara það eitt að nefna þá á nafn, getur þýtt að maður verði brennimerktur og eltur, og það er bara ágætt mál hjá flestum ykkar.  En í Kína, er full ástæða til þess að þeir séu svona andúðugir slíku ... meiri ástæða en fyrir þjóðverja að vera illa við nasista.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 14:41

13 identicon

Og svo má bæta við ... Ópíum stríðinu ...

England og önnur ríki í Evrópu, börðust fyrir því að Ópíum yrði gert löglegt sem flutningsvara.  Það er nú tæplega til að mæla með Evrópu og Bandaríkjunum, að þeir skuli hafa farið í stríð til að geta flutt ópíum.  

Þetta er það sem átt er við, þegar talað er um "skipulagða glæpastarfsemi"

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 15:06

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne - dálítið sérkennileg alternativ saga, sem er sögð af Kuomintang flokknum. Þetta passar ekki alveg við það hvernig sagan er sögð á vesturlöndum.

En aftur á móti er það þekkt í borgarastyrrjöldum, að mótaðilinn er "vilified". 

Ef við tökum Júgóslavíu sem dæmi í síðari heimsstyrrjöld. Þá voru þarlendis tvær megin fylkingar skæruliða, þ.e. konungssinnar og kommúnistar. Þ.e. vitað að hvorir um sig, áttu það til að leka upplýsingum sem kom hinum ílla til Þjóðverja.

Ekki er ólíklegt að svipaðir hlutir hafi átt sér stað í Kína, þ.s. Kuomintang og Kommúnistar voru einnig í stríði hvor gegn öðrum. Sannarlega féll mjög mikið af kínverjum í terror aðilum þeim sem beitt var af báðum aðilum.

En, það að kaupa söguskýringu kínv. kommúnista algerlega hráa eins og þú virðist gera, og svo ásaka aðra um kjánaskap, er ílla fáránlegt.

Kommúnistar, sem enn kalla böðulinn Mao formann, föður síns lands eða e-h í þá átt, hefja hann á stall, eru ekki sérlega trúverðugir aðilar, þegar kemur að söguskýringum á þeim hildarleik er átti sér stað, milli þeirra sjálfra og Kuomintang.

Að sonurinn hafi verið Japanskur er svona dæmigerð söguskýring, sem kemur frá aðila, sem er í því að mála gagnaðilann, sem svikara. Ég er viss um, að ef flett væri í gegnum þ.s. Kuomintang flokkurinn hélt fram um sína andstæðinga, þá myndi ímislegt krassandi koma frma, sem sennilega einnig er ekki satt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2010 kl. 17:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband