Er "þingbundin stjórn" þýðing á "semi-presidential"?

Af hverju sömdu höfundar stjórnarskrárinnar nýyrðið "Þingbundin stjórn"  og settu það nýyrði inn í fyrstu grein stjórnarskrárinnar? Af hverju notuðu þeir ekki hið vel þekkta orð "þingræði" yfir það stjórnarfyrirkomulag sem hér átti að vera? 

Fyrsta grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo: "1.gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn?"

Á vísindavef HÍ sjá hér er að finna þessa tilvitnun: 

Comic_flokid"Hugmyndir hafa komið fram um að nefna þingræðisregluna skýrum orðum í stjórnarskránni, m.a. í stjórnarskrárfrumvarpi Gunnars Thoroddsens 1983 en í núverandi stjórnarskrá leikur vafi á því hvort orðalagið "þingbundin stjórn" feli þingræðisregluna í sér. [?] Ólafur Jóhannesson bendir réttilega á að orðalagið "þing­bundin" lögfesti ekki þingræðisregluna á Íslandi. Þá vaknar engu að síður sú spurning hvaða stjórnskipunarreglu höfundar stjórnarskrárinnar hafi ætlað sér að innleiða með þessu ákvæði. Hvergi í umræðum á Alþingi er að finna viðhlítandi skýringu á þessu orðalagi að öðru leyti en því að í athugasemdum með frumvarpinu er sagt að þessi grein geri "enga efnisbreytingu á þeirri skipan, sem nú er, svo langt sem hún nær." (Alþ. tíð. A, 1919: 104.)"

Konungsveldi Evrópu eru almennt með þingræði "parliamentary". Í BNA er forsetaræði "presidential" þar sem forseti og forsætisráðherra er eitt og sama embættið. Í Frakklandi og Finnlandi er hins vegar stjórnskipan sem kallast á ensku "semi-presidential". Yfir þetta hugtak er ekki til neitt orð á Íslensku.

"Þingbundin stjórn", er það þýðingin þeirra sem sömdu stjórnarskrána á "semi-presidential"? 

Í forsetatíð Sveins Björnssonar þá var stjórnarskráin túlkuð með allt öðrum hætti en nú. Í fyrstu ríkisstjórn hans sátu engir þingmenn. "Lýðveldi Sveins Björnssonar" var franskt / finnst lýðveldi. Í forsetatíð Sveins Björnssonar þá var farið að stjórnarskránni. Þá voru óskrifaðar hefðir og venjur ekki það sem var látið ráða för við stjórnskipun landsins eins og nú er.

Það sem hefur breyst frá forsetatíð Sveins Björnssonar er að þeir stjórnmálamenn sem settust á Alþingi eftir 1944 þeir byrjuðu að túlka stjórnarskrána eftir eigin höfði. Það gátu þeir gert því hér er engin Stjórnlagadómstóll.

Þannig náðu þeir að sölsa undir sig vald forsetans, heimtuðu að hann yrði óskilgreint "sameiningartákn", sviptu hann málfrelsi og settu í stofufangelsi á Bessastöðum. 

Raunveruleikinn varð síðan sá að framkvæmdavaldið hefur lent í höndum flokkana og eigendum þeirra. Fjórflokkurinn, ekki forseti, hefur farið með framkvæmdavaldið og skipað ráðherra.

Ég vil fá hér það lýðveldi sem við eigum að hafa skv stjórnarskránni, franskt / finnst lýðveldi. Lýðveldi þar sem framkvæmdavaldið er tekið úr höndum fjórflokksins og sett í hendur almennings. Lýðveldi þar sem almenningur kýs framkvæmdavaldið á fjögurra ára fresti. Lýðveldi þar sem almenningur getur skipt út forsetanum og öllum ráðherrum hans á fjögurra ára fresti og kosið sér nýjan forseta og fengið með honum nýja ráðherra.

Alþingi fari hinsvegar með löggjafarvaldið, fjárveitingarvaldið og hafi eftirlit með framkvæmdavaldinu.

Saman skipa forseti og 2/3 hlutar Alþingis dómara til að fara með dómsvaldið.

Þannig tryggjum við best þrískiptingu valdsins  sem var ein helsta krafa Þjóðfundarins þann 6. nóv. sl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sennilega er það vegna þess að þingið kýs stjórnina.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 23:30

2 identicon

Vil bæta við: Hefur ekki leyfi til að gera nokkurn skapaðan hlut nema þigið leyfi, sem sagt þigbundin.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 23:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband